Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 10
JÓLABLAÐ
VÍKUR-fréttir
Po/enJon
Pe/eMon
FULL BÚÐ AF
FÍNUM FÖTUM
Munið gjafakortin
vinsælu.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA -
„Maður kemst þá fyrr í jólaskap“
Fátt er fallegra á jólunum
en fallega skreytt jólatré.
Hún Sigríður Jóhannes-
dóttir að Tjarnargötu 22 í
Keflavík prýðir stofuna sína
með jólatré og skrautið á
því hefur hún unnið allt í
höndunum. „Þetta eru
kúlur, körfur, lítil hús,
myndir í litlum römmum og
ýmislegt fleira sem ég hef
unnið í höndunum, bæði
saumað og heklað", segir
Sigríður.
Finnst þér jólaskraut úr
verslunum ekki eins faliegt?
,,Ég hef alltaf haft svo-
leiðis skraut, en systir mín
sem býr í Bandaríkjunum
sendi mér í fyrra efni og
bækurtil að búatilskrautúr
garni, sjálft mótið er úr
plastefni".
Var þetta ekki tímafrek
vinna?
„Jú, mikil ósköp. Ég gerði
þetta nú mest i fyrra. Þá var
ég að mig minnir öll kvöld í
desember yfir sjónvarpinu
við þetta“, sagði Sigríður
Jóhannesdóttir, ný orðin 70
ára. - pket.
- segir Sigríður Jóhannesdóttir, 70 ára, sem
hefur handunnið allt sitt skraut á jólatréð
Sigriður brást vel við þeirri bón okkar Vikur-fréttamanna að
setja upp tréð til myndatöku, þó enn væru nokkrir dagar til
jóla. ,,Maður kemst þá fyrr ijóiaskap", sagði hún og hengdi
siðasta hlutinn á tréð.
SKIÐI
a alla fjölskylduna
Ódýr barnaskíði.
<£
o
7
Simi2006
Hringbraut 92 - Kefiavik
Bækur:
Af himnum ofan
- eftir Guðberg
Aðalsteinsson
,,Af himnum ofan" erönn-
ur bók Guðbergs Aðal-
steinssonar. Hann hefur
áður gefið út skáldsöguna
Björt mey og hrein, sem út
kom 1 rið 3 981. Guðbergur
er Suðurnesjamönnum
kunnur, en hann ersjálfuraf
Vatnsleysuströndinni.
Af himnum ofan er safn
smásagna, ævintýri þar
sem hið ómögulega getur
gerst - og gerist.
Geimvera nauðlendir á
gluggasillu ungrar konu í
Breiðholtinu. Upprennandi
stjórnmálamaður leggur til
atlögu við tvíhöfða eldspú-
andi dreka. Árrisull skokk-
ari hleypur fram á hafmey
við Ægissiðuna. Verkamað-
uríálveri uppgötvarað him-
inninn er blár, og fleira
mætti nefna úr bók
Guðbergs.
Bókin er gefin út af höf-
undi og eru teikningar úr
bókinni einnig eftir hann.
pket.