Morgunblaðið - 27.11.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.11.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 ✝ Elsa KristínJónsdóttir fæddist á Siglufirði 10. nóvember 1928. Hún lést 19. nóv- ember 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Krist- ján Níelsson, f. 13.1. 1898, d. 20.3. 1980, verslunar- maður á Akureyri, og Petrea Jóns- dóttir, f. 16.10. 1904, d. 14.5. 1993, húsfreyja. Systkini Elsu Kristínar: Elsa Kristín, f. 1924, d. 1925. Jón Maríus Jónsson, f. 1926, d. 1986. María Jónsdóttir, f. 1936. Níels Brimar Jónsson, f. 1942, d. 2004. Jóhanna Helga Jónsdóttir, f. 1951. Elsa ólst upp á Brimnesi á Ár- skógsströnd. Hinn 25. desember 1948 giftist hún Hreiðari Valtýs- syni frá Rauðuvík Árskógs- hreppi, f. 14.3. 1925, d. 25.5. Gunnarsson, f. 1985. Þeirra son- ur er Hákon Hrafn, f. 2013. d) Marín Björt, f. 1987, sambýlis- maður er Jonatan Van Hove, f. 1985. 2) Valgerður Petra, f.1961, sambýlismaður Pétur Böðvars- son, f. 1948. Valgerður Petra var gift Herði Hilmarssyni, f. 1959, þau skildu. Börn þeirra eru a) Hafþór, f. 1985, sambýlis- kona Sara Alexía, f. 1992. Haf- þór á soninn Aron Dag, f. 2005, frá fyrra sambandi, b) Elsa, f. 1989, maki Eggert Jónsson, f. 1988, f. c) Hilmir, f. 1995. Hreiðar og Elsa bjuggu allan sinn búskap á Akureyri, en dvöldu að jafnaði sumarlangt fyrst á Hjalteyri síðan Raufar- höfn og loks á Seyðisfirði þar sem þau störfuðu við útgerð, síldarsöltun og fiskvinnslu fjöl- skyldunnar allt til ársins 1988, en frá þeim tíma bjuggu þau á Akureyri allt árið. Elsa starfaði með kvenfélaginu Framtíðinni og kvennadeild Slysavarnafé- lagsins á Akureyri. Útför Elsu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 27. nóv- ember 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30. 2002. Hann var son- ur Valtýs Þor- steinssonar útgerð- armanns og Dýr- leifar Ólafsdóttur húsfreyju. Börn Elsu og Hreiðars eru: 1) Valtýr Þór, f. 1949, maki Katrín Jóns- dóttir, f. 1949, og eiga þau fjögur börn. a) Hreiðar Þór, f. 1967, maki Ásbjörg Bene- diktsdóttir. Þeirra börn eru Val- týr Steinar, f. 2000, Baldvin Hrafn, f. 2002, og Sunna Björk, f. 2004. Hreiðar á Halldísi Unu, f. 1993, frá fyrra sambandi og Ásbjörg á Björgvin, f. 1992. b) Áshildur Hlín, f. 1979, maki Sig- urður Ólason, f. 1973. Þeirra börn eru Viktor, f. 2005, Anton, f. 2007, Lilja Karitas, f. 2008, og Katrín Líf, f. 2010. c) Kristín Líf, f. 1985, sambýlismaður Helgi Í dag kveð ég kæra tengdamóð- ur og vinkonu, Elsu Kristínu Jóns- dóttur. Elsa var falleg kona og afar smekkleg bæði varðandi fatnað, umhverfi og allt sem hún lét frá sér fara. Hún hafði yndi af fötum og fataefnum, saumaði mikið á yngri árum, breytti og lagaði. Aldrei hikaði hún við að spretta upp saumi eða flík og lagfæra eða rekja upp heila peysu ef henni fannst eitthvað mega betur fara. Oft dáðist ég að smekkvísi hennar og þolinmæði varðandi saumaskap og handavinnu. En þolinmæði og umburðarlyndi voru hennar bestu kostir. Ég kom inn í fjölskylduna 18 ára gömul fyrir nærri 50 árum – og Elsa bauð mig velkomna. Fyrstu árin okkar Valtýs bjugg- um við heima hjá honum. Þá kom þolinmæði og umburðarlyndi Elsu vel í ljós. Aldrei óþolinmæði eða pirringur í okkar garð. Mér er minnisstætt að hún gat beðið einn til tvo klukkutíma úti í bíl eftir manni sínum, meðan hann var al- veg að koma átti bara eftir eitt símtal – þetta var á tímum heima- síma með snúru. Svo var lagt af stað austur á land þar sem tengda- pabbi rak síldarsöltun og útgerð. Heimili þeirra var þó alltaf á Ak- ureyri, þannig að ég gat dáðst að henni að taka í mál að fara á hverju vori frá heimili sínu og búa sér til annað heimili stundum hálft árið, eiginlega í verbúð. Alltaf tókst Elsu að flytja smekkvísi sína og umhyggju með sér og búa til nota- legt heimili þar sem hún var. Hún var góð amma og tók t.d. son minn, elsta barnabarn sitt, nánast í fóstur fyrstu árin. Amma Elsa prjónaði ófáa sokkana og bakaði ófáar skonsurnar og pönns- urnar fyrir barnabörnin sín og gesti og gangandi. Hún var líka konan sem hélt stórfjölskyldunni saman, henni var umhugað um fjölskyldutengsl og rækti þau vel. Heimilið var líka alltaf opið fyrir starfsfólk útgerðarinnar, vini og ættingja. Elsa var listræn og hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og gantaðist ég með að hún yrði áreiðanlega listakona í næsta lífi. Þá hafði hún á orði að hana hefði nú langað að læra hjúkrun – og það veit ég að hún hefði orðið góð hjúkrunarkona, því hún bar hag fólks fyrir brjósti og bar virðingu fyrir öðrum óháð stöðu og aldri. Svo hjúkrunarnámið varð bara draumur sem ekki rættist í þessu lífi. Elsku Elsa, dálítið þungri þrautagöngu eftir tvö beinbrot á þessu ári, er lokið. Nú dansar þú í ljósinu á grænum grundum með ástvinum þínum sem farnir eru. Blessuð sé minning þín og hjart- ans þakkir fyrir samfylgdina gegn- um árin öll, þín Katrín. Elsku amma Elsa. Það eru hlýjar og góðar minn- ingar sem við eigum úr Bjarma- stígnum. Alltaf tókuð þið afi okkur opnum örmum og ekki vantaði af- þreyingu fyrir litlar hnátur. Hvort sem það var að fá að spila á hljóm- borðið og dansa og syngja af lífs og sálar kröftum eða sturta úr einum af dótakössunum og breiða úr okk- ur á stofugólfinu, þá voruð þið til í leik. Þá vakti fátt meiri kátínu en að fá að róta í skartgripaskríninu þínu og fékkstu ósjaldan spurning- ar um forsögu hvers grips sem við notuðum síðan til að spinna hinar skemmtilegustu sögur. Ef við fengum að auki að gramsa í fata- og skóskápnum vorum við dottnar í lukkupottinn. Þú varst alltaf svo glæsileg til fara á svo fyrirhafnar- lausan máta. Afi sá síðan til þess að varðveita augnablikið í allri sinni dýrð með því að smella Polaroid- mynd af okkur með hárkollur, í allt of stórum kjólum og háhæluðum skóm með varalit út á kinn. Þér var alltaf svo umhugað um að öllum liði vel, eins og þegar við komum í næturpössun og urðum óöruggar að sofa í næsta herbergi, þá færðir þú dýnurnar inn til ykk- ar afa og við fengum að kúra hjá ykkur. Það veitti litlum hugum hlýju og öryggi. Við minnumst allra góðu stundanna með bros á vor, sérstaklega allra góðu stund- anna í eldhúsinu. Hvort sem það var við piparkökugerð, þar sem við borðuðum nú oftast mestallan glassúrinn áður en hann dreif á piparkökurnar, skonsubakstur eða við að dást að silfrinu – sem við höfðum einkar gaman af því að pússa og raða. Síðan urðum við eldri. Okkur fannst ennþá gaman að pússa silfr- ið og baka, en við fórum líka að geta rætt aðra hluti eins og sam- komur. Þú varst mikil félagsvera og það lifnaði alltaf yfir þér ef við höfðum skellt okkur á skemmti- legt ball. Þá fylgdu með lýsingar á fatnaði, skóm og hárgreiðslum sem við ræddum niður í smáatriði. Niðurstaðan var oft sú að við yrð- um að kaupa nýjan varalit í ákveðnum tón handa þér. Ég held þú hafir haft alveg lúmskt gaman af því þegar við puntuðumst og pjattrófuðumst saman. Elsku amma, takk fyrir að vera okkur fyrirmynd á svo marga vegu. Þú hefur gefið okkur minn- ingar, sögur og uppskriftir sem munu fylgja okkur alla tíð. Þínar litlu skonsur, Kristín Líf og Marín Björt. Í dag kveð ég elsku ömmu mína, hana Elsu Kristínu. Alltaf var vel tekið á móti mér í Bjarmastígnum á árum áður, bakkelsi, smurt brauð og spjall í boði við eldhúsborðið svo að oft á tíðum var ansi freistandi að kíkja í heimsókn þegar ég átti leið í bæinn eða var að klára tónó. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég lít til baka. Ömmu fannst líka alltaf gam- an að heyra af því þegar ég fór út að skemmta mér, „varstu að dansa í Sjallanum?“ er spurning sem ég heyri hana segja og minnist með bros á vör. Henni fannst svo gaman að vita að við værum að njóta lífs- ins. Það finnst mér fallegt. Svo buðu amma og afi mér að búa á neðri hæðinni í Bjarmastígnum hjá þeim þegar ég vildi prófa að standa á eigin fótum; það var gott að fá að prófa sig áfram í lífinu innan verndaðra marka áður en í djúpu laugina var komið. Þá var lítið mál að skjótast upp í mat eða fá góð ráð ef svo bar undir. Margar góðar stundir og mynd- ir koma upp í hugann þegar rifjaðir eru upp liðnir tímar. Tiltekt í skart- gripaskríninu hennar ömmu, græna gólfteppið í stofunni, sæng- urfötin sem hún plataði mig með, piparkökubakstur, sjómannadags- veislur, fiskur í hádeginu og skyr á eftir, afi og uppvaskið, afi að djamma á orgelinu, laufabrauðsút- skurður, heimabakaðar skonsur, fallega heimilið ykkar með blómi í hverjum glugga og gardínuskipt- um að vori og hausti. Svolítið eins og mitt heimili er í dag, það er blóm í hverjum glugga og nokkur þeirra einmitt frá ömmu Elsu. Elsku amma mín. Það var mér dýrmætt að fá að kveðja þig svona vel áður en kveðjustundin hinsta rann upp. Hvíldin var þér eflaust kærkomin. Þú mátt senda afa góðar kveðjur og ég sendi ykkur báðum risastórt og hlýtt faðmlag. Börnin velta lífinu og tilverunni fyrir sér og stilla nú upp jólaskrautinu frá þér, ekki ónýtt fyrir tvær litlar skreyt- ingahnátur að fá meiri efnivið í hús. Ég veit að þú varst stolt af öllum af- komendum þínum, ástarkveðjunni er skilað til barnanna. Hvílið í friði, kæru amma og afi. Með heilmikilli væntumþykju og ástarþökkum fyrir allar okkar stundir, ykkar Áshildur Hlín. Þá er hún amma mín látin eftir nokkra þrautagöngu síðustu mán- uði. Amma Elsa var mér alltaf mjög náin og vildi allt fyrir mig gera. Jafnvel á síðustu mánuðum þegar hún gat varla gengið lengur reyndi hún alltaf að rísa upp til að ná í kaffi og kökur fyrir okkur þeg- ar við komum í heimsókn. Það tók á hana að geta ekki stjanað við okk- ur og aðra gesti en þurfa þess í stað að láta stússast í kringum sig. En hún amma hafði samt fyrir löngu unnið sér inn góða hvíld. Amma Elsa var sérstaklega ná- in mér því hún sá nánast um mig nokkur sumur þegar ég var hjá þeim afa á Seyðisfirði, fyrst í gæslu og síðar vinnu. Þetta voru alveg einstakir tímar. Þegar aðrir tala með söknuði um tímann sem þeir voru í sveit þá eru margar af mín- um skemmtilegustu minningum frá verbúðinni á Seyðisfirði. Þar sáu amma og afi sáu um mig meðan foreldrarnir fengu frí frá syninum til að vinna sér inn peninga, koma þaki yfir höfuðið og framleiða fleiri börn. En sambúð okkar ömmu og afa var ekki lokið þegar haustaði, þá fórum við öll saman aftur til Ak- ureyrar til að dvelja þar yfir vet- urinn. Ég átti þá oft leið til þeirra í Bjarmastíginn til að sníkja kökur og nammi hjá ömmu og jafnvel liggja yfir bókum, sem þau áttu nóg af. Það var alltaf gott að vera í Bjarmastíg. Þetta voru líka oft ferðir til fjár því ég gat oft fengið tómar flöskur hjá þeim sem hægt var að selja. Ef ekki voru til flöskur fékk maður stundum smápening í staðinn. Líklega ofdekruðu amma og afi mig. Síðar meir, þegar ég var orðinn stálpaður, bjó ég einnig hjá þeim um tíma í kjallaraíbúðinni. Þá kom sér oft vel að hafa ömmu og afa á næstu hæð fyrir ofan, sérstaklega þegar fyrsta barnabarnabarnið þeirra, hún Halldís, var komin. Amma leit þá oft til með henni þeg- ar foreldrarnir þurftu að bregða sér af bæ. Börnunum fór síðan að fjölga hjá mér og alltaf var amma Elsa okkur jafn náin. Stóra áfallið kom árið 2002 þegar afi Hreiðar dó og amma flutti siðar meir úr Bjarma- stígnum í Víðilundinn. Ég er þó ekki frá því að sá flutningur hafi verið meira áfall fyrir mig en hana því að Bjarmastígurinn var ein- hvern vegin alltaf eins og mið- punkturinn í lífinu. Mamma og pabbi fluttu hingað og þangað og ég með en alltaf var Bjarmastíg- urinn á sínum stað. Amma lét þó aldrei bugast, jafn- vel þó að líkaminn væri ekki í sem bestu standi. Við heimsóttum hana alltaf reglulega og hún hafði gam- an af því að hafa fyrir okkur. Hún eldaði gjarnan stórar máltíðir og bakaði af mikilli list. Ef líkaminn var illa fyrir kallaður var samt stundum brugðið á það neyðarráð að panta pizzu fyrir allan krakka- skarann okkar. Þó að amma hafi ekki getað hreyft sig mikið síðustu vikurnar var hún alltaf skýr í hugs- un og stutt var í húmorinn hvað sem á bjátaði. Það er því með miklum söknuði sem ég kveð ömmu Elsu, hvíl í friði elsku amma. Við fögnum því samt með þér að þú hittir afa loks aftur eftir meira en 13 ára aðskilnað. Hreiðar Þór Valtýs son og fjölskylda. Í dag kveð ég elskulega systur mína Elsu, stóru Diddu mína. Ekki var hún stór en hún var elst af okk- ur systrum og með óendanlega stórt hjarta. Ég kvaddi hana reyndar í byrjun september þegar við Ingi vorum fyrir norðan og heimsóttum hana, einhvern veginn fannst okkur þetta vera í síðasta sinn og þegar við héldum heim á leið spurði ég hvort hún ætlaði ekki að fylgja okkur fram? Hún horfði á mig um stund og sagði svo, kannski vil ég ekki að þið farið, Helga mín. Heilsu hennar hrakaði hratt en ég gat talað við hana nokkur orð í síma tæpri viku fyrir andlát henn- ar. Minningarnar eru margar, ég var í vist og passaði Pebbu dóttur hennar, þar man ég eftir henni syngjandi nýjustu dægurlögin við heimilisstörfin, ég hljóp í Fjólu- götu með kjól sem þurfti að setja rennilás í fyrir ball í Sjallanum, glaðar og góðar stundir á sólar- strönd, í borgarferð, í bústöðum þeirra og heimili þar sem við vor- um alltaf velkomin. Eftir að mamma dó var viðkvæðið að við kæmum bara til þeirra Hreiðars þar sem heimili þeirra var ávallt opið og allir velkomnir, ánægðust voru þau að veita öðrum og gleðja. Í mörg ár töluðum við saman á föstudagsmorgnum eftir þáttinn Óskastund. Þar bar margt á góma og ýmis mál voru rædd, bæði um fjölskyldu okkar og liðna tíð, því hún var stálminnug og fylgdist nokkuð vel með allt fram undir það síðasta. Elsku Didda, þó að aldursmun- ur væri mikill milli okkar áttum við svo ótal margt sameiginlegt og fyrir það allt vil ég þakka. Allt mitt líf hefur þú verið til staðar bæði í gleði og sorg, líka fyrir dætur mín- ar og okkur Inga. Vonandi eruð þið Hreiðar sam- an í „Sumarlandinu“, sæl og glöð að hittast aftur. Fjölskyldunni ykkar og afkomendum öllum send- um við samúðarkveðjur. Helga og Ingi. Í dag verður Elsa Kristín Jóns- dóttir, eða amma Elsa eins og hún var jafnan kölluð á mínu heimili, lögð til hinstu hvíldar við hlið eig- inmanns síns, Hreiðars Valtýsson- ar. Við sem eftir sitjum syrgjum góða konu en vitum jafnframt að hún var hvíldinni fegin. Á stundum sem þessari er eðli- legt að rifja upp góðar minningar og þakka fyrir samfylgdina á liðn- um árum. Meðan Elsa lá bana- leguna rifjuðum við upp þegar ég hitti þau hjón á Bjarmastígnum í fyrsta skipti. Feimin og hálfkvíðin kom ég þangað í fylgd með elsta barnabarninu, Hreiðari Þór. Þeg- ar við renndum í hlað á Bjarma- stígnum rákumst við á Hreiðar eldri í dyrunum þar sem hann var rétt kominn frá því að keyra dóttur sína fram á flugvöll, en hún var á leið heim til Seyðisfjarðar. Fyrr en varði hafði hann drifið okkur inn á flugvöll og síðan út í vél til þess að heilsa upp á Pebbu, sem væri óhugsandi nú á dögum. Það var ekki laust við að ég hugsaði í hverju ég væri eiginlega lent. Ég komst að því síðar að þessi hvatvísi var Hreiðari eldri ekki töm, róleg- ur og dagfarsprúður sem hann var. Þessi upprifjun skemmti okkur Elsu báðum. Elsa hefur sannarlega reynst okkur hjónum haukur í horni á liðnum árum. Hún var listakokkur og afbragðs handavinnukona. Þau voru ófá sokkapörin sem hún prjónaði á börnin mín og verð ég henni ævarandi þakklát fyrir, enda hefur mér alltaf leiðst að prjóna sokka og aldrei náð tökum á því að gera almennilegan hæl. Sokkarnir hennar Elsu virtust auk þess vaxa með börnunum og entust svo vel að þeir gengu frá einu barni til annars. Þegar börnin komust á legg vissu þau líka fátt betra en að fara í sunnudagskaffi til ömmu Elsu og fá pönnukökur, skonsur eða jafnvel bananaköku með rjóma. Yngsti sonurinn, og sælker- inn í hópnum, borðaði enda eins og hann hefði verið sveltur í viku og fannst móðirin ekki standast sam- anburð við ömmu á þessu sviði. Síðustu árin voru Elsu erfið. Hún var alla tíð stolt kona sem vildi koma vel fyrir og vera sjálf- stæð en þurfti svo jafnt og þétt að lúta þeim takmörkunum sem lík- aminn setti henni. Henni tókst þó yfirleitt að finna einhverjar mála- miðlanir, þótt hún hafi eflaust ekki alltaf verið sátt við það. Henni þótti t.d. sárt að geta ekki lengur bakað fyrir afkomendurna eða boðið þeim í mat. Í staðinn átti hún alltaf kex og sælgæti til að gauka að litlum munnum, sem kunnu vel að meta það. Það reyndist henni líka þungt að geta ekki lengur sótt kaffi fyrir gesti sína og stjanað við þá í hvívetna en hún sættist á að nú væri röðin komin að okkur að stjana við hana. Í lengstu lög forð- aðist hún að nota hjólastól en jafn- vel þar varð hún að gefa eftir. Þrátt fyrir allt mótlæti tókst hún samt á við lífið með reisn og glæsi- leika til hinsta dags. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til hlýlegu konunn- ar sem bauð mig velkomna í fjöl- skylduna fyrir um 16 árum. Elsta syni mínum tók hún jafnan sem öðrum barnabarnabörnum sínum, þótt hann væri ekki blóðskyldur henni, og fyrir það kann ég henni bestu þakkir. Hvíl í friði! Ásbjörg Benediktsdóttir. Douglas DC-3-vélin lækkar flugið fram Eyjafjörðinn eftir nokkra ókyrrð á leiðinni frá Reykjavík. Sex ára gamall farþeg- inn stígur frekar valtur frá borði enda ókyrrð með tilheyrandi magaleikfimi í bland við steinolíu- lyktina ekki til þess fallin að bæta ástandið þegar menn ferðast einir á þessum aldri. Þetta ástand breytist þó snögg- lega þegar ég sé að á flughlaðinu stendur móttökunefndin, Elsa frænka, Hreiðar, Jón afi (öll með hatta) og vínrauður Opel Caravan station 1964. Þvílíkur léttir. Ég er kominn til uppáhaldsstaðar míns, Akureyrar. Staðar sem mér fannst taka öllum öðrum stöðum fram, líklega ekki síst vegna alls góða frændfólksins og ömmu og afa sem báru mann á höndum sér. Elsa frænka í Fjólugötu, á Bjarmastíg, á Seyðisfirði og í Hjallaskógi – alltaf jafn spennandi að hitta hana og fjölskylduna þó áratugirnir liðu og fólkinu okkar fjölgaði. „Höfðingjar heim að sækja“ er máltæki sem sannarlega átti við um Elsu og Hreiðar mann hennar og voru þá engir undan- skildir. Ef boðið var til veislu var Elsa ætíð búin að kaupa spennandi pakka fyrir unga fólkið og við hin nutum einstakrar gestrisni í mat, drykk og fábærum félagsskap. Ófáa afmælisdaga fékk maður símtal og góðar kveðjur þrátt fyrir að fésbókin væri ennþá fáránleg framtíðarsýn. Örlætið kom ekki síst fram gagnvart því marga starfsfólki sem starfaði fyrir Elsu og Hreiðar bæði til sjós og lands í gegnum ár- in, en áberandi var hversu mikið þau báru hag þessa fólks fyrir brjósti með gæsku og örlæti. Þó Elsa bæri þess merki allt sitt líf að hafa veikst alvarlega á unga aldri, þá lét hún það ekki stoppa sig í mörgu og minnisstæð myndin af henni í mötuneytinu hjá Norð- ursíld á Seyðisfirði þar sem hún stjórnaði skörulega og passaði upp á að í engu væri sparað í að gera vel við sitt vinnandi fólk. Hún var greinilega traustur bakhjarl Hreiðars í viðamiklum rekstri um áratugaskeið sem samanstóð af þremur fiskiskipum og land- vinnslu þegar mest var. En það gat líka verið stutt í húmorinn hjá frænku minni ef sá gállinn var á henni. Hann var frekar svartur og fyndinn, en ekki fyrir ókunnuga því Elsa var mikil dama svona út á við. Að leiðarlokum viljum við Anna og börn okkar þakka Elsu frænku fyrir fallega og góða samferð og allar góðu stundirnar með henni og Hreiðari. Goði Sveinsson. Í dag kveðjum við elsku Elsu frænku. Elsa var föðursystir mín og var ætíð kölluð Elsa frænka. Á milli okkar var sterkur strengur og náið samband alla tíð og á ég henni margt að þakka. Elsa frænka var ákaflega ljúf og gjaf- mild og vildi öllum vel. Hún var mikil dama og hafði gaman af fal- legum fötum og vildi ætíð vera vel til höfð. Oft barst talið að fötum og nýjustu tísku. Áttum við margar góðar samverustundir sem ég geymi með mér um ókomin ár. Lengst af bjuggu Elsa frænka og Hreiðar, eiginmaður hennar, á Bjarmastíg 4 og þangað voru allir ævinlega innilega velkomnir. Unaðsreitur þeirra hjóna var sumarhús þeirra fyrir austan, Bjarmalundur. Elsa frænka var óspör á að deila sælureitnum með fjölskyldunni og í mörg sumur hef ég og mín fjölskylda átt þar góðar stundir og unað okkur vel í kyrrð- inni og það ber að þakka. Alla mína ævi hefur Elsa frænka verið til staðar og ég á eftir að sakna samverustunda okkar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Elsa frænka, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín, Heiða Björk. Elsa Kristín Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.