Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 40

Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 40
JOLABLAÐ VÍKUR-fréttir GLEÐILEG JÓL Fengsælt komandi ár Þeir sem ætla að fá felld net hjá okkur fyrir komandi vertíð, hafið samband sem fyrst. NETANAUST Iðavöllum 2 - Keflavik - Sími 3275 „Ég er nú að hugsa um að fara að hætta“ - segir Jóhann Jónsson, kennari við Gerðaskóla Jóhann Jónsson er fæddur á Sigurðarstöðum i Seyðisfirði þann 27. sept. 1918. Jóhann ólst upp á svokölluðum Eyrum viö Seyðisfjörð, á heimili foreldra sinna, þeirra Jóns Bergmanns Guðmundssonar og Sesse- líu Sigurborgar Guðjónsdóttur. Jóhann er kvæntur Önnu Birnu Björnsdóttur og eiga þau 7 börn, ein 17 barnabörn og eitt barnabarna- barn. Þau Anna fluttu suður i Garð árið 1960 og siöan hefur Jóhann verið Jói kennari i hugum flestra Suðurnesjamanna. Er þó þekktastur fyrir gamansemi, skáldskap, grin og spaug á leiksviði og brennandi áhuga á iþróttum. ,,Já, þó ég sé nú orðinn langafi, þá er ég alltaf jafn ungur þegar ég sé stráka í fótbolta eða eitthvert sprikl. Þá gleymi ég því hvað ég er orðinn gamall". Jóhann hlær við, notalegum, kumr- andi hlátri. Verkalýðs- og sjómannafélag^ Keflavíkur og nágr. sendir félagsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjabúum bestu óskir um gleðileg jól, gott og fursœit komandi ár, og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Verka kvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur sendir félagsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjabúum bestu óskir um gleðileg jói, gott og jarsœit komandi ár, og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Byrjaðir þú snemma að stunda iþróttir? ,,Já, fótbolta kynntist ég sem smáþottormur, en var nú kominn til unglingsára þegar ég byrjaði að stunda íþróttir reglulega. Ég fór á vertíð til Vestmannaeyja og kynntist frjálsum íþróttum þar. Sumarið eftir fékk ég snert af berklum og lá um tíma. Það átti helst að setja mig inn á sjúkrahús, en þangað höfðu nokkrir farið sem ég þekkti. Sumir höfðu ekki komið aftur, dáið á spítalanum. Ég gat ómögu- lega farið að deyja þar líka, ég gat alveg eins dáið heima hjá mér. Þetta var mér mikil reynsla að veikj- ast af berklum, maður var dálítið hugsjúkur út af þessu, vitandi það að þetta gat leitt mann til dauða. Vegna þessa var ég heima um veturinn á meðan aðrir fóru á vertíð og lifði eins og kóngur. Mamma hugsaði vel um mig, því ég var mátt- farinn nokkuð. Og ég hresstist við. Svo fór ég að æfa íþróttir um vorið til að ná upp kröftum og varð bara alveg eins og stálfjöð- ur, og hef ekki kennt mér meins síðan. Síðan fór ég á Eiðaskóla. Þar var leikfimi- kennari Þórarinn Sveins- son. Þar æfði maður frjálsai; fimleika og allt mögulegt. Svo var maður að keppa upp frá því af og til, alveg þangaö til ég kom suður 1960“. Hvernig var iþróttamál- um hóttafi þá? ,,Sko, Viðir er stofnaður 1936 en starfsemin lá niðri um þetta leyti. Þegar ég kem hingað haustið 1960, þá byrja ég í fótbolta með strákunum í skólanum. Nú, það fréttist náttúrlega að nýi kennarinn væri alveg vitlaus í fótbolta, hann væri alveg fótboltaidíót, alltaf í fótbolta við litlu strákana. Ég var nú 42 ára þá. Jú, jú, svo endurreistum við félagið þá upp úr þessu, Víði. Ég og Siggi Ingvars og Bergmann Þorleifsson, það voru aðallega við þrír sem stóðum að þessu. Þetta var held ég 1964, man það ekki alveg. Við vorum að vinna í skólanum og datt þetta í hug. Þetta var nú bara til gamans svona fyrst, við tók- um ekki þátt i deildakeppni eða slíku þá. Svo fórum við að keppa við Hrönn í Reykjavík, það voru fyrstu leikirnir". Lékstu með Viði? ,,Já, þá lék ég með. Ég lék síðasta leik minn fyrir Víði, kappleik á ég við, 49 ára gamall. Þá lék ég með 2. flokki Viðis gegn færeysk- um gestum með Ómari syni mínum, Sigga í Nýlendu, sem nú er í apótekinu, og fleirum. Við skoruðum sitt markið hvor við Ómar. Leikurinn fór 2:2. En ég hætti ekki að æfa, ég fór oft á æfingar eftir þetta. Maður var náttúrlega orðinn of gamall. Seinna gerði ég um þetta leikrit, sem leikfélagið flutti þegar ég varð sextug- ur. Það fjallaði um knatt- spyrnumann sem er orðinn of gamall en veit það ekki „Sumarið eftir fékk ég snert af berklum'1

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.