Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015
Málþing verður haldið í Hátíðarsal Háskóla
Íslands í dag, laugardag, frá klukkan 13 til 15,
um tengsl Íslands og Danmerkur og sjálf-
stæðisbaráttu Íslendinga. Fjallað verður nýjar
rannsóknir á dagbókum Kristjáns X og hvaða
mynd þær gefa af viðhorfum konungs til auk-
ins sjálfstæðis Íslands og kynnum hans af Ís-
lendingum. Borgþór Kjærnested sagnfræð-
ingur fjallar um skrif Kristjáns konungs X um
Íslands í dagbækur sínar; Auður Hauksdóttir
prófessor fjallar um sjálfstæðisbaráttuna og
viðhorf Íslendinga til danskrar tungu; og Bo
Lidegaard, ritstjóri á Politiken, fjallar um
Kristján X og spurninguna um sjálfstæði Ís-
lands. Málþingið er haldið í tilefni þess að öld
er liðin síðan dönskukennsla hófst við H.Í.
MÁLÞING UM TENGSL LANDA
SJÁLFSTÆÐIÐ
Kristján tíundi á Íslandi. Fjallað verður um rann-
sóknir á skrifum um Ísland í dagbókum hans.
Akureyrarkirkja. Meðal söngvaranna eru Björg
Þórhallsdóttir og Ágúst Ólafsson.
Morgunblaðið/Ómar
Sjötíu og fimm ára vígsluafmæli Akureyrar-
kirkju er fagnað nú um helgina. Dagskráin
hefst í dag, laugardag, með sýningum á tón-
listarævintýrinu „Lítil saga í orgelhúsi“ eftir
Guðnýju Einarsdóttur orgelleikara. Flytj-
endur eru höfundurinn og Bergþór Pálsson,
sem er sögumaður. Sýningarnar eru kl. 13 og
14.30. Meðal dagskráratriða á sunnudag eru
sunnudagaskóli kl. 11 og hátíðarmessa kl. 14.
Um kvöldið kl. 20 verða tónleikar til styrktar
Ljósberanum, líknarsjóði kirkjunnar. Meðal
annars koma fram Kór, Stúlknakór og Eldri
barnakór Akureyrarkirkju og einsöngvarar
með hljómsveit sem einnig flytur meðal ann-
ars kantötu eftir J.S. Bach.
VÍGSLUAFMÆLI Á AKUREYRI
LJÓSBERINN
Sigurður Sigurjónsson
leikur einn ástsælasta lista-
mann þjóðarinnar á síð-
ustu öld, Jóhannes Sveins-
son Kjarval, í nýju útvarps-
leikriti eftir Mikael Torfa-
son, Síðustu dagar Kjar-
vals, sem verður frumflutt
í Útvarpsleikhúsi Rásar 1 á
morgun, sunnudag, kl. 13.
Leikstjóri er Una Þorleifs-
dóttir. „Árið er 1968 og Kjarval býr á Hótel
Borg. Það er sótt að honum að gefa þjóðinni,
eða í það minnsta Reykvíkingum, allt sem
hann á og hlunnfara þannig afkomendur sína.
Hvað gerir listamaðurinn sem gaf þjóð sinni
allt sitt líf og fórnaði öllu til að verða lista-
maður Íslands?“ Samkvæmt kirkjubókum
fæddist Kjarval 15. október 1885 en taldi
sjálfur að hann hefði fæðst í nóvember. Verk-
ið er því frumflutt núna til að minnast þess
að 130 ár eru liðin frá fæðingu hans.
ÚTVARPSLEIKRIT FRUMFLUTT
VERK UM KJARVAL
Mikael
Torfason
Menning
S
íðustu mánuði hefur mátt skoða á
Kjarvalsstöðum hrífandi og
óvenjulega sýningu með allra-
handa teikningum og rissi þjóð-
arlistamannins dáða, Jóhannesar
Sveinssonar Kjarval (1885-1972). Út á spáss-
íuna – Textar skissur og pár í list Kjarvals
er heiti sýningarinnar, sem lýkur fyrir mán-
aðamótin næstu, en nú hefur Crymogea gef-
ið út veglegt bókverk í stóru broti með sama
heiti, Út á spássíuna, hvar í fyrsta skipti
birtist á bók viðamikið úrval slíks „hvers-
dagsefnis listamannsins“, eins og höfundar
hennar, Kristín G. Guðnadóttir og Æsa Sig-
urjónsdóttir, skilgreina
þennan viðamikla þátt í
sköpun Kjarvals. Þær
segja hér opnaðar „glufur
inn í einkaheim sem fram
til þessa hefur verið al-
menningi lítt kunnur. Í
huga hans var texti ekki
ofar mynd, eða mynd út-
færsla á texta, heldur var
samruni skriftar og teikningar aðferð til að
sprengja upp flötinn og afnema mörk mynd-
listar og ritlistar“. Og þær bæta við að í
þessum skissum, rissum, teikningum og pári
megi sjá Kjarval „ljóslifandi að störfum með
penna eða pensil á lofti. Hann teiknar og
skrifar, yrkir ljóð, kastar fram tækifærisvísu,
ritar sendibréf, rissar upp hugmyndir og
hripar skilaboð á umslag eða pappírssnifsi
með bleki, blýanti eða tússi, ætíð af styrk og
sköpunarkrafti sem á sér vart sinn líka í ís-
lenskri listasögu“.
Kjarval varð í lifanda lífi sannkallaður ást-
mögur þjóðarinnar, dáður fyrir málverk sín
og ævintýralega og upphafna túlkun á land-
inu og náttúrunni. En við að skoða þessi
verk á sýningunni og á síðum bókarinnar má
velta fyrir sér hvernig hann hafi gert alla
sína tilveru að einum stórum og áhrifamikl-
um listrænum gjörningi, þar sem hann var
svo auðsjáanlega að mörgu leyti á undan
sinni kynslóð og þá mögulega að sá fræjum
hugmynda og nálgunar í listinni sem síðar
blómstruðu í verkum listamanna hér áratug-
um síðar.
Dreifir um sig listaverkum
Höfundar bókarinnar kalla það áráttu hjá
Kjarval að varðveita allt og ekkert og það
megi glögglega sjá í eigum hans sem varð-
veittar eru í Listasafni Reykjavíkur. Halldór
Laxness lýsti þessu svo: „Kjarval dreifir
kring um sig listaverkum af óþrotlegri auð-
legð, hvar sem hann er staddur, án þess að
hirða hvort það efni, sem af tilviljun hefur
orðið miðill hans í svip, er hæft til að varð-
veita myndina; þannig eru sum snilldarverk
hans gerð á lítilfjörleg vasabókarblöð, papp-
írspentudúka, salernapappír og þvílíkt efni
óvandað.“
Stefnuskrá listamannsins?
Eitt verkið hér hefur einkum slegið marga
sem það hafa séð, þótt það láti í raun lítið
yfir sér. Á blöð í einni skissubóka sinna hef-
ur Jóhannes Kjarval skrifað aftur og aftur,
með þráhyggjukenndum hætti, sama orðið:
starfa, starfa, starfa … Erum við að horfa á
stefnuskrá listamannsins, stefnuskrá þar sem
hann brýnir sig áfram, til að slaka aldrei á,
helga líf sitt starfinu, vinnunni í þágu list-
arinnar? Er hægt að líta með öðrum hætti á
þessa áhrifamiklu endurtekningu? Eftir að
hafa kafað hrifinn í ævistarf Kjarvals, og hið
margbreytilega safn hans á Kjarvalsstöðum,
sagði hinn kunni sænski listamaður Andreas
Eriksen við mig að það verkanna sem hefði
hreyft mest við honum, hjálpað honum að
skilja nálgun listamannsins hvað best, hafi
einmitt verið þessi blöð, sjálfsbrýningin um
að starfa starfa starfa …
Eins og Halldór Laxness orðaði það rétti-
lega, þá dreifði Kjarval listaverkunum kring-
um sig. Það voru ekki bara hinir stóru strig-
ar, sem aðdáendur börðust um við opnun
sýninga hans þegar leið á ævina, heldur
færði hann vinum bækur áritaðar með þess-
ari flúruðu rithönd, hann teiknaði fjöll á
munnþurrkur, sendi vinum bréfspjöld með
fuglateikningum, hyllti skáld með tækifær-
isvísum þar sem fígúrur luktust um orðin;
maskínupappírinn utan um gjafir eða mál-
verk var allur skreyttur. Orð og myndir
urðu eitt. Sjálfur fann ég í myndaalbúmi í
Skotlandi fyrir nokkrum árum sendibréf með
nokkrum fagurlega teiknuðum örkum, slík
verk eftir Kjarval má sjá á heimilum víða
um land; hann skildi þessa sérstöku slóð
hug- og handverka eftir sig og virðist alls
ekki hafa haft varanleika sköpunarverkanna
í huga, heldur var þetta sá víðfeðmi úthalds-
gjörningur sem líf hans var.
Hluti af lífsmáta
Kjarval kemur afskaplega víða við í þessum
rissum, skissum, pári og teikningum. Í röð
skissa veltir hann fyrir sér húsum sem eiga
að þola storm og jarðskjálfta. Hér eru ýmsar
útgáfur af afmæliskveðjum og annars konar
hyllingum. Útflött mús birtist á einni mynd,
í öðrum skrifar listamaðurinn nafn sitt síend-
urtekið, með tilbrigðum. Portrett og kvenfíg-
úrur, harpa skáldsins, veðurteikningar (á
einni drungalegri stendur: Borgarfjarðar-
morgunsunnanátt), bókakápur listamannsins,
blóm, klettar, sveitabæir, fákar og hraun. Og
skapað með þeim skriffærum eða litum sem
virðast hafa verið við höndina hverju sinni, á
allrahanda pappír og bréfsefni.
Í skrifum sínum í bókinni Út á spássíuna
bendir Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur á
að list Kjarvals hafi orðið til á jaðri evr-
ópskrar framúrstefnu og að eftir að hafa
rannsakað „ismana“, nýjar stefnur í málara-
list, hafi hann tekið þá mikilvægu ákvörðun
að fara eigin leiðir. Og hún segir Kjarval
hafa verið safnara, „í vinnustofum hans safn-
aðist upp allskyns dægurprent (ephemera) –
myndir, póstkort, bréf, sýningarskrár, not-
aðir aðgöngumiðar og annað lausadót. Safnið
var hluti af lífsmáta sem Thor Vilhjálmsson
lýsir eftir að hafa heimsótt vinnustofu Kjar-
vals í Sigtúni“, og hún vitnar í Thor sem lýs-
ir því hvernig þetta mikla samansafn
„gegndi hlutverki gróðurmoldar listsköp-
unar“.
Einnig er vitnað í skrásetjara Listasafns
Reykjavíkur um hin fjölbreytilegu gögn á
ÚRVAL TEIKNINGA, RISSA OG SKISSA JÓHANNESAR S. KJARVAL KOMIÐ Á BÓK
Starfa, starfa, starfa,
starfa, starfa, starfa
„HANN TEIKNAR OG SKRIFAR, YRKIR LJÓÐ, KASTAR FRAM TÆKIFÆRISVÍSU, RITAR SENDIBRÉF, RISSAR UPP HUG-
MYNDIR OG HRIPAR SKILABOÐ Á UMSLAG EÐA PAPPÍRSSNIFSI MEÐ BLEKI …“ JÓHANNES KJARVAL VAR SÍFELLT
AÐ SKAPA, EINS OG SJÁ MÁ Í TEIKNINGUM HANS OG RISSI Í NÝRRI BÓK OG Á SÝNINGU Á KJARVALSSTÖÐUM.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Jóhannes S. Kjarval umkringdur verkum í vinnustofu sinni árið 1968. Hann vildi sjá fleira á veggjum
fólks en bara málverk: póstkort, ljósmyndir, úrklippur „– minningar um eitthvað sem hefur gerst“.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
* … lausar skissur af ýmsum stærðum,sendibréf og uppköst að
sendibréfum, póstkort
og heillaóskaskeyti,
lausir sneplar, og annað
pappírskyns …