Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 26
Takið pastaafganga og notið í gómsætt salat. Blandið saman við pestó úr krukku, setjið smá auka hvítlauk og rífið parmesan yfir. Notið græn- meti úr ísskápnum að eigin vali, t.d. papriku, tóm- ata, ruccola en einnig má setja út í parmaskinku eða annað sniðugt úr ísskápnum. Berið fram með heitu brauði. Frábært að setja í lokað plastílát og hafa með sem nesti í vinnuna eða skólann. ↑ Pastasalat Óskar Finnsson sýnir listir sínar í eldhúsinu. KORTER Í KVÖLDMAT Guðdóm- legt pasta í öll mál Uppskriftina að sjávarréttapasta má finna á mbl.is. ÓSKAR FINNSSON HELD- UR ÁFRAM AÐ KENNA ÍS- LENDINGUM AÐ ELDA FLJÓTLEGAN OG BRAGÐ- GÓÐAN KVÖLDMAT OG EKKI SÍÐUR HVERNIG Á AÐ NÝTA AFGANGA. Á MBL.IS ELDAÐI ÓSKAR DÝRINDIS SJÁVARRÉTTAPASTA MEÐ TÍGRISRÆKJU OG FISKI EN UPPISTAÐAN Í SÓSUNNI VAR GRÍMS HUMARSÚPA BÆTT MEÐ HVÍTLAUK, RJÓMA OG CHILLI. ÓSKAR MÆLIR MEÐ AÐ GERA RÍFLEGA AF PASTA ÞVÍ NÝTA MÁ ÞAÐ Í AÐRA RÉTTI SEM HÉR ERU SÝNDIR. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Matur og drykkir Morgunblaðið/Ásdís *Hér gefur Óskari Finnsson uppskrift af veislu-máltíð sem tekur aðeins 10 mínútur að matbúa.Notaðu afgangs pasta eða sjóddu nýtt. Steiktusveppi upp úr smjöri með smá salti og pipar,helltu svo smá rjóma á pönnuna og láttukrauma. Helltu þessu yfir pasta og blandaðu vel.Skvettu teskeið til matskeið af truffluolíu yfir og þá ertu kominn með veislumat. Berðu fram með góðu baguette brauði. Nokkrir dropar af truffluolíu ↓ Ostarjómapasta Í þessari einföldu uppskrift mælir Óskar með því að nota af- ganginn af soðnu pasta og búa til ljúffengan rétt sem allir í fjölskyldunni munu elska. Hitið upp pastaafganga. Takið osta úr ísskáp eða frysti og bræðið þá í potti í 3 mín. með einum kjúklingateningi og hálfum dl rjóma. Blandið öllu saman og berið fram með hvítlauksbrauði eða heitu baguette-brauði. Skreytið með skornum tómötum og basil. Frábært að setja í plastílát og hafa með sem nesti í vinnuna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.