Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Heilsa og hreyfing 10 VAFASÖM HEILSUJÓLARÁÐ Jól án sam- viskubits Getty Images/Fuse JÓLAHÁTÍÐINNI FYLGIR GJARNAN MIKIÐ ÁT OG SAMSVARANDI TAKMÖRKUÐ HREYF- ING. TIL AÐ SPORNA VIÐ ÞESSU ERU HÉR BIRT NOKKUR RÁÐ SEM MIÐA AÐ ÞVÍ AÐ AUKA BRENNSLU Í AÐDRAGANDA JÓLANNA OG MINNKA KANNSKI ÖGN LÍKURNAR Á AÐ VIÐ BELGJUM OKKUR ÚT. ÞÓ ER ÁGÆTT AÐ HAFA Í HUGA AÐ ÞESSI RÁÐ ERU FREKAR SETT FRAM Í GRÍNI EN ALVÖRU. sunnudagur@mbl.is Gleymdu öllum „góðum“ jólaráðum Jólin koma bara einu sinni á ári. Besta ráðið er að slaka á, vera þakk- lát fyrir það sem við eigum og njóta stundanna með okkar nánustu...og leyfa sætindunum að fljóta með án samviskubits. Það er hægt að hreyfa sig og borða hollt í janúar. Vatn er líkamanum nauðsynlegt. Í öllu amstrinu sem fylgt getur jólunum er auðvelt að gleyma því að drekka nóg vatn. Í desember er jafnvel enn nauðsynlegra en aðra mánuði að ganga um með vatnsflösku og vökva sig reglulega til að stuðla að betri meltingu og fá að auki nægan raka fyrir húðina í kuldanum. Nóg vatn í desember Skreytingar Skreyttu heimilið fáránlega mikið í ár og helst upp um alla glugga og hurðir svo þú þurfir að klifra og lyfta höndum hátt yfir höfuðið – lúmskar leikfimiæfingar í þessu. Jólaboð Sendu gestina heim með afgang- ana í tupperware- boxum. Þá borðar þú þá ekki sjálf(ur). Jólahlaðborð Fáðu þér lítið í einu á diskinn og farðu eins margar ferðir og þú get- ur án þess að það verði vandræða- legt. Með þessu móti færðu meiri hreyfingu út úr átveislunni. Þrifin Taktu jólaþrifin extra metnaðarfullum tökum. Þrífðu loftin og veggina og gluggana að innan og utan. Þetta er brennsla á við eróbik. Kokteilboð Ef þú ert í stand- andi boði þar sem boðið er upp á pinnamat...ekki henda tannstöngl- unum! Settu þá í vasann og teldu þá jafnóðum. Ef þú ert komin(n) í tveggja stafa tölu ættirðu að hætta átinu og fá þér vatngslas. Jólaböll Farðu á öll jólaböll sem bjóðast með börnunum; í skólan- um, vinnustað og frí- stundastarfi. Nú skal segja, nú skal segja og Gekk ég yfir sjó og land tekurðu með ýkt- um hreyfingum Eitthvað annað Notaðu hugmyndaflugið og finndu þér eitthvað annað að gera en að raða í þig konfekti og kökum. Gönguferð eða geymslutiltekt geta fengið mann til að gleyma öllum sætindum, allavega um stund. Verslunarmiðstöðvar Taktu stigann í Kringlunni og Smáralind en slepptu rúllustiganum. Eða gakktu móti umferð í rúllustiga. Hvort tveggja styrkir lærin. Smákökugerð Hafðu gulrætur við hendina og alltaf þegar þú ætlar að freistast til að stinga upp í þig dísætu deiginu, raðaðu þá í þig gulrótum í staðinn. Það sökkar reyndar, en þér líður kannski betur á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.