Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Page 22
M iklu máli skiptir að skipulag og innréttingar passi vel ásamt góðu skápaplássi og að gólfefni séu góð. Mér finnst líka mik- ilvægt að blöndunartæki séu góð,“ útskýrir Katrín og bætir við að lýsing skipti einnig gríðarlega miklu máli við innréttingu heim- ilisins auk þess sem litir gefi heimilinu hlý- legan blæ. Katrín er alin upp á Skaganum en hefur verið búsett í Reykjavík síðastliðin þrjátíu ár. Hún segir heimilið einkennast af einföld- um og stílhreinum stíl með áherslu á snyrti- mennsku. Aðspurð hvert Katrín sæki innblástur fyrir heimilið nefnir hún dóttur sína. „Hún ætti að vera innanhússhönnuður, það er alltaf svo flott og fínt hjá hennar fjölskyldu. Dóttir mín er alltaf að breyta, mála og gera spennandi hluti fyrir heimilið.“ Katrín heldur mikið upp á vörur frá Sia, Rosendahl og Iittala en segist jafnframt versla víða. „Þegar ég sé flott húsgögn og annað þá kaupi ég það, þó er enginn ein- hver sérstakur staður í uppáhaldi.“ Spurð um eftirlætisstaðinn á heimilinu nefnir Katrín baðherbergið. „Þar sem ég hef ekki verið með baðkar í tólf ár elska ég að fara í kósí froðu- og kertaljósabað á kvöldin og láta þreytuna líða úr mér. Svo er útsýnið úr íbúðinni eins og málverk á hverj- um degi, alveg dásamlegt,“ útskýrir hún og bætir við að hún sjái sólina setjast, norður- ljós, fuglana synda á vatninu, lífið á golfvell- inum og fleira. „Þetta er algjör draumur.“ Katrín Theódórsdóttir flutti nýverið í fallega íbúð við Urriðavatn í Garðabæ. Morgunblaðið/Eva Björk Útsýnið er eins og málverk KATRÍN THEÓDÓRSDÓTTIR FLUTTI NÝVERIÐ Í GLÆNÝJA ÍBÚÐ VIÐ URRIÐAVATN Í GARÐABÆ. KATRÍN SÁ SJÁLF UM VAL Á INNRÉTTINGUM, GÓLFEFNUM OG TILHEYRANDI OG LEGGUR MIKIÐ UPP ÚR ÞVÍ AÐ HEIMILIÐ SÉ STÍLHREINT OG SNYRTILEGT. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is STÍLHREINT OG SNYRTILEGT HEIMILI VIÐ URRIÐAVATN Hlýlegt í forstofunni. Málverkið eftir listamanninn Kai keypti Katrín nýlega. Eldhúsið er vel skipu- lagt, stílhreint og snyrtilegt. Innrétting- arnar fékk Katrín hjá HTH en gólfteppið er úr Rúmfatalagernum. Heimili og hönnun Jólamarkaður á Sjóminjasafninu Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Þorkell Litlu jólin Skyrgámur mætir í Þjóðminja- safnið *Jólamarkaður Sjóminjasafnsins íReykjavík verður haldinn umhelgina í Grandagarði 8, 101Reykjavík. Markaðurinn er opinnalla helgina á milli kl. 10:00-17:00.Á þessum líflega markaði má geragóð kaup á ýmiss konar íslensku handverki til jólanna eða í jóla- pakkann. Dalvegi 10-14  201 Kópavogi  595 0570  Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.