Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 38
Á rni Magnússon handritasafnari var einn af okkar allra bestu mönnum fyrr og síðar, sannur bjarvættur íslenskra menning- arverðmæta. Eftir honum er þetta haft: „Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gáng, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggja nokkuð að iðja.“ Hæstiréttur ítrekar Vonandi sá Árni ekki, þótt snjall væri, veraldarvefinn fyrir sér, netið sem fiskar upp torfur ruglanda sem ofurefli liðs kemur þar á framfæri nótt sem ónýtan dag. Atvinnuleysi jarðarkringlunnar myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu ef reynt yrði að ráða þann mann- skap sem dygði til að hreinsa „erroribus“ út þaðan. En lengi vel mátti ætla að kjörnir fulltrúar í þýðing- armestu ábyrgðarstofnunum forðuðust að láta standa sig að staðreyndarugli, hvað sem liði öllum ágreiningi um áhrif staðreyndanna, á deilur og umræðu. Vera má að „fortíðarþrá“ villi mönnum sýn þegar þeim sárnar fullyrðingaflaumurinn sem berst út úr Alþingishúsinu. Verður vikið að því hér síðar. Ýmsir, sem ættu að vita betur, láta stundum eins og tilskip- anir frá ESB, sem hafi verið innleiddar á Íslandi með vísun í samninginn um EES (Evrópska efnahags- svæðið) hafi sjálfstætt gildi óháð íslenskum lögum og íslensk lög standi í skugga þeirra. Hæstiréttur Ís- lands hefur í dómi sínum tekið á þeirri bábilju og ítrekaði þann úrskurð sinn í dómi sl. fimmtudag. Í málinu, sem lá fyrir dómstólnum, hafði þrátt fyrir eldri dóm um prinsipið verið ákveðið að láta enn reyna á. En Hæstiréttur segir: „Við mat á afleið- ingum slíks ósamræmis er þess að gæta að tilskip- unin hafði ekki lagagildi hér á landi. Í 3. gr. laga nr. 2/1993 er mælt svo fyrir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES- samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Slík lögskýring tekur eðli máls samkvæmt til þess að orð- um í íslenskum lögum verði, svo sem framast er unnt, gefin merking sem rúmast innan þeirra og næst kemst því að svara til sameiginlegra reglna sem gilda eiga á Evrópska efnahagssvæðinu. Lögskýring sam- kvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993 getur á hinn bóginn ekki leitt til þess að orðum íslenskra laga verði gefin önnur merking en leidd verður af hljóðan þeirra, sbr. meðal Fall í þágu áróðurs. Er sýkin ólæknandi eins og kvefið? * Ýmsir, sem ættu að vita betur,láta stundum eins og tilskipanirfrá ESB, sem hafi verið innleiddar á Íslandi með vísun í samninginn um EES (Evrópska efnahagssvæðið) hafi sjálfstætt gildi óháð íslenskum lögum og íslensk lög standi í skugga þeirra. Reykjavíkurbréf 27.11.15 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.