Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 22
JÓL.ABLAÐ VÍKUR-fréttir Bátarnir eru mjög svipaðir þessum, að öðru leyti en þvi að þeir eru lengri, þá eru þeir ekki með utanborðsmótora heldur 165 hestafla diselvélar og auk þess er bátur Grind- vikinga með stýrishúsi. sérútfærslu á sínum báti þannig að hann er með stýr- ishúsi. Einnig er sá munur, að á annarri gerðinni er stýrispúltið staðsett fyrir aftan vél en fyrir framan á hinni (Grindavík), en með húsinu er komið skýli yfir stjórnandann, en engan annan af áhöfninni. I þessu húsi eru einnig öll tæki. I Grindavíkurbátnum verður dýptarmælir, radar, lóran, tvær miðunarstöðvar og VHS talstöð, auk sérstaks kallkerfis þ.e. tæki til að kalla um lengri veg skilaboð og eins til að nema hljóð utan af sjó, er hér um nýtt tæki sem þeir eru að reyna í fyrsta sinn. Sand- gerðisbáturinn er frábr- ugðinn þessu, þannig að hann er ekki með húsi heldur aðeins stýrispúlti, hann er ekki með radar og ekki þetta nýjakallkerfi, auk þess sem stýrisútbúnaður- inn er staðsettur fyrir aftan vél en fyrir framan hjá hinum. Bátur Sandgerðinga og Garðmanna er byggður í Danmörku og er áætlað að hann kosti 1825 þúsund kr., en bátur Grindvíkinga er byggður í Bretlandi og er áætlað að hann kosti um 2 milljónir króna. Þá verða vagnar undir báðum bátum og er áætlað að þeir kosti um 100 þúsund. Er enn ófrágengið meö sjósetn- ingaútbúnað í Grindavik, en þeirra bátur á að koma í maí, en í Sandgerði er unnið að gerð sjósetningabrautar og á þeim framkvæmdum að verða lokið um áramótin en bátur þeirra er væntan- legur í febrúar n.k. Að sjálfsögðu þurfa sveitirnar að afla fjár til þessara kaupa, og hafa báðir aðilar hafið sínar fjáraflanir og eru enn að, enda er um miklar upphæðir að ræða fyrir aðila sem starfa eingöngu sem sjálfboðaliðar. Grind- víkingar hófu söfnun s.l. vor með því að safna fiski þ.e. einu tonni af hverjum báti sem landaði í Grindavík, verkuðu þeir aflann sjálfir í salt og einnig fór hluti aflans í frystingu. Þeir peningar sem þeir fengu fyrir þetta fóru í þetta verkefni, er meiningin að halcia bessu áfram oa er vonast eftir góðum undir- tektum í þeim efnum sem hingað til. Sandgerðingar og Garð- menn eru með ýmsar fjáraflanir í gangi og rennur ágóði þeirra flestra í þetta verkefni. Eru Sandgerðing- ar t.d. með jólamarkað sem björgunarsveitarkonur halda. Þá verður flugelda- sala nú um áramótin. Garðmenn hafa verið með bingó og eru nú með jóla- sælgætissölu. Þá hafa sveitirnar í Garði og Sangerði lagt í þetta um 200 þúsund hvor sveit frá eldri fjáröflunum. Þá leggur Sandgerðishöfn í þetta 150 þúsund sem er m.a. tilkomið vegna þess að sveitin hefur séð um lóðsbátinn og mun gera áfram. Þá eru hugmyndir um að leita til útgerðaraðila um styrki og hafa undirtekt- ir verið góðar og eru boðin fram greiðslukjör á þeim styrk. Einnig verður leitað til fleiri aðila s.s. trygginga- félaga og annarra aðila sem tengjast þessu máli. Og jafnvel verður leitað til annarra fyrirtækja á Suður- nesjum. ( upphafi þegar sú hugmynd vaknaði að kaupa báta þessa stóð til að þeir yrðu staðgreiddir en síðan hefur tekist að fá verulega lækkun á framleiðslukostn- aði auk þess sem hluti af verðinu er lánaður til 3ja ára. Er vitað til þess að ýmsar sveitir út um land fylgjast með málum og hafa sumar jafnvel þegar pantað slíka báta. Þ.á.m. er Slysavarna- félag (slands.en félagið styrkir sveitirnar hér syðra einnig í þessum kaupum. Þar sem hér er á ferðinni mjög áhugavert verkefni fyrir alla sæfarendur, taka aðilar vonandi vel á móti- félögum sveitanna er þeir leita á þeirra náðir. epi. kW/ Sandgerði, Garður og Grindavík: Mjög fullkomnir og sér- byggðir björgunarbátar Fjáraflanir þegar hafnar Að ósk Víkur-frétta hitt- ust í síðustu viku forráða- menn björgunarsveitanna þriggja hér á Suðurnesjum sem pantað hafa sérbyggða björgunarbátra erlendis frá og áður hefur verið skýrt frá. Var blaðamaður við- staddur fundinn, sem fram fór í Sandgerði. Eru það slysavarnadeildirnar Sigur- von, Sangerði, Ægir, Garði, og Þorbjörn,Grindavík,sem að þessum kaupum standa. Það eru fyrst töldu sveitirn- ar sem standa saman að kaupum þessum, en Grind- víkingar einir að sínum bát. Kom fram á fundinum að báðir bátarnir eru 26 fet að lengd, með hörðum skrokk, en kringum þá er gúmmí- slanga sem er 50 cm í þver- mál til að verja þá skemmd- um. Svipar bátslagið nokkuð til þessara venju- legu Zodiac-gúmmíbáta, nema hvað þessir eru stærri og fullkomnari. Er gúmmí- slangan fest utan á bátinn sem er úr trefjaplasti. Er slangan eingöngu ætluð sem stuðpúöi til að verja þá skemmdum ef lagst er að skipi úti á sjó eða öðru, og til að gera bátinn stöðugri. í bátunum eru 165 ha. Volvo Penta dieselvélar og Volvo dupropp drif. Eru það drif sem eru ný á markaðn- um og eiga að skila bátun- um 30 mílna gangi við góðar aðstæður. Síðan eru báöir bátarnir með útbúnað til að rétta þá við ef þeim hvolfir. Verða áhafnarmeð- limir að rétta bátinn við, en hann gerir það ekki sjálf- krafa. En að öðru leyti er bátur Grindvíkinga frábrugðinn bát Garðmanna og Sand- gerðinga, þannig að bátarnir eru framleiddir venjulega með stýrisþúlti, Grindvíkingar hafa fengið EIGUM EINNIG FYRIRLIGGJANDI GOODfÝEAR E ItniutiESTune og sóluð NORÐDEKK - negld eða ónegld fólksbíladekk. Smurstöð og hjólbarðaþjónusta Björns og Þórðar Vatnsnesvegi 16 - Keflavik - Sími 2386 JEPPADEKK DESERT DUELER í 10x15 “ og 12x15 “ og Whitespoke felgur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.