Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 8
Íslenska hipp- hopp-senan í i-D Meðal annars er fjallað um Reykjavíkurdætur í greininni í tímaritinu i-D. Breska tímaritið i-D, gjarnan kall- að tísku- og lífsstílsbiblía Breta, tók saman í gær sjö íslenska hipphopp- tónlistarmenn og hljómsveitir sem tímaritið segir að lesendur verði að kynna sér. Þetta eru þeir félagar í Úlfi úlfi, Reykjavíkurdætur, Gísli Pálmi og Glacier Mafían, Lord Pusswhip, Emmsjé Gauti, GKR og Sturla Atlas og 101 Boys. Blaðamaður i-D segist hafa farið á tónleika með Reykja- víkurdætrum og hann dáist að framgöngu þeirra þar sem hörð ádeila birtist oft í lagatextum þeirra. 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Í samfélaginu er nú að myndast stemning fyrirþví að hægt sé að útrýma flestum vandamálummeð verkfræðilegum lausnum. Svokallað höfr- ungahlaup á vinnumarkaði verði liðin tíð með nýrri tækni við kjarasamninga þar sem allir fallast á það á þjóðarsáttarvísu að launahækkanir verði aldrei meiri en útflutningsgreinar telja sér fært að greiða. Hlegið er að okkur sem fannst höfrungahlaupið á liðnu ári hafa verið til góðs, hrist upp í þjóðfélaginu og lækkað rostann í atvinnurekendum sem aðeins kunna að hugsa stórt fyrir sjálfa sig. Og nú eru það ríkisfjármálin. Frumvarp um op- inber fjármál nýtur mikillar hylli á Alþingi. Það er klæðskerasaumað af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bindur í lög að hið opinbera megi ekki taka lán sem neinu nemur – helmingi lægra þak en Evrópusam- bandið negldi inn í Maastricht-skilyrðin – og er þar með opnuð leiðin fyrir einkafjármagnið, sem býr við engin slík skuldaþök, að hefja aukna sókn inn í velferðarþjónustuna. Samfélagsverkfræðingarnir sem hönnuðu her- legheitin segja okkur að hér eftir eigi Alþingi að- eins að sinna stóru línunum, ákveða fjárframlag til heilla málaflokka en ráðuneytin síðan að útdeila til stofnana. Allt eigi þetta þó að gerast undir ströngu eftirliti „Fjármálaráðs“. Það skal skipað þremur „óvilhöllum“ einstaklingum með þekkingu á rík- isfjármálum. Og vel að merkja, þeir skulu hafa há- skólamenntun. Þetta gleymdist í upphaflegum frumvarpstexta en nú er komin fram breyting- artillaga þar sem úr þessu er bætt. Að vísu vitum við ekki hvort sú menntun skuli vera verkfræði, hagfræði, danska eða siðfræði. Varla það síðasta. Því þetta frumvarp fjallar ekki um neitt nema peninga. Það hefur alveg gleymst að geta þess að Alþingi beri að horfa til annarra laga en fjárlaga einna. Þess vegna verður engin eftirlits- nefnd til að passa upp á lagalegan rétt til heilbrigð- isþjónustu, húsnæðis og svo framvegis. Og það sem ég sé fyrir mér er að sú umræða sem á hverju ári hefur orðið um einstakar stofnanir og byggðarlög í tengslum við fjárlögin, muni hverfa inn í ráðuneytin og þar með verður klippt á mikilvægan lýðræð- islegan naflastreng. Að vísu fjalla nokkrar lagaklásúlur um hvernig hægt verður að flytja verkefni á milli áður sam- þykktra liða fjárlaga og hvernig skuli bera sig að í pappírslegu tilliti í því efni. Það er hins vegar flókið ferli. Ekki er að undra að nýja nálgunin við fjár- lagagerð kalli á hálfan milljarð í aukum útgjöldum í stefnumörkun, áætlanagerð, stjórnun, eftirliti, reikningshaldi, skýrslugerð, hagstjórn og eftirliti með henni, upplýsingakerfi og áætlanakerfi, svo vitnað sé í aðdáunarfulla álitsgerð fjármálaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins um frumvarpið. Í umræðu um málið var spurt hvort þetta væri viðbótarskostnaður. Framsögumaður taldi að hægt væri að hagræða á móti. Til dæmis mætti fækka fjármálaskrifstofum ráðuneyta og hafa bara eina: Fjármálastofnun ríkisins! Kannski mætti finna henni verustað í pappírspíramídanum sem nú verð- ur augljóslega til í Stjórnarráði Íslands. Pólitíkusar og pappírspíramídar * Það hefur alveg gleymstað geta þess að Alþingiberi að horfa til annarra laga en fjárlaga einna. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Rithöfundurinn Andri Snær Magnason spurði facebookvini sína í gær: „Dreymdi orð í nótt (í alvöru): Silfurskeiðarbólga. Kann- ast hlustendur við þetta orð?“ Jón Ólafsson tónlist- armaður svarar að bragði: „Í spjalli mínu við Eivöru Pálsdóttur á dögunum kom upp orðið sinaskeiðabólga. Hún hélt ég hefði sagt svínaskeiðabólga.“ Og bætir svo við: „Silfurskeiðabólg- an er einna mest í Garðabænum er mér sagt.“ Í vikunni var það tilkynnt að rafræn stjórnsýsla myndi leysa fyrirbærið skattkort af hólmi um næstkom- andi áramót. Margir urðu til þess að fagna þessu, meðal annars ritari Sjálfstæðisflokksins og laganeminn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem skrifaði á Twitter: „Loksins kveðjum við skattkortin, áramótin 2015-2016. Tímabært. Löngu löngu löngu tímabært. Bless pappírsdraslvesen!“ Og í vikunni var greint frá því að Katrín Jakobs- dóttir væri sú kona sem oftast er í viðtölum í frétt- um RÚV, Stöðvar 2 og Bylgjunnar en þetta var niður- staða könnunar Creditinfo. Af þessu tilefni smellti Katrín fréttinni inn á facebook- vegg sinn og skrif- aði: „Hljómar eins og ég sé afar yfir- þyrmandi!“ Facebookvinir hennar tóku lítt undir það og Bergþór Pálsson óperusöngvari skrifaði: „Sumir eru bara vinsælli en aðrir. Þú ert yfirveguð með báða fætur á jörðinni, hvellskýr í fram- setningu og virðist geta allt, hvort sem fólk er sammála þér eða ekki. Það er ekki yfirþyrmandi í miklu magni.“ AF NETINU Breska vefsíðan City Metric skrifar í grein sem birtist í vikunni um borgir sem kalla megi tónlistarlegar „ofur- stjörnur“ og hvernig þær verða það. Reykjavík er þar nefnd til sögunnar og Björk þar að sjálfsögðu sögð þekktasta vörumerki Íslendinga í tónlist ásamt Sigur Rós. Smæð sam- félagsins er sögð í raun hjálpa til við að gera Reykjavík að því sem hún er í tónlist og tónlistarhátíðin Airwaves hafi gert sitt til að koma Reykja- vík á kortið sem suðupunkti tónlistar. Höfuðborgin okkar er suðupunktur tónlistar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavík ofurstjarna í tónlist Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.