Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Qupperneq 20
Þ jóðverjar eru einbeittir í að gera upp fortíð sína og gera það af algeru mis- kunnarleysi við sjálfa sig,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi stjórnmálamaður og sendiherra. Hann var fararstjóri í leiðangri til þýsku höfuðborgarinnar sem Úr- val-Útsýn stóð fyrir um síðustu helgi. Stríðin í Berlín var yf- irskrift ferðarinnar þar sem Svav- ar sagði fólki frá sögu borg- arinnar, sem var átakapunktur í fyrri og síðari heimsstyrjöld og eftir það í kalda stríðinu sem lauk með falli Berlínarmúrsins í nóv- ember 1989. Um þessar mundir er Berlín af- ar vinsæl ferðamannaborg, enda halda flugfélög og íslensar ferða- skrifstofur uppi reglulegum ferð- um þangað sem njóta mikilla vin- sælda. Í höfuðborginni þýsku má líka margs góðs njóta; hvort sem fólk vill frílista sig eins og það er kallað eða kynna sér sögusvið at- burða sem mörkuðu skil. Þar ber heimsstyrjaldirnar hátt en í Berlín er margt sem er til vitnis um rækilegt uppgjör Þjóðverja við sögu og atburði síðustu aldar. Í miðborg Berlínar er minnis- merki liggur upp að byrgi Hitlers sem hratt af stað brjálæði gyð- ingamorðanna. Það sjáist líka á minnismerkinu um bókabrennuna á Bebelsplats og í safni um þýska sögu við breiðgötuna Unter den Linden. Þá hafi gamla þinghúsið verið endurreist svo glæsilega að það er eftirsóttasti staður erlendra ferðamanna í Þýskalandi. Aldrei aftur ofstæki „Það hve Þjóðverjar eru öflugir að gera upp fortíðina sést líka á Stasi-skjölunum sem þeir hafa opnað og eru að flokka og gera aðgengileg. Það er satt að segja magnað hvað Þjóðverjar eru flest- ir – ekki allir – duglegir við að gera upp fortíðina. Núna sjást að vísu merki um annað, þar sem örl- ar á stuðningi við þjóðernisofstæk- ið sem fleytti Hitler til valda. Það má aldrei ná sér á strik aftur.“ Svavar var við nám í Austur- Berlín um hálfs árs skeið fyrir um hálfri öld. Frá þeim tíma minnist hann þess hvernig Vestur-Berlín var afgirt frá Austur-Þýskalandi með háum múr og gaddavírsgirð- ingum. Einnig varðturnum þar sem á stjákli voru hermenn með byssur um öxl með 400 hunda sem voru tilbúnir til að ráðast á hvern þann sem reyndi að fara yfir. „Almenningi í Austur-Þýskalandi leið eins og í fangelsi; flestum, en ekki öllum. Margir lifðu lífi sínu vissulega án þess að innilokunin hefði áhrif á hvunndaginn. Gott dæmi um svoleiðis fólk er einmitt Angela Merkel,“ segir Svavar. Hann segir að því verði að halda til haga að sitthvað í Austur- Þýskalandi hafi verið gott, svo sem ókeypis heilbrigðisþjónusta og skólar, ódýrt og öruggt húsnæði. Aðgangurinn að þessu hafi hins vegar skammtaður af valdakerfinu en ekki almenningi. Ríkisvaldið hafi orðið öllu öðru valdi yfirsterk- ara og grasrótin, jarðsambandið, hafi ekki verið til. „Tilurð Austur-Þýskalands var niðurstaða síðara stríðs, bylting of- an frá en ekki frá fólkinu sjálfu að neinu leyti. Um þróunina síðar er augljóst að valdakerfið austur- ÞÝSKALAND ER ALLTAF Í ELDLÍNUNNI Uppgjör án miskunnar ÞEGAR Á REYNIR ER ÞÝSKALAND Í ELDLÍNUNNI, SEGIR SVAVAR GESTSSON. HANN LEIDDI ÍSLENDINGA UM BERL- ÍN, UM SLÓÐIR STYRJALDA OG MERKRA SAGNA. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Svavar Gestsson og föruneyti hans við Berlínarmúrinn, Járntjaldið sjálft. Fróðlega var sagt frá borginni, sem Svavar þekkir vel eftir löng kynni. Skammt frá Brandenborgarhliðinu er minnismerki eftir bandaríska arkitektinn Peter Eisenman um gyðinga sem teknir voru af lífi í síð- ari heimsstyrjöldinni; þar sem alls 2.711 steinkössum er raðað á torg- ið eftir kúnstarinnar reglum. * Almenningi í Austur-Þýskalandi leiðeins og í fangelsi; flestum, en ekki öll-um. Margir lifðu lífi sínu vissulega án þess að innilokunin hefði áhrif á hvunndaginn Í Treptower park sem er minningar- og grafreitur Sovétmanna sem féllu í lok síðari heimsstyrjaldar. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Ferðalög og flakk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.