Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Page 38

Víkurfréttir - 13.12.1984, Page 38
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir það að svo lengi sem útsjór er annars fær bátum, getur hann alltaf komist út úr Sandgerðishöfn. Ennfrem- ur er eins og menn vita gert ráð fyrir að byrjað verði í næsta mánuði á hinum breiða vegi frá Sandgerði og alla leið fram á Stafnes- vita, svo hægt sé að flytja bátinn meðfram ströndinni eftir þörfum hindrunarlaust í vagninum, síðar ætti þessi vegur aö komast alla leið fram á Reykjanes og jafn- vel til Grindavikur með tím- anum. Þessi bátur er meistara- verk, það þarf langan tíma til þess að læra að þekkja innréttingu hans alla, það þarf líka mikla æfingu til að læra til fulls að nota bátinn í vondu veðri. Englendingar hafa notað róðrarbáta til björgunar í yfir hundrað ár og bjargað þúsundum mannslífa, þeir hafa allan þennan langa tíma verið að endurbæta þá og þessi bát- ur þarna er árangur af starfi þeirra. Lengra hafa þeirenn ekki kornist. Fullkomnari róðrarbát til björgunar en þennan hafa þeir ekki enn getað búið til, enda er ekki að furða þótt langan tíma þurfi til þess að finna upp smíði og innrétt- ingu á bát eins og þessum. Báturinn er svo vandaður að smíði, efni og öllum frá- gangi, að lengra verðurakki komist. Hann tæmir sig samstundis þótt hann fylli, hann réttir sig undir eins þótt honum hvolfi. Hann týnir ekki úrsér neinu af far- viðnum, ekki svo mikið sem einum tolla eðaeinni ár þótt honum hvolfi og ef rétt er með allt farið og öll hand- tök rétt, þá á enginn af áhöfn bátsins að losna við hann þótt honum hvolfi. Þetta er meistaralegur út- búnaður. Það hefði verið gaman að hafa svona bát við hendina Utvegsbanki íslands Keflavík sendir uiðskiptouinum sínum á Suðurnesjum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farscelt komandi ár, með þökkfgrir uiðskiptin á árinu. Verslunarbanki íslands hf. Útibú - Keflavík óskar uiðskiptauinum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs, og þakkar uiðskiptin á rinu sem er að líða. suðurá Stafnesi þegar Jóns Forseta-slysið varð þar, þvi mennirnir sem voru þar við og horfðu upp á það sorg- lega slys, fullyrða að á svona bát hefði mátt takast að bjarga öllum mönnun- um. Þvílíkur þjóðargróði hefði það ekki verið að bjarga þarna 15 mannslíf- um á besta skeiði í saman- burði við að missa þá alla. Ræða Þorsteins er tals- vert lengri. Að lokum segir hann: Allt þetta afhendist hér með jaessu byggðarlagi, Sandgerði, til varðveislu, viðhalds og notkunar í þarf- ir alþjóðar. Þeir sem taka við stöðinni eru umboðs- maður Slysavarnafélagsins í Sandgerði, Björn Hall- grímsson, og formaður Sigurvonar, Eiríkur Jóns- son oddviti. Að lokinni ræðu Þor- steins hélt hátíðin áfram eft- ir boðaðri dagskrá. Strax var hafist handa um að ráða skipshöfn á Þorstein og var æft af miklu kappi og fóru fram 5 æfingar til áramóta. Skipshöfn Þorsteins var þannig skipuð 1929-1930: Formaður Sveinbjörn Ein- arsson, varaform. Guð- mann Grímsson Sandvik. Hásetar: Guðjón Eyleifs- son Stafnesi, Gunnlaugur Einarsson Hólkoti, Arn- laugur Einarsson sst., Ragnar Björnsson Sand- gerði, Eyjólfur Þorgilsson Þórshamri, Sigurður Guð- mundsson Norðurkoti, Ein- ar Gestsson Laufási, Stein- grímur Jónsson Tjörn, Árni Þórðarson Lindarbæ, Magnús Magnússon Veg- húsum, Sigurþór Ólafsson Stighúsum, Gisli Guð- mundsson Norðurkoti, Óskar Júlíusson Bursthús- um, Jón Jóhannsson Hjarð- arholti, Sigurbjörn Metúsa- lemsson Stafnesi, Magnús Sigurðsson Geirlandi, Páll Pálsson Hólshúsi, Arn- oddur Einarsson Hólkoti, Guðmundur Jóhannsson Fagurhlíð, Sveinn Guð- mundsson Sæbóli, Magnús Einarsson Hólkoti, Þor- steinn Jóhannsson Fagur- hlíð, Herbert Ólafsson Klöpp, Guðlaugur Egilsson Baldurshaga, Ármann Guð- jónsson Endagerði, Björn Eggertsson Stöðulkoti, Sig- urður Sigurðsson Háholti og Stefán Jóhannsson Kirkjubóli, alls 29 menn. Um þetta leyti er lagður vegur að Stafnesi fyrir frum- kvæði Slysavarnafélagsins, sem leggur peninga í vega- gerðina árið 1930, krónur 15.765,48, sem er um fjórði partur af tekjum félagsins það ár. Árið 1931 kr. 5.000 og 1932 kr. 2.500. Árið 1930 eru eignir SVFÍ í Sandgerði þessar: Björgunarbáturinn Þorsteinn .... kr. 12.452,02 Bátaskýlið m/vélum og áhöldum . kr. 13.580,31 Fluglínutæki með björgunarstól .. kr. 880,10 Tvö sett flotföt ................ kr. 576,24 Ýmis áhöld samkvæmt lista ....... kr. 900,15 Samtals kr. 28.390,82 Á Stafnesi hafði verið komið upp fluglínustöö og var verðmæti henna kr. 2.881,20. Alls eru eignir Slysavarnafé- lagsins 1930 kr. 62.842,11, þar af í Miðneshreppi 26.772,07, eða rúm 42%. Fyrsti rekstrarreikningur björgunarsveitar- innar í Sandgerði er frá árinu 1930 og er þannig: 1. Kostnaður við æfingar ....... kr. 1.031,50 2. Sjóvátr. af björgunarbátnum .. kr. 112,50 3. Brunatr. björgunarstöðvarinnar kr. 312,00 4. Slysatrygging skipshafnar .... kr. 338,81 Samtals kr. 1.689,81 Björgunarsveitin Skyggnir fær slöngubát Björgunarsveitin Skyggn- ir í Vogum hefur nýlegatek- ið í notkun slöngubát sem sveitin hefur keypt. Kaup- verð bátsins er kr. 114.000. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar björgunarsveit- armenn voru að koma úr reynslusiglingu á bátnum. eg-

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.