Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Qupperneq 44
Meðan á viðtalinu við skipverjana áPétri Jónssyni RE stóð vaknaði súhugmynd að þeir myndu hitta Sól- eyju Eiríksdóttur, sem þeir tóku þátt í að bjarga úr flóðinu. Sunnudagsblað Morgun- blaðsins hafði í framhaldinu samband við Sól- eyju sem tók beiðni blaðsins afar vel. „Að sjálf- sögðu er ég tilbúin að hitta þessa menn,“ sagði hún. Auk sexmenninganna sem komu í viðtalið mættu Sigurður Þórsson og Ingþór Sigurðs- son til fundarins í Norræna húsinu en sá síð- arnefndi hélt í höndina á Sóleyju meðan verið var að losa hana úr rústunum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Sól- ey faðmaði skipverjana að sér, einn af öðrum. „Takk fyrir að gefa mér tækifæri til að hitta ykkur,“ sagði hún en með í för var sex ára dóttir Sóleyjar, Vilborg Saga Stefánsdóttir. „Þetta gerir hlutina mjög raunverulega og færir okkur ennþá nær þessum atburðum,“ segir Ólafur William Hand þegar hópurinn hefur sest niður með Sóleyju yfir kaffibolla. „Við erum allir mjög þakklátir fyrir að fá að hitta þig.“ Sóley upplýsir að hún hafi allt frá upphafi vitað að skipverjar á Pétri Jónssyni tóku þátt í leitinni en hitt vissi hún ekki, að þeir hefðu komið beint að því að finna hana. „Við vorum allir tuttugu árum yngri þá – og betur á okkur komnir,“ segir Ólafur. Þau hlæja. Var lífhrædd lengi á eftir Þessi erfiða lífsreynsla hafði að vonum djúp- stæð áhrif á Sóleyju en auk þess að týnast sjálf missti hún systur sína, Svönu, í flóðinu. „Þetta lá mjög þungt á mér. Ég var mjög lífhrædd lengi á eftir og bjóst við að deyja ung,“ segir hún áhöfninni. „Ég var frekar ráðvilltur ung- lingur en eftir því sem frá leið gekk mér betur að vinna úr þessu. Mér líður mjög vel í dag.“ Hún segir margt hafa breyst þegar hún eignaðist dóttur, Margréti Nótt, með eig- inmanni sínum, Stefáni Reynissyni, fyrir tíu árum. Þau eiga nú þrjár dætur, Vilborg Saga er sex ára og Elísa Dögun eins og hálfs. „Í dag hugsa ég allt öðruvísi. Horfi bara fram á veg- inn,“ segir Sóley sem er sagnfræðingur að mennt. Hún segir mikilvægt að tala um lífsreynslu af þessu tagi. „Það hjálpaði mér heilmikið og það er frábært að þið séuð farnir að hittast til að vinna úr þessu saman. Fólk þarf að tala sig út úr svona lífsreynslu.“ Skipverjar segjast oft hafa hugsað til Sól- eyjar og velt fyrir sér hvað hafi orðið um hana. Það gleður þá því að vonum innilega að henni hafi gengið vel að vinna úr reynslu sinni og fundið fjölina sína í lífinu. Sóley flutti á höfuðborgarsvæðið ásamt for- eldrum sínum eftir flóðið og fer ekki oft vestur. „Ég hef stundum farið á sumrin en annars á ég ekki margt fólk eftir á Flateyri. En staðurinn er alltaf jafnfallegur og á vísan stað í hjartanu. Pabbi er fæddur þar og uppalinn.“ Snjóflóðið á Flateyri er og verður alltaf part- ur af Sóleyju Eiríksdóttur og það vita allir í kringum hana, líka eldri dætur hennar. Vil- borg Saga skilur ekki mikið í því ennþá en Mar- grét Nótt hefur, að sögn móður hennar, velt þessu talsvert fyrir sér enda nálgast hún nú þann aldur sem Sóley var á þegar flóðið féll. BA-ritgerð Sóleyjar í sagnfræði við Háskóla Íslands fjallaði um snjóflóðið og hún vinnur nú að bók um atburðinn, þar sem fjallað verður bæði um hennar eigin reynslu og annarra Flat- eyringa. Fyrirhuguð útgáfa er á næsta ári. „Allir mjög þakklátir fyrir að fá að hitta þig“ Sóley Eiríksdóttir er nú 31 árs að aldri. Morgunblaðið/RAX bergmálaði í hlíðinni. Mannslíf er manns- líf! Skipverjar gerðu fá hlé á leitinni yfir dag- inn, komu þó stuttlega í samkomuhúsið, þar sem fólk safnaðist saman, til að nærast og safna kröftum. Þeir segja ástandið þar hafa verið skelfilegt enda beið fólk milli vonar og ótta allan daginn og fram á kvöld. „Það var ofboðsleg depurð og sorg ríkjandi,“ segir Birgir. „Það var mjög erfitt að koma þarna inn, menn gleyptu bara í sig og fóru út aftur,“ bætir Friðgeir við. Sjóveikir afleysingamenn Smám saman bættist í hóp björgunarmanna, lækna og hjúkrunarfræðinga, fyrir atbeina þyrlna Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þá voru nokkrir sér- þjálfaðir snjóflóðaleitarhundar fluttir á svæð- ið. Um miðjan daginn kom hópur með skipi frá Patreksfirði. Klukkan 19:10 var tilkynnt að allir væru fundnir nema litla barnið á Hjallavegi 10. Varðskipið Ægir lét úr höfn í Reykjavík með ríflega hundrað manns um borð snemma um morguninn og kom til Flateyrar klukkan 19:30. Hálfum öðrum tíma síðar kom annað varðskip, Óðinn, frá Grundarfirði. Afar vont var í sjóinn og fyrir vikið var margt af því fólki sem kom með varðskip- unum illa haldið af sjóveiki og ekki í neinu standi til að taka þátt í leitinni strax. Leit- armennirnir að sunnan áttu að leysa hina af Skipverjarnir á Pétri Jónssyni RE-69: Erlingur Birgir Kjartansson, Friðgeir Bjarkason, Ragn- ar Þór Ólason, Kristján Sigurður Pétursson, Ólafur William Hand og Pétur Blöndal. Sóley Eiríksdóttir sagðist í samtalivið Morgunblaðið, daginn eftir aðflóðið féll, hafa verið viss um allan tímann að henni yrði bjargað. Henni hefði þó brugðið þegar leitarmaðurinn sem kom fyrstur á vettvang hélt aftur á braut. „Ég var orðin svolítið hrædd en síðan heyrði ég einhver læti í herberginu við hliðina á mínu og gerði mér grein fyrir að margir menn væru komnir þangað inn,“ sagði hún í samtali við Sindra Freysson blaðamann. „Ég róaðist mikið þegar ég vissi að þeir voru nálægt. Þeir ætluðu að brjóta vegginn á milli herbergjanna en byrjuðu of ofarlega, þannig að ég varð að lyfta höfðinu upp til að sjá þá. Þá hrundi snjór ofan á mig. Hann er kallaður Stebbi Dan [Stefán Daníelsson] sem fann mig og spurði hvað ég héti og hvað ég væri gömul. Ég svaraði og sagði að mér liði ágætlega. Vinstri höndin var þó orðin ísköld og máttlaus þannig að ég gat ekki hreyft hana. Ég var líka öll skorin, sennilega eftir glerbrotin úr rúðunni, en ég fann ekki fyrir rispunum og skrám- unum þá og brosti bara þegar þeir komu. Þá var ég viss um að allt væri í lagi. Síðan skriðu þeir inn um gatið og grófu sér leið gegnum gluggann. Húsið var komið í algjörar tætlur, en ég lá þannig að þeir þurftu að saga í sundur kassann sem skorðaði mig fasta. Kassinn var fullur af snjó svo að þeir gátu ekki hreyft hann og urðu að toga mig upp á höndunum. Það var mjög óþægilegt, en ég gat hjálpað þeim aðeins með því að sparka með fótunum. Það var voðalega gott að losna. Ég gat ekki hreyft mig mikið vegna kuldans enda beið ég allan tímann bara í nærbuxum og bol og lá ofan á sænginni og snjónum.“ Sóley sagði að sér hefði sýnst her- bergið sitt furðu heillegt, t.d. hefði skrif- borðið hennar verið óbrotið. Hún var flutt í mötuneyti Kambs þar sem læknar tóku við og hlúðu að henni. „Þegar ég var komin í mötuneytið spurði ég hvort þeir hefðu fundið Svönu, en þeir vissu ekkert um hana. Ég lýsti herberginu hennar og þeir fóru fljótlega af stað til að athuga það.“ Svana, systir Sóleyjar, lést í flóðinu. Hún var nítján ára.Sóley Eiríksdóttir daginn eftir flóðið. Morgunblaðið/Þorkell Viss um að henni yrði bjargað Hamfarir 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.