Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Page 56
SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2015 Teiknarinn og rithöfundurinn Birgitta Sif var í vikunni til- nefnd til Sakura Medal-verðlaunanna í Japan fyrir bók sína Frances Dean. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar þar sem hún skrifar: „Vá! Rosalega ánægð með að bókin mín Frances Dean hafi verið tilnefnd til Sakura Me- dal-verðlauna. Hún var tilnefnd af 15.000 nemendum sem ganga í al- þjóðlega skóla í Japan.“ Það voru skólabókasafnsfræðingar í alþjóð- legum skólum í Japan sem stofnuðu þessi verðlaun. Bókin hefur komið út á íslensku undir nafninu Freyja Dís sem vildi BARA dansa og dansa. Fyrr í mánuðinum var síðan bók Aliciu Potter, sem Birgitta Sif myndskreytti, Miss Hazeltine’s Home For Shy and Fearful Cats, tilnefnd til „Peters Book of the Year 2016“. Hún segir að þessi tilnefning sé sérlega skemmtileg vegna þess að það séu bókasafnsfræðingar sem tilnefni. Bókin er tilefnd í flokki myndabóka og er hægt að kjósa Birgittu Sif á netinu. Tilkynnt verður um vinningshafa við athöfn í Birmingham hinn 11. mars. Íslendingar ættu að þekkja hana ekki síst fyrir bókina Ólíver, sem var tilnefnd til barnabókaverðlauna Norð- urlandaráðs fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum. „Bókin Ólíver er um strák sem líður svolítið öðruvísi og bókin er um það að vera öðruvísi í stórum heimi, líða vel með það og vera kannski svo heppinn að finna einhvern sem er eins og þú,“ sagði Birgitta Sif í viðtali í Morg- unblaðinu þegar bókin kom út. Amnesty International í Bretlandi leggur einmitt nafn sitt sérstaklega við Ólíver því bókin minnir okkur á við séum öll fædd jöfn og frjáls og höfum okkar eigin hugsarnir og skoðanir. Þeir sem vilja fylgjast með Birgittu Sif ættu endilega að finna hana á Facebook undir Birgitta Sif Illustration. TEIKNARINN OG RITHÖFUNDURINN BIRGITTA SIF Tilnefnd til japanskra verðlauna Frances Dean heitir á íslensku Freyja Dís. Birgitta Sif „Hvaða stúlka mundi ekki taka því með þökkum að fá að skreppa til New York í viku, búa á nýja fína Hilton- hótelinu í Rockefeller Center, og hafa fylgdarkonu til að sýna sér margt markvert í New York og fara með sig á dýra næturklúbba – og allt að kostnaðarlausu? Fáar grunar þó að slíkt sé annað en dagdraumar. En einn góðan veðurdag fyrir rúmri viku varð það að veruleika fyrir Guðborgu Kristjánsdóttur,“ segir í Morgunblaðinu 20. nóvember 1963. Guðborg, sem starfaði hjá Verzlunarbankanum, var boðið vestur til að taka þátt í sjónvarpsþætti Garry Moore, sem frægur var fyrir þættina The Garry Moore Show og I’ve Got a Secret. Guðborg segir sjálf frá: „Í síðarnefnda þættinum átti ég að koma fram og þekkja Garry sjálfan og mesta grínið var að plata mig. Áður en það hófst var ég lokuð inni í 3 klukkutíma. Þar var hlaðið á mig and- litsfarða. Upphaflega hafði verið talað um að kaupa á mig kjól, en þegar til kom leizt þeim betur á vínrauðan kjól sem ég á sjálf og keyptu við hann skó í sama lit. Ég var dálítið taugaóstyrk fyrst, því þarna var fullur áhorfendasalur, og ég vissi að sjónvarpað var gegnum 100 stöðvar, en sem betur fer eru ljósin svo sterk framan í mann, að maður sér ekkert fram í salinn. Ég átti að reyna að geta upp á hver Garry Moore væri af þremur mönnum, þar eð hann átti að syngja bezt og vera skemmtilegastur, en mér mistókst það, var búin að benda á báða hina áður en ég vissi hver hann var og það þótti auðvitað skemmtilegast. Þetta var hálftíma þáttur og ég var í l5 mínútur með.“ GAMLA FRÉTTIN Ævintýraferð til New York Guðborg fór í óvænta ævin- týraferð 1963. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Reggie Watts tónlistarmaður Hrafnkell Örn Guðjónsson tónlistarmaður Questlove tónlistarmaður PANTANIR Í SÍMA: 588 8998 joifel@joifel.is Tindrandi jól að hætti Jóa Fel Frostrós Sörur og kransakonfekt Dívur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.