Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Page 26
Óskar Finnsson
bregður á leik við
matargerðina.
GEGGJAÐIR RÉTTIR ÚR AFGÖNGUM
Klúbbsam-
loka og salat
Á MBL.IS ER FYRSTI MATREIÐSLUÞÁTTURINN
KORTER Í KVÖLDMAT FARINN Í LOFTIÐ. ÞAR VAR
ELDAÐUR DÝRINDIS KJÚKLINGUR Í PARMASKINKU
MEÐ KARTÖFLUM. VIÐ SÝNUM HÉR HVAÐ MÁ
GERA VIÐ AFGANGANA.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Klassískar klúbbsamlokur má
finna alls staðar, en þær eru
framreiddar á búllum jafnt sem
fimm stjörnu hótelum. Uppi-
staðan er kjúklingur, beikon,
salat, tómatar og majones en
hér er notast við afganga, kjúk-
lingabringur með gorgonzola,
vafnar í parmaskinku.
UPPSKRIFT
kjúklingabringa vafin í
parmaskinku, hituð smá í
örbylgju
salatblað
tómatur skorin í sneiðar
majónes
baguette-brauð eða ristað
franskbrauð
kartöflur (hitaðar í ör-
bylgju)
Takið brauð og smyrjið með
majónesi, raðið saman skornum
kjúklingnum, tómötum, sal-
atblaði og hituðum kartöflum.
Njótið.
Matur
og drykkir
Morgunblaðið/Ásdís
*Hver kannast ekki við að eiga litla ostbitasem liggja oft vafðir í plast eða álpappír ogtýnast gjarnan lengst inni í ísskáp? Þeir finnastsvo löngu síðar, grjótharðir eða illa lyktandi.Gott ráð er að hafa plastílát með góðu lokiog henda bitunum þar í og frysta. Ekkert máler að blanda ólíkum tegundum saman í box-
ið. Svo má taka út einn og einn ostbita og
nýta í sósuna eða til að gratínera mat.
„Trixið“ hans Óskars
G&P salat
Tilvalið er að búa til
gott salat úr afgöng-
um. Aðferðin er frjáls
en uppistaðan er af-
gangar af parma-
kjúklingi og kart-
öflum.
UPPSKRIFT
rúkóla eða annað
salat
tómatar
kjúklingur
kartöflur
Bæta má við því sem
til er í ísskáp, t.d.
avókadó, papriku eða
öðru grænmeti.
DRESSING
sýrður rjómi
safi úr ½ sítrónu
gorgonzola ostur
Blandið þessu vel
saman. Má krydda
eftir smekk, t.d. með
smá karríi eða te-
skeið af dijon-sinnepi
til að fá allt annað
bragð.
Ó
skar Finnsson kennir
nú Íslendingum að
elda góða og auð-
velda rétti í nýjum
þætti á mbl.is. Þar sýnir hann á
fimm mínútum hvernig má gera heim-
ilismat á stuttum tíma, mat sem allir í fjölskyldunni munu
borða. Óskar vill að fólk eldi ríflega, því að nýta má afganga í
dásamlega rétti og slá þá tvær, ef ekki þrjár, flugur í einu höggi. Í
fyrsta þættinum eldaði Óskar kjúklingabringur fylltar með gorgon-
zola og vafðar í parmaskinku, en þá uppskrift má finna á mbl.is.
Hér eru tvær aukauppskriftir úr afgöngum og eru þær ekki af
verri endanum. Klúbbsamloka og G&P-salat að hætti kokksins
mun slá í gegn á blautum og köldum mánudegi, því getum við lof-
að. Hægt er að fylgjast með á facebook og instagram undir nafn-
inu korter í kvöldmat.
„Club
sandwich“