Morgunblaðið - 27.11.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 27.11.2015, Síða 22
BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Landamæri Sýrlands aðTyrklandi eru alls 822kílómetra löng og þar af erum það bil 98 kílómetra langt svæði á valdi vígamanna Ríkis íslams, samtaka íslamista í Sýrlandi og Írak. Íslamistarnir hafa notfært sér þetta landamærasvæði til að smygla olíu til Tyrklands og þúsund- ir erlendra liðsmanna samtakanna hafa farið yfir svæðið á leiðinni til Sýrlands eða aftur til heimalanda sinna í Evrópu. Skýrt var frá því í vikunni sem leið að Bandaríkjamenn og Tyrkir hefðu hafið sérstakar hernaðaraðgerðir í samstarfi við uppreisnarmenn með það að mark- miði að þeir næðu landamærasvæð- inu á sitt vald. Tyrkir vilja að komið verði á hlutlausu belti á svæðinu en það er hægara sagt en gert, að mati margra fréttaskýrenda. Bandaríkjaher hefur þjálfað og vopnað hóp „hófsamra“ uppreisnar- manna og hyggst gera loftárásir þeg- ar þörf þykir til að greiða fyrir sókn hópsins inn á yfirráðasvæði Ríkis ísl- ams. Reuters hefur eftir bandarísk- um stjórnarerindrekum að takist uppreisnarmönnum að ná svæðinu á sitt vald geti það markað tímamót í baráttunni gegn Ríki íslams sem hef- ur fjármagnað starfsemi sína að miklu leyti með smygli á olíu yfir landamærin til Tyrklands. Óttast hreyfingu Kúrda En hvers vegna hafa Tyrkir ekki lokað landamærunum til að stöðva smyglið og straum íslamista til og frá Sýrlandi? Ástæðurnar eru margar að mati Ersins Kalayciouglu, prófessors í stjórnmálafræði við Sabanci- háskóla í Istanbúl. Hann segir að tyrknesk yfirvöld hafi dregið úr landamæraeftirlitinu á svæðinu fyrir fjórum árum, m.a. í því skyni að gera nauðstöddu fólki kleift að flýja stríðs- hörmungarnar í Sýrlandi, auk þess sem Tyrkir vilja auðvelda upp- reisnarmönnum í Frjálsa sýrlenska hernum og fleiri bandamönnum sín- um að berjast gegn einræðisstjórn landsins. Minna eftirlit varð til þess að liðsmenn allra fylkinganna í átök- unum í norðanverðu landinu tóku að notfæra sér opnu landamærin. Inn í þetta fléttast andstaða tyrk- neskra stjórnvalda við YPG, hreyf- ingu Kúrda í norðanverðu Sýrlandi. Tyrkir líta á hana sem afsprengi Verkamannaflokks Kúrdistans, PKK, sem hefur barist fyrir rétti tyrkneskra Kúrda til að stofna sjálf- stætt ríki. Bandaríkjaher hefur hins vegar stutt YPG í baráttunni gegn Ríki íslams. Hreyfingunni hefur orðið talsvert ágengt í þeirri baráttu með aðstoð bandarískra herflugvéla og hin landamærasvæðin eru á valdi Kúrda (sjá meðfylgjandi kort). Tyrkir óttast að YPG-hreyfing Kúrda nái öllum landamærunum að Tyrklandi á sitt vald og geti lokað þeim. Það gæti torveldað Tyrkjum að halda áfram að styðja bandamenn sína í Sýrlandi, m.a. Frjálsa sýr- lenska herinn og uppreisnarhreyf- ingu sýrlenskra túrkmena, þjóðar- brots af tyrkneskum uppruna. Tyrkir hafa einnig stutt hreyfingar sem að- hyllast stofnun íslamsks ríkis, m.a. al- Nusra sem tengist al-Qaeda, og hafa verið sakaðir um að hafa haldið að sér höndum í baráttunni gegn Ríki ísl- ams. Tyrkneskir kaupsýslumenn eru grunaðir um að hafa gert ábatasama samninga um kaup á olíu af smygl- urum á vegum Ríkis íslams og rúss- nesk stjórnvöld hafa sakað tyrkneska embættismenn um að hafa hagnast á viðskiptum við hryðjuverkasamtökin. Ekki auðhlaupið að því að loka landamærunum JÓRDANÍA 50 km TYRKLAND LÍB. DAMASKUS Aleppo Hama Idlib Latakía Homs ÍRAK Hasakeh Kobane Raqqa Deir Ezzor Albu Kamal SÝRLAND Palmyra Daraa M5 Ríkis íslams Uppreisnarhreyfinga Stjórnarhersins Kúrda Yfirráðasvæði Heimild: SOHR Yfirráðasvæði Ríkis íslams Tyrkir vilja koma á hlutlausu landamærasvæði á 98 km löngu belti í Sýrlandi Hér vilja Tyrkir koma á hlutlausu svæði 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ DavidCameron,forsætis- ráðherra Breta, hefur nú lagt fram rök sín á breska þinginu fyrir því að Bretar hefji loftárásir á Ríki íslams innan landamæra Sýrlands. Vonast Cameron til þess að hryðjuverkaárásin í París hafi sannfært þingheim um nauð- syn þess að gripið verði í taumana áður en Lundúnir verða á ný að skotspæni hryðjuverkamanna. Enn er þó óvíst hvort Cameron leggur í aðra at- kvæðagreiðslu í breska þinginu, en hann segist ekki vilja láta greiða atkvæði nema ljóst sé að meirihluti sé fyrir loftárásunum. Þessi afstaða Camerons er skiljanleg eftir sneypuförina fyrir rétt rúm- um tveimur árum, þegar þing- ið felldi tillögu hans um að refsa Assad Sýrlandsforseta fyrir beitingu efnavopna. Um leið hefur Cameron velt ábyrgðinni yfir á skuggaráðu- neyti Verkamannaflokksins, en talið er að leiðtogi hans, Jeremy Corbyn, vilji skikka þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði gegn loftárás- unum, þvert á vilja annarra helstu forystumanna hans. Talið er að sumir þingmenn flokksins gætu jafnvel ákveð- ið að segja sig úr honum, kjósi Corbyn að beita aga- valdi sínu til þess að bregða fæti fyrir fyrirhugaðar hern- aðaraðgerðir. Staða Camerons er því ólíkt skárri nú en þegar hann sóttist eftir leyfi þingsins árið 2013 og verður að telj- ast ólíklegt að tillaga um hernað yrði felld. Hins vegar er ljóst af umræðunum á þinginu að forsætisráðherr- ans bíður enn nokkurt verk við að sannfæra ekki bara þingið, heldur einnig bresku þjóðina um að öryggi Bret- lands til lengri tíma litið krefjist þess að herjað sé á Ríki íslams innan landamæra Sýrlands. Í því skyni hefur Cameron þegar varað við því að bar- áttan gegn Ríki íslams gæti tekið mörg ár og að ýmislegt gæti farið úrskeiðis í millitíð- inni. Bretar gætu hins vegar ekki setið hjá á meðan aðrar þjóðir tækju á sig það hlut- verk að verja Bretland, beint eða óbeint, fyrir Ríki íslams. Mikilvægasti punkturinn í máli Camerons sneri þó að vonum um varanlegt friðar- samkomulag í sýrlenska borg- arastríðinu, en það var ofar- lega í huga þingsins. Þrátt fyrir fögur loforð um að pólit- ísk lausn á ástandinu í Sýr- landi sé í augsýn hafa vonir manna um frið brostið ítrekað á síðustu árum. Sá stuðningur sem í þinginu virðist vera við Cameron í þessu máli nú gæti því horfið eins og dögg fyrir sólu, náist ekki viðunandi lausn á borgarastríðinu á næstu misserum. Bretar færast nær loftárásum á Ríki íslams í Sýrland} Rökin lögð á borðið Embættismennfrá Kóreu- ríkjunum hittust í gær til þess að leggja grunn að viðræðum þeirra á milli, þar sem reynt yrði að finna lausn á ýmsum deilumálum sem sett hafa skugga á samskipti ríkjanna á síðustu árum. Meðal þess sem þar yrði rætt yrði möguleikinn fyrir fjölskyldur sem lentu sitt hvoru megin víglínurnar í Kór- eustríðinu til þess að hittast á ný, en Suður-Kóreumenn hafa lagt mikla áherslu á það. Norð- ur-Kóreumenn munu hins veg- ar vilja opna fyrir ferða- mennsku frá suðri til norðurs, sem gáfu af sér tekjur í erlend- um gjaldmiðli fyrir Pjongjang- stjórnina áður en þeim var hætt árið 2008. Það er í sjálfu sér alltaf já- kvætt þegar einhvers konar samtal á sér stað á milli ríkjanna tveggja. Líkurnar á því að eitthvað sem markar tímamót komi út úr viðræðunum eru hins vegar sáralitlar. Oftar en ekki ná ríkin, eink- um Norður-Kórea, að finna sér ein- hverja tylliástæðu fyrir því að fresta viðræðum eða jafnvel slíta þeim í fússi, og má alveg eins eiga von á því nú. Það sem kannski vekur helst vonir um að í þetta sinn verði annað upp á teningnum er sú staðreynd að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa sjaldan verið jafn einangruð og nú. Deilur um kjarnorkuvopna- eign ríkisins hafa spillt fyrir samskiptum Norður-Kóreu- manna við Kínverja, helstu bakhjarla þeirra, og refsi- aðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafa hitt landið illa fyrir. Þó að útlitið sé ekki bjart gætu stjórnvöld í Pjongjang metið stöðuna svo að ávinn- ingur sé af því að halda uppi einhverjum samskiptum við nágranna sína í suðri. Kóreuríkin tvö undirbúa viðræður en lítil von er um mikinn árangur } Sverðin slíðruð um stund J æja, þá er komið að því. Enn ein jól- in,“ segir í upphafi á hugljúfu að- ventukvæði eftir skáldið Braga Valdimar Skúlason frá Hnífsdal sem þekkt er við laglínu Robbie Robert- son(ar.) Ekki er alveg komið að jólunum en að- ventan er þó vissulega að bresta á með tilheyr- andi djammi. Við Íslendingar erum jú mjög trúuð og erum langflest skráð í einhverja trúar- söfnuði. Þar af leiðandi tökum við aðventuna að sjálfsögðu mjög alvarlega og reynum að kom- ast í jólabjórssmökkun, jólahlaðborð, jólaglögg, jólaplögg, jólaplatta og jóladansleiki svo eitt- hvað sé nefnt. Hvert sem litið er má finna þorstavekjandi dagskrá svo hægt sé að skála duglega fyrir Jesú frá Nasaret. Er það líklega ágætlega til fundið ef horft er til umburðarlyndis hans gagnvart áfengisneyslu. Samkvæmt vel skrifaðri bók, sem mörgum er heilög, má lesa lýsingar á því að hann vildi ganga lengra en að leyfa vín bara í verslunum. Raunar galdraði hann guðaveigarnar framhjá lítt skilvirku og seinlegu opinberu kerfi. Mun það hafa tekið skemmri tíma en að fá sendingu frá íslenskum landasala. Reyndar verð- ur þó að teljast ósennilegt að Jesú hafi talað um guðaveig- ar í þessu sambandi enda beintengdur við himnaföðurinn. Mér sýnist á boðskap þeirra feðga að við þrír séum sam- mála um að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta. En hérna á eyjunni drekkum við ekki bara duglega á aðventunni heldur gætum við þess einnig að borða nóg. Nú hellist yfir mann slíkur fjöldi uppskrifta að maður þakkar bara fyrir að alnetið skuli enn geta tek- ið við upplýsingaflóðinu. Fyrir okkur sem er- um flink í eldhúsinu þá geta þessar uppskriftir verið spennandi áskoranir, hvort sem um er að ræða eldamennsku eða bakstur. Gætum þess bara að sulla alls kyns dropum út í baksturinn, og víni í sósurnar, svo ekki þurfi nú að renna af okkur fyrr en daginn fer að lengja. Þangað til hjálpa Las Vegas skreytingarnar manni að ráfa rétta leið heim. Í þessum huggulegu að- ventuhugleiðingum mínum kemur upp í hug- ann falleg jólasaga. Eitt sinn bar svo til að vinur minn, sem er frá Hnífsdal eins og Bragi, bauð vinum og vandræðamönnum heim til veislu í tilefni af hátíð ljóss og friðar. „Lögum“ samkvæmt bauð hann að sjálfsögðu upp á hangikjöt og með því. Var hann nú ekki sérlega reyndur í eldhúsinu á þessum tíma en er vanur að klára sín verkefni með sóma á hyggjuvitinu. Vinur minn hafði ekki vanist öðru en því að matvæli væru ávallt klædd úr umbúðunum áður en þau væru elduð og tók hann því netið að sjálfsögðu utan af hangikjötinu áður en hann sauð það. Þegar veislugesti bar að garði undir kvöld á jóladag var gestgjafinn í þann mund að ljúka við að skafa kjötið af veggjunum. Þegar gestirnir settust að veisluborðinu þótti þeim liturinn á uppstúfnum vera nokkuð frábrugðinn því sem þeir áttu að venjast úr foreldrahúsum. Hafði okkar maður þá verið uppiskroppa með hveiti á heimilinu þegar hann hófst handa við að út- búa uppstúfinn á jóladag. Hann taldi því næstbesta kost- inn vera að nota heilhveiti. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Hin ómissandi hugljúfa jólasaga STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Tyrkir og Bandaríkjamenn stefna að því að koma á hlut- lausu svæði í Sýrlandi, sunnan landamæranna að Tyrklandi, og vona að það verði griðasvæði fyrir milljónir Sýrlendinga sem hafa flúið heimkynni sín vegna borgarastríðsins. Hvorki banda- rísk né tyrknesk stjórnvöld hafa útskýrt hvernig koma eigi þess- um áformum í framkvæmd og vernda flóttafólkið. Dagblaðið The Washington Post hefur eftir Yezid Sayigh, sérfræðingi hug- veitu í Beirút í málefnum Mið- Austurlanda, að áformin um griðasvæðið séu í raun ófram- kvæmanleg, meðal annars vegna vandkvæða á því að sjá fólkinu fyrir rafmagni, elds- neyti, vatni, heilsugæslu og koma í veg fyrir árásir íslam- ista. Óframkvæm- anleg áform? TYRKIR VILJA GRIÐASVÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.