Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Page 39

Víkurfréttir - 13.12.1984, Page 39
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Æfingar á Þorsteini voru tíðar. Smá dæmi um æfing- ar. 28. sept. var björgunar- báturinn Þorsteinn dreginn landveg suður á Stafnes. Voru 10 menn við það. Næsta dag er bátnum róið frá Stafnesi suður í Hafnir og siglt þaðan til Sand- gerðis. Voru 20 menn i þeirri för. Æfingin gekk mjög vel og reyndist bátur- inn hið besta. 24. nóv. 1937. Komið í skýlið kl. 9.45, komnir á flot kl. 10.15, róið út í brimgarðinn, báturinn látinn vera allavega í brim- inu. Varði hann sig prýði- lega. Síðan siglt og þar á eftir skotið tveimur skotum. Bæði skotin hittu tilætlað- an stað, vegalengd 60 m, afdrif 10 m, skotið flatt við vind. Síðan róið í sleðann, skipshöfnin kyrr í bátnum meðan hann var dreginn á þurrt í sleðanum. Skips- höfnin óvanalega ánægð, æfingu lokið kl. 2. 15 menn tóku þátt í þessari æfingu. Árið 1944 er Þorsteinn endurbyggður og honum breytt úr teinæringi í vélbát með tveimur vélum og hann fluttur til Reykjavíkur. í stað Þorsteins var brimróðrar- bátur staðsettur í Sand- gerði er nefndur var Oddur V. Gíslason. Síðar var sett vél í þann bát og var hann í umsjá svd. Sigurvonar allt til ársins 1976 að hann var seldur og andvirði lagt í byggingarsjóð hinnar nýju björgunarstöðvar í Sand- gerði. Á lokadaginn 11. maí 1946 var björgunarstöðin i Örfirisey vígð og Þorsteini komið þar í naust. Þegar Þegar sænska vöruflutn- ingaskipið ,,Hanön“ strand- aði við Engey 27. des. 1953, var farið út að hinu strand- aða skipi á batnum. Svo illa tókst til við landtöku í eyj- unni að báturinn steytti á grynningum og skemmdist það mikið að ekki var talið ráðlegt að leggja í mikinn kostnað við að gera við hann, enda báturinn kom- inn til ára sinna og þá þegar farið að hyggja að nýjum björgunarbáti við Faxaflóa. Hlutverki hans var því lokið og hann settur til geymslu í Grímsstaðaholti. Hvernig sem á því stendur virðist björgunarbáturinn Þor- steinn hverfa úr hugum manna þar með í 10-15 ár. Þegar verið var að byggja hina nýju björgunarstöð í Sandgerði töluðu björgun- arsveitarmenn oft um að gaman væri að finna Þor- stein og koma honum heim aftur. Eftir margar fyrir- spurnir og ferðalög fannst báturinn við íbúðarhús í Skerjafirði. Þar var húsráð- andi Aðalsteinn Guðbjarts- son, hann hafði fengið að hirða bátinn, tekið hann heim og gripið í að gera við hann. Var nú talað við hann. Sagðist hann máð ánægju láta bátinn af hendi þegar Sandgerðingar væru til- búnir að taka við honum. Það erfyrstogfremstdugn- aði og áhuga þessa manns að þakkaað Þorsteinnertil í dag. Stuttu seinna dó þessi heiðursmaður. Þá hringdi sonur hans og bað björgun- arsveitina í Sandgerði að taka bátinn strax, þar sem hreinsunardeild Reykjavík- ur ætlaði að láta fjarlægja hann. Var þá báturinn sóttur og fluttur til Sand- gerðis. Hafði komið til tals ■að láta bátinn vera í hinni nýju björgunarstöð, en þegar til kom var ekki pláss þar fyrir hann. Björgunar- stöð sú sem byggð var 1929 er óbreytt og íeigu hrepps- ins og notuð sem slökkvi- stöð og birgðageymsla raf- veitu. Um 1980 var hætt að nota húsið. Það var fyrir skipu- lagi og átti að fjarlægjast. Félagar í Sigurvon sýndu áhuga á að fá húsið og ákvað hreppsnefnd að gefa þeim það ef þeir fjarlægðu það. Sótt var um leyfi til að staðsetja húsið á lóð björg- unarstöðvarinnar og var það leyfi veitt. Var steyptur grunnur og húsið flutt á hann. Það var byggt úr timbri, klætt bárujárni og er mjög traustbyggt, stærðin er 78m2 og 390 m3. Á þessu ári var sótt um styrk úr þjóðhátíðarsjóði og sýslu- sjóði til viðhalds á húsinu og til að ganga frá því og voru þeir veittir í báðum til- fellum. Verðurskiptumjárn á því, gólf steypt og ýmis- legt lagað. Þá verður komið að því að setja Þorstein á sinn gamla stað og hefja lagfæringar á honum sem mun taka langan tíma, því hugmyndin er að gera hann eins og hann var þegar hann kom fyrst til Sand- gerðis 1929. Félaga í Sigur- von bíður mikið starf við þetta, en þeir hafa áður sýnt að þeim er ekkert ómögu- legt og hefjast ótrauðir handa af sínum alkunna dugnaði og fórnfýsi. Björgunarbáturinn Þor- steinn er byggður af ,,The Thames Ironworks Co“ í London fyrir stríð (1914). Hann er af þeirri gerð sem Englendingar kalla ,,Self- rithing" og þýðir, að bátur- inn reisir sig við aftur sjálf- krafa þótt honum hvolfi eða stafnstingi. Báturinn er 35 feta langur, 8 fet og 6 þuml- ungar á breidd, 4 fet og 5/8 þumlungar á dýpt um miðj- una frá neðri brún kjöls á efri brún borðst. Frá efri brún hvalbaks aðframan og neðri brún kjöls er hæðin 6 fet og 5 þumlungar, en að aftan 6 fet og 514 þumlung- ur. Lengd endakassans er að framan 7 fet og 1 1/8 þumlungur og að aftan 6fet 10% þumlungur. Hæð hval- baks ofan þilfars er 3 fet og 11% að framan og 3 fet og 10% að aftan, breidd hval- baks um borðstokk er 6 fet og 11 þumlungar að framan en 7 fet og 4 þumlungar að aftan. Hæð frá grunnfleti að efri brún þilfars er 1 fet og 7 7/8 þumlungur. Hæðfráefri þilfarsbrún að efri þóftu- brún er 1 fet og 'k þumlung- ur. Hæð frá þóftubrún upp á hástokkinn (borðstokkinn) er 81/2 þumlungur. Báturinn er tvísigidur, með stórsegli og fokku á frammastri og þrihyrnu á afturmastri. Hann hefur 10 árar. Báturinn vegur alls 3700 kg. Hann ristir 17% þumlung tómur, 21 5/8 þumlung full- menntur með áhöldum. 30 menn þarf á borðstokk auk skipshafnará sínumstaðtil að sjór renni inn á þilfar ef sjór er sléttur. Kjölur báts- ins, það af honum sem er úr tré, er úr kanadískum kletta- álmviði. Stefnin eru úr eik. Böndin úr kanadisíkum klettaálmviði. Byrðingurinn úr ,,Honduras mahogny" tvöfaldur, þannig að hvort borðið kemur þvert hvað á annað og er það gert til að byrðingurinn verpi sig ekki. Milli borðanna er hafður dúkur úr sérstöku efni sem í er borin sérstök Kmkennd kvoða. Þilfarið er úr „Honduras mahogny" og sömuleiðis flestir þilfarsbit- arnir, á nokkrum stöðum eru þeir úr eik. Báturinn er seymdur úr galvaniseruðum kopar- saum sem sérstaklega er vandað þar eð gæði efnis- ins geta ekki komið að full- um notum hversu sem til þess er vandað, nema sér- staklega vel sé gengið frá allri seymingu. Báturinn var þannig sjósettur, að þegar vagninn kemur út í sjóinn voru framhjól losuð frá með einu handtaki, en við það sporreistist vagninn og bát- urinn þýtur fram úr honum. Stærð bátsins mun vera um 8 tonn. 1. desember 1984. Kristinn Lárusson Viðskiptavinir athugið: Um áramótin breytist auglýsingasími okkar. Nýja númerið verður þá 4717 VÍKUR-fréttir GLEDILEG JOL GOTT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR með bestu þökkum fyrir samskiptin á árinu. VERSL UNA RMA NNA FELAG SUDURNESJA Sendum öllum íbúum Grindavíkur svo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir. BÆJARSTJÓRN GRINDA VÍKUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.