Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Page 34
Tíska AFP *FAD er sniðugt smáforrit sem er nokk-urskonar orðabók sem inniheldur yfir1500 hugtök innan tískuheimsins og skýr-ingar á flestöllu sem viðkemur tísku. Alltfrá tískuhúsum, verslunum, merkjum ogsaumi er útskýrt í forritinu. Smáforritið kostar 3.99 dollara og er fáanlegt á Itunes. Snjöll tískuorðabók í símann H vað er það sem heillar þig við tísku? Tískan er aðgengilegt listform sem gefur manni tækifæri ad tjá sig, Mér finnst gaman að sjá hvernig fólk notar tísku á fjölbreytilegan hátt og samt er yfirleitt eins og sami þráðurinn sé gegnumgangandi. Sumir eru mjög meðvit- aðir um fatatísku og vilja fylgja henni í blindni, en yfirleitt finnur fólk sinn eigin persónu- lega stíl út frá henni og því finnst mér skemmtilegt að fylgjast með. Hvert sækir þú innblástur? Innblástur fæ ég í raun frá hverju sem er, þegar ég er opin fyrir honum. Hjá mér er það yfirleitt spurning um að koma mér í gang, sem er svolítið eins og að starta bíl, þá fer undirmeðvitundin að vinna og benda á allskonar myndir og form í ótrúlegustu hlutum. Það skiptir máli að horfa í kringum sig og næra augað. Ég held mikið upp á orða- tiltækið „Innblásturinn vill finna þig vinnandi“. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Fatastíllinn minn er mjög einfaldur. Ég klæðist aðallega buxum og bolum og síðan nota ég yfirleitt jakka og fylgihluti til þess að „peppa“ það upp. Myndir af fötum og tísku eru frekar í mínum myndaheimi og teikningum held- ur en utan á mér. Mér finnst samt auðvitað stundum gaman að klæðast einhverju öðruvísi ef ég er í þannig stuði. Mér finnst jafnframt oft gott og gaman að fá sýn annarra á sjálfa mig. Ég held að líka að það sé mjög oft þannig, líkt og franska orðatiltækið segir; skósmiðurinn gengur í verstu skónum. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Já, það eru helst klútar sem ég hef um hálsinn því mér finnst það bæði þægilegt og svo get ég valið þá liti sem passa við hvert tækifæri eða fara eftir skapi. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? 60’s tímabilið. Þá urðu svo miklar breytingar á tískunni á öllum sviðum. Það varð til tíska sem ekki hafði verið áður og var skapandi og spenn- andi. Þetta voru mínípilsin og kjólarnir með stíg- vélum og „ballerínu“ skóm, þetta var mjög grafísk tíska, bæði í litum og formum. Það var allt eitthvað svo nýtt, ný orka. Svo voru Bítl- arnir að byrja, þeir voru með nýjan stíl í tónlist, það var mikil skapandi orka í öllu. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Það er erfitt að velja eitt frægt andlit enda svo margir með mismunandi stíla sem eru flottir. Ég get samt nefnt Kate Middleton, mér finnst hún með einfaldan og flottan stíl. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Ég myndi kannski aldrei klæðast sumum af þeim fötum sem ég teikna. Ég er sjálf ekki mjög djörf í fatastíl en get þó verið það í mínum teikn- ingum. Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir jólin? Já, ég er búin að kaupa mér litla svarta kjólinn fyrir jólin. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Þeir eru margir og misjafnir. Það er enginn einn í uppáhaldi en auðvitað finnst mér sumir standa upp úr. Ég hafði gaman að því sem Galliano gerði fyrir Dior, hann var mjög skemmtilegur og skap- andi á myndrænan, leikrænan hátt. Af klassísku hönnuðunum finnst mér Ralph Lauren og Armani flottir en svo eru margir yngri nokkuð klassískir eins og til dæmis þeir sem hafa hannað fyrir Yves Saint Laurent og Balenciaga. Svo höfða þeir alltaf til mín sem eru meira í munstrum eins og Kenzo og fleiri. Áttu eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Mér finnst alltaf borga sig að kaupa einfaldan grunnklæðnað sem þú veist að þú munt nota. En svo ef þú sérð flík sem þú gersamlega fellur fyrir og gerir þig hamingjusama þá á endilega að kaupa hana. SKIPTIR MÁLI AÐ HORFA Í KRINGUM SIG OG NÆRA AUGAÐ Helga Björnsson fatahönnuður er með fallegan einfaldan stíl sem hún „peppar upp“ með fylgihlutum og jökkum. Morgunblaðið/Golli Djarfari í teikning- um en í fatavali HELGA BJÖRNSSON FATAHÖNNUÐUR STARFAÐI VIÐ HLIÐ LOUIS FÉRAUD, VIÐ HÁTÍSKUNA Á 8., 9. OG 10. ÁRATUG SÍÐUSTU ALDAR. HELGA HEFUR AFSKAPLEGA FÁGAÐAN OG FLOTTAN STÍL ENDA HEFUR HÚN HRÆRST Í HEIMI TÍSKUNNAR Í ÁRATUGI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Falleg munstur á sýn- ingu Kenzo fyrir vet- urinn 2015-2016. Áhugaverð hönnun John Galliano fyrir Christian Dior. Helga er búin að finna litla svarta kjólinn fyrir jólin. Katrín her- togaynja er með klassískan og fallegan stíl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.