Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Síða 13
29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Mér fannst upplagt að hætta á af- mælisdaginn,“ segir Magnús Kol- beinsson, varðstjóri í lögreglunni á Selfossi, í samtali við Sunnudags- blað Morgunblaðsins, en hann kvaddi starfsfélaganna á stöðinni í vikunni. Magnús fagnaði þá 65 ára afmælinu og má ekki vinna lengur. „Ég hætti formlega um næstu mán- aðamót en á inni nokkra frídaga sem ég tek þangað til.“ Magnús hóf störf í lögreglunni á Selfossi 1. maí árið 1973. „Það má segja að ég hafi farið óvart í lög- regluna. Ég var ungur og ætlaði að koma mér fyrir í heiminum; var kominn með konu og við ætluðum að fara að byggja. Það var heil- mikla vinnu að hafa og maður hafði ágætt upp úr þessu; menn voru taldir aumingjar ef þeir stóðu ekki 120-150 tíma í aukavinnu á mánuði á þessum árum. Heild- arlaunin voru því mjög góð en fyrir rosalega mikla vinna. Maður var aldrei heima hjá sér. Það breyttist reyndar síðar og starfið varð fjöl- skylduvænna.“ Magnús er ættaður úr Grindavík en kynntist konu sinni á Selfossi. „Við ákváðum að byggja okkur hús og vera þar á meðan við áttuðum okkur á því hvar við vildum vera. Þar höfum við verið síðan og maður er allt í einu kominn á eftirlaun!“ Honum finnst gott að búa á Sel- fossi, stutt sé til Reykjavíkur eigi menn erindi þangað og líka stutt út í sveitirnar. Hann játar að starfið hafi breyst töluvert. „Í grunninn snýst það reyndar um sömu hlutina en nú er miklu meira hugsað um starfsfólkið; maður þekkir þetta varla fyrir sama vinnustað og í gamla daga. En það þýðir ekkert að velta sér upp úr því, tíðarandinn var bara allt annar.“ Sonur hans, Ívar Bjarki, fetaði í fótspor föðurins og gekk í lögregl- una. Starfar nú í rannsóknardeild- inni á Suðurlandi. „Hann laumaði sér alveg sjálfur inn í lögguna! Ég kom ekkert að því og frétti eftir á að hann væri búinn að sækja um í skólanum.“ Magnús segir næsta mál á dag- skrá að skila af sér öllu því sem til- heyri lögregluembættinu. „Ég skila meðal annars af mér kylfunni minni, ónotaðri. Stundum munaði litlu að ég þyrfti að grípa til hennar en blessunarlega tókst alltaf að leysa málin áður en til þess kom. Hún var í sérstökum vasa, ég stakk hendinni stundum í buxnavasann til að geta verið snöggur að ná í hana en alltaf tókst að tala menn til í tíma.“ Lögregluvarðstjórinn, nú nýorð- inn fyrrverandi, tekur þannig til orða að hann hafi líklega ekki alltaf verið skemmtilegur heima fyrir. Hafi reynt að láta erfiðleika í starfi ekki bitna á sínum nánustu en óvíst að það hafi alltaf tekist. „Maður reyndi en það gat verið erfitt. Nú eru fundir sem þeir kalla áfalla- hjálp. Áður komust menn bara yfir flest, sumt situr þó í manni ennþá en er ekki til umræðu.“ Hann hættir sáttur. „Auðvitað er eftirsjá; maður átti hálf bágt með að kveðja félagana síðasta daginn en það var tekið fram að ég væri velkominn í heimsókn. Ég varð bara að muna að ég ræð engu leng- ur.“ SELFOSS Lögreglufeðgarnir á Selfossi, Magnús Kolbeinsson og Ívar Bjarki Magnússon. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skila kylfunni alveg ónotaðri Magnús Kolbeinsson í fullum skrúða. MAGNÚS KOLBEINSSON VARÐSTJÓRI HÆTTI Í LÖGREGL- UNNI Á SELFOSSI Í VIKUNNI EFTIR 42 ÁR Í STARFI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, er ekki ánægð- ur með þjónustu Póstsins, og er þá líklega vægt til orða tekið. Hann segir hluta af þjónustu fyrirtæk- isins hafa hrakað mjög síðustu ár. „Ef ég sendi t.d. bréf frá Grýtu- bakkahreppi til Sparisjóðs Höfð- hverfinga með pósti er leiðin þann- ig: Ég fer með bréfið til umboðs- manns Póstsins, í Jónsabúð (sem er hér í sama húsi). Þótt Jón gæti sem best komið því rakleiðis í Sparisjóðinn (sem er raunar hér í sama húsi einnig) má hann ekki lengur veita slíka þjónustu fyrir Póstinn, þótt sjálfur sé þjónustu- sinnaður!“ segir sveitarstjórinn í opnu bréfi til stjórnarformanns Póstsins, sem birt er á heimasíðu hreppsins. Hann segir: „Komi ég eftir há- degi skal bréfið fara með póstbíl inn á Akureyri daginn eftir. Hafi ég keypt mér „hraðþjónustu“ A- pósts er bréfið flokkað á Akureyri og sent aftur út á Grenivík daginn þar á eftir þar sem Jón ber það út samdægurs. Berst það þá í spari- sjóðinn á þriðja degi og telst besti kostur hjá Póstinum í dag. Sendi ég bréfið með B-pósti, þá fer það sömu leið inn á Akureyri en er þar flokkað og sent til Reykjavíkur til frekari flokkunar í stóru flokkunarvélinni! Síðan er það sent norður á Akureyri aftur og enn er það forfært og fer svo áfram með póstbílnum til Grenivík- ur. Þar tekur Jón við því og ber út samdægurs. Þá fær sparisjóðurinn bréfið á fjórða til sjötta degi eftir því hvernig stendur á helgi.“ Þröstur spyr stjórnarformanninn hvort hann vilji breyta fyrirkomu- laginu til fyrra horfs en biður hann vinsamlegast að ræða alls ekki um hagræðingu í þessu sambandi. „Ég hef ekki fengið nein svör frá Póstinum en hef hins vegar fengið viðbrögð frá mörgum öðrum,“ segir Þröstur í samtali við Morgunblaðið. „Þessi lýsing gæti átti við nánast hvert einasta smáþorp á landinu.“ Þröstur segir að eftir að Póst- urinn varð opinbert hlutafélag megi ekki vera tap á rekstrinum. „Þeir kvarta undan því að erfitt sé og dýrt að sinna skylduhlutverkinu sem felst í einkaleyfi, en þar sem er samkeppni er staðan önnur. Við þurftum í vikunni að kaupa tæki á eina stofnun sveitarfélagsins, pönt- uðum það úr Reykjavík og það var komið daginn eftir – með Póst- inum. Ef ekki væri boðið upp á skipulegar ferðir daglega myndu menn auðvitað leita annarra leiða til að flytja vöruna norður.“ GRENIVÍK Bréf í langferð áður en borið er út innanbæjar Horft yfir Grenivík við Eyjafjörð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í viðhorfskönnun kemur fram að 69% íbúa Raufarhafnar eru al- gjörlega ósátt við tillögu um að komið verði upp heitum potti við sundlaugina og laugarkarið lokað yfir veturinn. 5% leist ekki vel á, 4% var sama, 4% leist vel á tillöguna og 18% leist mjög vel á þessa tillögu Viltu heitan pott eða opna laug? Unnið er að hljóðmælingu í íþróttahúsum á Akureyri að ósk íþróttaráðs, að sögn Vikudags. Hávaði í íþróttahúsum var nýlega til umræðu meðal kennara grunnskóla og for- eldra en margir hafa áhyggjur af því að hávaði sé of mikill. Of mikill hávaði í íþróttahúsum? Sylvía G.Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali. sylvia@fr.is Brynjólfur Þorkelsson Sölufulltrúi FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDUNÚNA 8208081 www.fr.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.