Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 18
M iami Vice, CSI: Miami, Scarface, The Bird- cage – bara það hversu oft Miami Beach er valin sem sögusvið kvik- mynda og sjónvarpsþátta segir mikið um þennan spennandi áfangastað. Stór-Miami svæðið er mikið flæmi með byggðum sem hafa hver sitt sérkenni og kosti. En það sem kemur upp í huga flestra þegar Miami er nefnd á nafn er í raun Miami Beach, sjálfstætt bæjarfélag sem hefur orðið til á mjóu og löngu rifi meðfram strandlengjunni. Þar standa hótelin í röðum, veitingahús og verslanir eru við hvert fótmál og alls staðar virðast föngulegar konur og karlar á vappi í því góða skapi sem fylgir því að vera í stutt- buxum og sandölum árið um kring. Rapparar á Rollsum Það ætti að vera hæfilegt að stoppa í Miami Beach í nokkra daga. Yfirleitt er ekki mikið kraðak á fallegri ströndinni og upplagt að breiða þar úr strandhandklæði, leggjast á mjúkan sandinn og leyfa sólinni að hita og lita kalda ís- lenska kroppinn um stund. Ómiss- andi er líka að rölta eftir Ocean Drive og skoða fallegu art deco- hótelin og klúbbana. Ekki má sleppa því að skjótast inn á ein- hvern staðinn og panta eins og einn kokkteil, og hver veit nema á næsta borði sitji ofurfyrirsæta eða rappmógúll. Hingað koma nefni- lega rappstjörnunar og fína fólkið til að sýna sig og sjá aðra, og yfir- leitt standa drossíur og sportbílar eftir endilangri götunni. Verslunargatan Lincoln Road er líka heimsóknarinnar virði. Þar má finna alls kyns merkjavöru og huggulega veitingastaði, og njóta litríks mannlífsins. Þeir sem vilja allra fínustu merkin skjótast upp á norðurhluta eyjunnar, í verslunar- miðstöðina Bal Harbour Shops. Þegar verið er að skipuleggja ferðina er ógalið að athuga hvort einhver uppistandarinn er væntan- legur í Jackie Gleason-leikhúsið. Listhneigða fólkið ætti líka að skoða hvað er í boði í Bass Mu- seum, þar sem nútímalistin er í forgrunni. Síðan má alltaf skjótast yfir Biscayne-flóann og fylgjast með Miami Heat körfuboltaliðinu á leik- vanginum í miðbæ Miami, eða hlýða á tónleika í heimsklassa í Arsht-listamiðstöðinni. Ljósmynd / Flickr – Wyn Van Devanter (CC) ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: MIAMI BEACH Hvítar strendur, glamúr og glæsileiki Í STRANDPARADÍSINNI MIAMI BEACH MÆTAST STRAUMAR BANDARÍSKRAR OG MIÐ-AMERÍSKRAR MENNINGAR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á Ocean Drive fær art-dekó stíllinn að njóta sín í byggingarlistinni. Þangað stefnir fína og fræga fólkið á glæsikerrunum sínum til að sýna sig og sjá aðra. Turnar lífvarðanna eru margir mjög litríkir, rét eins og samfélagið sjálft. Ljósmynd / Wikipedia – Chinsiyuan (CC) Miami Beach er sögusvið eftirminnilegra kvikmynda og sjónvarpsþátta. Al Pac- ino í eftirminnilegu atriði í Scarface, kominn á bæði topp og botn tilverunnar. Ferðalög og flakk *Ekki er boðið upp á beint flug frá Íslandi til Miami en góðartengingar eru við helstu flugvelli á austurströnd Bandaríkjanna.Fljótleg leit á Dohop leiðir í ljós að flugið fram og til baka ættiað kosta um 90.000 kr. og er þá millilent í Boston eða NewYork. Ef flogið er beint til Orlando með Icelandair tekur tæpafjóra tíma að aka til Miami. Árið 2017 verður tekin í notkunháhraðalest sem tengir Orlando, Miami og borgirnar á SA- strönd Flórída. Flug, bíll og bráðum hraðlest Það er erfitt að finna bílastæði í Miami Beach og rétt eins og í New York geta þeir sem koma akandi vænst þess að þurfa að borga meira en lítið fyrir að leggja. Á móti kemur að eyjan er ekki stór, hægt að kom- ast gangandi á milli flestra staða og ekki dýrt að skjótast með leigubíl, taka Uber- bíl eða nýta skutlþjónustuna Freebee. Til lítils er að reyna að leita uppi ókeypis bílastæði og skynsamlegast að velja bílastæðahúsin. Á horni Collins Avenue og 13. strætis er billegt bílastæða- hús og örstutt á ströndina. Eins er hægt að finna ódýr bílastæðahús í nágrenni verslunargötunnar Lincoln Road. Ætti hver klukkutími að kosta einn dal, meira í fínni bílastæðahúsunum, en getur hæglega farið upp í fjóra dali á tímann ef lagt er úti á götu og greitt í stöðumæli. SKORTUR Á STÆÐUM Á EYJUNNI Ekki bílavæn byggð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.