Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 32
Græjur og tækni 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Vefútgáfa breska blaðsins Independent birti í vikunni út- tekt á Playstation 4-jólatölvu- leikjunum í ár og hverjir þykja þar bestir. Í efstu þremur sæt- unum eru í réttri röð: Witch- er 3: Wild Hunt, Bloodborne og Fifa 16. Tölvuleikir um jólin Sýndarveruleikagleraugu frá fyrirtækjum á borð við Oculus, Valve og Sony hafa vakið töluverða lukku meðal spenntra notenda. Engu að síður hafa stærstu tölvuleikjaframleið- endur heims verið seinir að taka við sér og fátt virðist benda til þess að á leiðinni séu leikir fyrir þessa nýju tækni. „Það eru enn örðugleikar við þessa tækni og hindranir sem koma í veg fyrir að við ráðumst í fjárfestingar með sýndarveruleikatæknina,“ sagði Blake Jorgensen, fjár- málastjóri Electronic Arts, EA. „Eins og staðan er í dag er markaðurinn einfaldlega of lít- ill. EA er ekki að framleiða leiki fyrir Wii lengur af þeirri ástæðu einni að markaðurinn er of lítill. Þetta snýst allt um stærð markaðarins.“ Jorgensen tók það þó sérstaklega fram að EA hefði unnið að þróun hugbúnaðar og lausna með ýms- um framleiðendum sýndarveruleikatækni en hefði ekki í hyggju að eyða háum fjárhæðum í tæknina fyrr en mark- aðurinn væri orðinn töluvert stærri. „Til lengri tíma tel ég að það verði markaður fyrir tölvu- leiki byggða á sýndarveruleikatækni. Við erum kannski að tala um fimm ár eða meira í að það verði að veruleika.“ Auk stærðar markaðarins hefur Jorgensen sagt að framleiðendur sýndarveruleikabúnaðar þurfi að leysa ógleðivandann sem fylgir fyrstu gerð sýndarveruleika- gleraugna. Markaðurinn er of lítill enn Sýndarveruleiki gæti boðið upp á spennandi þróun tölvu- leikja á komandi árum en EA segir markaðinn of lítinn. COMNAVCRUITCOM EA FJÁRFESTIR EKKI Í TÖLVULEIKJUM FYRIR SÝNDARVERULEIKA SEM STENDUR Það er misjafnt hve mikla áherslu fólk leggur alla jafna á hljóm og hljómburð, sumum finnst hann skipta meg- inmáli, aðrir meta hagræðið meira en gæðin og eru glaðir ef hljómur er nógu góður – hann þarf ekki að vera frábær ef ég get verið með plötusafnið í vasanum eða streymt hvaða lagi sem er úr tuttugu milljón laga bunkanum hjá Spotify. Að því sögðu þá þarf maður ekki að sætta sig við hvað sem er, ekki að kaupa heyrnartól úti í sjoppu (nema í neyð) eða Bluetooth-hátalara sem felldir eru í kókdós eða álíka umbúðir. Ég kíkti á tvö apparöt frá Sony sem eru ekki ýkja dýr, en ná að sameina hagræði og hljómgæði. SRS-X55-hátalarinn er meðal annars merkilegur fyrir það að hann styður LDAC-tækni, sem Sony hefur kynnt og felst í því að tónlistinni er þjappað á fullkomnari hátt en tíðkast í Bluetooth-apparötum almennt. Alla jafna nota menn SBC-þjöppun, sem er staðall í Bluetooth, en fyrir vikið tapast eitthvað af hljómgæðum þegar unnið er með hágæðastraum. Þetta er eðlilega ekki mál þegar uppruninn er geisladiskur, 44,1 kHz / 16 bita, en þegar straumurinn er orðinn 96kHz / 24 bita, það sem yfirleitt er kallað Hi-Res þar sem meiri upplýs- ingar eru notaðar til að vista tónlistina á stafrænu sniði, snýr SBC-staðallinn straumnum yfir í 44,1 kHz / 16 bita og gæðin minnka eðlilega við það. Nú halda einhverjir að þetta geti varla skipt höfuð- máli í ljósi þess að verið er að streyma músík í tæki sem er ekki nema 22,1 x 11,8 sentímetrar að stærð og x 5,1 cm að þykkt. Má vera rétt, en þeir sem heyra mun- inn á þessu tvennu, og það eru ekki allir, sætta sig illa við að tapa gæðum sem greitt er fyrir. Hljómur í SRS-X55-hátalaranum er merkilega góður, stórmerkilega góður reyndar, og setti alla Bluetooth- hátalara sem ég hafði prófað fram að þessu í mjög dap- urlegt ljós. Á bak við grillið að framan eru þrír há- talarar og tveir bassahátalarar að aftan sem skýrir hljóminn að mestu leyti, en væntanlega skipt- ir líka máli hversu traustbyggður hann er og þungur, ríflega kíló að þyngd. Hann nem- ur sendingu frá allt að tíu metra fjarlægð, en það er líka hljóðinntak og rafhlaðan dugir í allt að tíu tíma eftir því hversu hátt er spilað. Svo er líka hægt að taka við sím- tölum í gegnum hátal- arann og já, hlaða símann líka, ef vill – á honum er USB-tengi fyrir straum út. Hátalarinn styður NFC og því ein- staklega auðvelt að para hann við síma, ég lagði símann bara upp að honum og samþykkti pörun; tók ekki nema nokkrar sekúndur. SRS-X55 kostar 24.990 kr. í vefverslun Nýherja (til- boðsverð). Hitt Sony-tólið er heyrnartól, MDR-7510 nánar tiltekið, lokuð heyrnartól og nett, býsna létt og fara einstaklega vel á höfði – þegar ég hafði sett þau upp dauðlangaði mig til að henda Shure-hlunkunum mínum með sinni fá- ránlega þungu gormasnúru. MDR-7510 er kynnt sem heyrnartól fyrir atvinnumenn og á netinu má finna vitnisburð ýmissa sem lofsyngja þau og segjast atvinnumenn. Sem almennur notandi gef ég þeim fyrstu einkunn fyrir hljóm, hann er tær og góður, virkaði reyndar eilítið flatur til að byrja með en eftir því sem ég vandist heyrnartólunum kunni ég betur að meta þau. Bassinn er einkar náttúrulegur og tær, heyrist vel í góðri þungarokkkeyrslu, nú eða bassaleðju- rappi. MDR-7510-heyrnartólin standast vissulega ekki snúning spariheyrnartólum, en kosta líka ekki nema brot af því sem bestu slík tól kosta. Snúran er gormasnúra, um þrír metrar þegar búið er að teygja úr henni. Eftir að hafa vanist því að geta skipt um snúrur (eins og á Senn- heiser og Shure) sakna ég þess að það sé ekki hægt. Sony MDR-7510 kostar 29.900 kr. í vefverslun Ný- herja. HAGRÆÐI OG HLJÓMGÆÐI VÍST ER GOTT AÐ HAFA FULLT AF MÚSÍK Í VASANUM, Í BÍLNUM EÐA Í SUMARBÚ- STAÐNUM, EN OF ALGENGT ER AÐ FÓLK FÓRNI HLJÓMGÆÐUM FYRIR HAGRÆÐI, SÆTTI SIG VIÐ DÓSAHLJÓM, SUÐ, BRAK OG BRESTI TIL ÞESS EINS AÐ GETA HLUSTAÐ Á FERÐINNI. TIL ERU ÞÓ TÆKI SEM GERA LÍFIÐ AÐEINS BETRA AÐ ÞESSU LEYTI, HEYRN- ARTÓL OG FERÐAHÁTALARAR SEM SKILA SKAMMLAUSUM HLJÓMI Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.