Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Page 25
kallast rustik en ég dýrka svart,
það er minn uppáhalds litur og
finnst mér svarti veggurinn og ar-
inninn koma mjög vel út,“ útskýrir
Arnar Gauti sem nýverið málaði
vegg á ganginum heima hjá sér,
ásamt arni, í möttum, svörtum lit.
Hann telur mikilvægt við inn-
réttingu heimilisins að vera ekki
með mikinn óþarfa. „Þegar ég er
búinn að finna réttan stað fyrir
hvern hlut er hann þar yfirleitt
áfram, ég er ekki mikið að kaupa
eitthvað bara til að kaupa það
þótt mig langi í það, mér finnst
heimilið eins og það er mjög af-
slappað og þægilegt andrúmsloft á
því.“
Aðspurður hvert hann sæki inn-
blástur nefnir hann aðallega tíma-
rit. „Ég elska að fara í miðbæinn
á uppáhalds veitingahúsið mitt, Le
Bistro, með nokkur ný tímarit og
borða góðan mat ásamt því að
fletta nýjustu tímaritunum, klikkar
aldrei og þá sérstaklega á sunnu-
dögum í afslöppun.“
Uppáhaldsstaður fjölskyldunnar
á heimilinu er við matarborðið,
sem einnig er uppáhaldsmubla
Arnars Gauta á heimilinu. „Borðið
er 100 ára gamalt, frá París, en
að vera þar með ungunum mínum
eða að halda gott matarboð finnst
mér oftast bestu stundirnar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í stofunni er skemmtilega uppsettur veggur
sem hefur að geyma skemmtilegar minningar.
Tískubækur og glimmergríma.
Glansandi svört hilla. Hér fá litlu hlutirnir að njóta sín. Herbergi Natalíu Parísar. Límmiðinn á veggnum er í miklu uppáhaldi.
Vegginn málaði Arnar Gauti í möttum, svörtum lit. Hann úðaði einnig tóma ramma sem prýða vegginn í sama lit
ásamt arninum. Veggurinn er afskaplega vel heppnaður og gefur heimilinu fallegt yfirbragð.
29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
KÄHLER Ilumina aðventustjaki
JÓLAVERÐ
5.990 kr.
FALLEGAR NÝJAR
VÖRUR FRÁ KÄHLER
* Mér finnstheimilið einsog það er mjög af-
slappað og þægilegt
andrúmsloft á því