Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Side 18
A msterdam er einstaklega falleg borg sem gaman er að heimsækja. Hún er ekki stór en hefur alla kosti stór- borgar. Rúmlega 800.000 manns búa í borginni en 1,6 milljónir þegar nærliggjandi svæði eru talin með. Hún er gömul og þétt- byggð með góðum almenningssamgöngum svo auðvelt er að komast á milli staða. Líka er hægt að notast við uppáhaldsfararmáta inn- fæddra; hjólreiðar, en hjólaleigur eru víða um borgina. U-laga síkin í miðborginni eru einkenn- ismerki borgarinnar og setja mikinn svip á hana. Sömuleiðis gömlu mjóu húsin í miðborg- inni, sem hallast hvert að öðru sér til stuðnings. Óhætt er að mæla með gönguferð í ljósaskipt- unum en Amsterdam er rómantísk borg í eðli sínu. Þrjú söfn og tónleikahöll Mikið er um að vera fyrir ferðamenn í borginni og auðvelt að finna sér eitthvað að gera. Eitt af því sem er sérstaklega gaman að gera í borg- inni er að sækja söfn borgarinnar heim. Þar er einn áfangastaður augljósari en annar en það er svokallað Museumplein eða Safnatorg en við þetta stóra opna svæði standa Rijksmuseum, Stedelijk-safnið og Van Gogh-safnið auk Con- certgebouw, tónleikahúss borgarinnar. Rijksmuseum er risastórt þjóðarsafn sem var opnað á ný eftir tíu ára endurbætur í apríl 2013. Safnkosturinn er heimsfrægur en í 80 galleríum er hægt að skoða 8.000 hluti sem fara yfir 800 ára listasögu Hollands frá miðöldum til Mondrian. Á meðal frægustu verka safnsins eru Næturverðir Rembrandts og Mjólkurstúlka Vermeers. Stedelijk-safnið er nútímalistasafn en safnið á gott úrval verka eftir Malevich og líka Cézanne. Líka má skoða þarna skúlptúra, iðnhönnun, ljósmyndir og innsetningar. Safnið var endur- hannað og nýr vængur opnaður í september 2012. Síðasta safnið í þessari upptalningu er Van Gogh-safnið, sem opnað var í júní 1973. Safn- byggingarnar eru teiknaðar af Gerrit Rietveld og Kisho Kurokawa. Nýr inngangur, glerbygg- ing á milli húsanna tveggja, var síðan opnaður í september síðastliðnum. Þetta nýja svæði auð- veldar safninu að taka á móti vaxandi fjölda gesta. Ekki veitir af en árið 2013 heimsóttu safnið 1,4 milljónir manna og var það þá annað mest sótta safn landsins og númer 35 í röðinni á heimsvísu. Árið 2014 voru gestirnir 1,6 millj- ónir. Vel er hægt að mæla með því að spara sér tíma í röð fyrir utan safnið með því að kaupa miða fyrirfram á netinu. Eins og nafnið gefur til kynna býr safnið yfir mesta fjölda Van Gogh-málverka og -teikninga á einum stað í heiminum. Endurbætur síðustu ára hafa síðan gert safn- atorgið sjálft að skemmtilegum stað til útivistar en þar er kjörið að hvíla hugann og anda að sér frísku lofti áður en næsta safn er heimsótt. Ljósmyndir/Wikipedia Nýja viðbyggingin við Van Gogh-safnið. AMSTERDAM ER GÓÐ HEIM AÐ SÆKJA Skemmtilegt safnatorg AMSTERDAM ER FALLEG BORG SEM BÝR YFIR MIKILLI MENNINGAR- SÖGU OG FJÖLDA SAFNA SEM GAMAN ER AÐ SÆKJA HEIM FYRIR UTAN AÐ VERA EINSTAKLEGA RÓMANTÍSK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Borgin nýtur sín vel í ljósaskiptunum. Rijksmuseum og safnatorgið í forgrunni. Nútímalistasafnið Stedelijk. Ferðalög og flakk *Ferðamálastofa Finnlands, Thisis-FINLAND, hefur látið búa til lyndis-tákn fyrir þjóðina og segist verafyrsta landið til að gera svo. Fyrstuþrjú lyndistáknin eru sánan (finnsktpar í gufubaði), sá óbrjótanlegi(mynd af Nokia 3310) og flösuþeyt- arinn (rokkari að sveifla makk- anum). Fleiri tákn eru á leiðinni. Finnsk lyndistákn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.