Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 36

Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Farðu vel yfir öll smáatriði í vinnunni í dag. Enginn er með stjörnustæla og allir sammála um að klára það sem fyrir liggur. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er eitt og annað heima fyrir sem þú hefur látið sitja á hakanum. Bjartsýni þín smitar út frá sér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það sem þú veist ekki getur ekki skaðað þig, en það gæti sóað tíma þínum. Láttu til skarar skríða svo vandinn verði úr sögunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Aðlaðandi framkoma þín kann að vekja upp afbrýði hjá einhverjum. Gagnrýni er góð til síns brúks, en hvatning ennþá betri, var haft eftir Göthe. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Maður veit að einhver er raunverulegur vinur manns, ef ekki þarf að skýra hvert ein- asta smáatriði en samt skilur maður allt. Leggðu samt þitt af mörkum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir verið hafður fyrir rangri rök en hefur hreina samvisku. Frelsið krefst þess að þú víkir þér fimlega undan manneskjunni sem er að reyna að stjórna þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er eitt og annað sem þér finnst ógna öryggi þínu og þinna. Maki þinn eykur tekjur sínar (ef það á við). Njóttu daðurs og ást- arsambanda í dag, það veit á gott! 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Passaðu upp á það að setja af- þreyingu og skemmtun inn á verkefnalistann. Ef þú átt sjö valmöguleika skaltu fækka þeim í þrjá. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft á allri þinni einbeitingu að halda til þess að geta leyst persónulegt vandamál. Látið ekkert dreifa athyglinni eða trufla ykkur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er eitt og annað sem þú hefur látið sitja á hakanum, en verður nú að ganga frá. Reyndu frekar að koma honum í fram- kvæmd því það er auðveldara en þú hyggur. Það er það oftast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það eru miklir umbreytingatímar og þú færð tækifæri til að öðlast mikla reynslu ef þú heldur rétt á spilunum. Vertu óhrædd(ur) því málin munu ganga upp á endanum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú heldur þér upptekinni (upp- teknum) við eitt og annað til þess að losna við að takast á við þau mál sem skipta öllu. Einbeittu þér málum heimilisins. Ragnar Ingi Aðalsteinsson yrkir áBoðnarmiði og hefur ráð undir rifi hverju: Sífellt ég sjálfum mér lofa í sálar- og hugþreytudofa að séns hvern sem fæst ég nýti mér næst og nú er ég farinn að sofa. Aðalheiður Hallgrímsdóttir skrif- ar á Boðnarmjöð: Mig langar að setja hér eina vísu þó að hún sé ekki alveg ný, í tilefni þess að hann frændi minn Þórður Halldórsson frá Dagverðará, refaskytta með meiru, var fæddur þennan dag. Enga hættu er að sjá, um eilífð skyttan sefur. Greni sínu gaggar hjá gamall fjallarefur. Þórður var 97 ára er hann lést í janúar 2003 . Hann var kallaður „lífskúnstner, skáld og náttúrubarn“ í minningargreinum og gat verið tví- ræður í tilsvörum en „seint mun þó manninum þeim frýjað vits“: Það er frægasta fíflið og fellur síðast í gleymsku sem iðkar loddarans leiki og lifir á fjöldans heimsku. Jón B. Guðlaugsson segir í minn- ingargrein, að hann hafi verið „gangandi þjóðfræði, lífsgleði, lífs- kraftur og lífsnautn. Síðasta galdra- mann undir Jökli kveð ég með hans eigin orðum er hann orti eftir for- vera sinn í embætti refaskyttu, Kristján Jónsson í Lóni – sem hvað best eiga þó við hann sjálfan: Um heiðar, fjöll og hraun þín lágu spor er helgar vættir efldu þöglan seið, þín ganga þar er öll en vængjað vor og víðáttan þín bíður, ljós og heið. Þar ljómar sól um tinda og hamrahöll – í heiði jökul ber við gullið ský – því syni fjalla er gangan aldrei öll og eilíf þögnin kallar hann á ný. Og Margrét Th. Friðriksdóttir segir í niðurlagi minningargreinar sinnar: „Ég kveð í dag Dodda minn, sagnaþul og refaskyttu sem mér þykir svo vænt um, hann gaf mér gildismat sem ég bý enn þá að. Six- pensari, grátt hár, skegg og London Docks, gamall rauður scout og þekk- ing fyrri alda voru hans einkenni, manngæska, hlýja, hjálpsemi og óeigingirni. Ég kveð hann með hans eigin orðum. Fátt er hraustum manni um megn, magnaður lífsins galdur, ellina klár ég komst í gegn, kominn á besta aldur.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af síðasta galdramann- inum undir Jökli Í klípu „AF HVERJU GETUR FÓLK EKKI BARA SMELLT? ÞAÐ ER DÓNALEGT AÐ BENDA OG SMELLA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TIL HAMINGJU! HANN VIRÐIST VERA FLUGGÁFAÐUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... óaðskiljanleg. FÆÐINGARDEILD HÆ, PABBI SJÁIÐ ODDA HANN ER SVO… SVO ODDA-LEGUR AÐ MINNSTA KOSTI ER ÞAÐ EITTHVAÐ SEM HANN ER GÓÐUR Í BRÓÐIR HRÓLFUR, LEGGÐU NIÐUR SVERÐ ÞITT OG TAKTU ÞÉR PENNA Í HÖND! PENNINN ER MÁTTUGRI EN SVERÐIÐ! Í ALVÖRU? ER BLEKIÐ EITRAÐ? Margar perlur eru í bókaflóðinuum þessar mundir. Þar á meðal er handbókin Vasapési partíljónsins, sem Pétur Bjarnason hefur tekið saman með veislustjóra og aðra sem vilja skemmta sér og öðrum í sam- kvæmum í huga. x x x Í kverinu er safn af limrum, brönd-urum, vísum og sögum. Meðal annars þessi limra eftir Jónas Árna- son: Þybbna stúlkan þaddnana sem etur eplakjaddnana engum var þýð hér áður á tíð en nú er sko sem sé heldur en ekki aldeilis búið að baddnana. x x x Og þessi eftir Hrólf Sveinsson ogþess getið að hann hafi átt í ill- vígum deilum við Helga Hálfdanar- son í Morgunblaðinu! Eftir stundarhlé mælti Stefán G: Jakki er ekki frakki nema síður sé. x x x Og einnig þessi: Hún Indíra gamla Gandí við gigtinni drekkur brandí, og til þess að betur það bragðist þá setur hún heilagra kúa hland í. x x x Nokkrar eru eftir Hermann Jóhannesson: Að hreykja sér hátt, það er siður, sem hér má oft sjá, því er miður. Það er glæsilegt oft er menn gnæfa við loft þó er slæmt ef þeir ná ekki niður. x x x Brandarar og sögur eru af ýmsutagi, heilræði og eldhúsreglur. Allt til þess að létta lund. Brotið þvælist ekki fyrir enda miðast það við að pésinn komist fyrir í venjuleg- um vasa. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Jóh. 10:11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.