Víkurfréttir - 18.12.1986, Side 4
JÓLABLAÐ
VÍKUR-fréttir
RÆKJUK OKKTEILL
Forréttur:
Rœkjukokkteill
400-500 gr. rækjur
(ca. 100 gr. á mann)
1 dl. tómatsósa
1/4 paprika
1/4 laukur
Safi úr 1/2 sítrónu
Salt og pipar
Látið rækjuna í fallegt
glas á fæti, t.d. rauðvíns-
glas. Tómatsósa, safi úr 1/2
sítrónu, salt og pipar, bland-
að saman í skál, paprikan
og laukurinn eru skorin
mjög smátt og blandað í
skálina. Hellið síðan legin-
um yfir rækjuna. Skreytið
með sítrónu, agúrku og
steinselju. Borið fram með
ristuðu brauði og smjöri.
Aðalréttur:
HAMBOR GARHR YGGUR
RJÓMARÖND FROMAGE
Hamborgar-
hryggur
1200 gr. hamborgarhryggur
Gulrætur
Rósinkál
Hrásalat m/franskri sósu
(dressing)
Smjörsteiktar kartöflur
Lögur á hrygginn:
6-10 stk. nýir sveppir
1 stk. laukur
5 msk. púðursykur
2 msk. sýróp
1 msk. þurrkað „estragon"
4-5 msk. sinnep
1/4 1. þeytirjómi
2-4 msk. soya
Púðursykri, sýrópi, þeyti-
rjóma og sinnepi blandað
saman í skál, laukurinn
skorinn smátt, sveppirnir
skornir í sneiðar. Látið
sveppina og laukinn í skál-
ina ásamt soya og „extra-
gon“.
Hryggurinn er hálfsoð-
inn í ca. 20 mín. í litlu vatni,
síðan er hann settur í ofn-
skúffu og öllum leginum
hellt yfir. Látið þetta bak-
ast í ca. 30-40 mín. Hiti um
150°C. Hellið síðan soðinu
úr ofnskúffunni í pott,
ásamt 1/4 1. þeytirjóma.
Sjóðið þetta niður þar til
sósan er passlega þykk,
notið kjötkraft ef með þarf.
Örlitlu rauðvíni má bæta í
sósuna.
Salatsósa (drcssing):
3 hlutar matarolía
1 hluti edik
1 hluti sinnep
1/4 Iaukur
Salat:
Kínakál
agúrkur
tómatar
Látið salatsósuna yfir rétt
áður en máturinn er bor-
inn fram.
Eftirréttur:
Rjómarönd
Fromage
8 eggjarauður
150 gr. strásykur
16 gr. matarlím
1 I. rjómi (þeyttur)
Vanilludropar
Eggjarauðurnar eru
þeyttar með vanillunni.
Sykurinn soðinn í litlu vatni
og hrærður sjóðheitur út í
eggjarauðurnar. Þeytt uns
eggin eru köld, matarlímið
sett út í og síðan þeytti
rjóminn. Sett í form sem
eru bleytt og stráð
flórsykri. Búðingnum er
hvolft á fat og er hann fram-
reiddur t.d. með ávaxtasafa
eða ávaxtasósu. Þennan
búðing má bragðbæta með
súkkulaði (raspað), kaffi,
líkjörum o.fl. í staðinn fyrir
vanilludropa.
Verði ykkur að góðu.
Stefán Sigurðsson,
Veitingahúsið Vitinn,
Sandgerði
JÓLAGJAFAÚRVAL
m/án sjálftrekkjara.
Verð kr. 2.950.-
til 10.400.-
Nett tæki með 2 hátölurum og útvarpi með 4 bylgjum,
LW/MW/SM/FM. - Stereo- og kassettutæki.
VERÐ KR. 5.995,-
VASADISKÓ með útvarpi.
VERÐ FRÁ KR. 2.490.-
NÁTTBORÐSKLUKKA með útvarpi.
KR. 2.249.-
Fullkomnar 35 mm
Kodak myndavélar
með auto-focus
og FAIR MATE
ferðatækið.
Vönduð tæki á
góðu verði.
Gefðu tónlistargjöf.
Landsins mesta plötuúrval.
Gefðu tónlistargjöf.
Ladsins mesta plötuúrval.
Þrumari frá SANYO með tvöföldu kassettu-
tæki, útvarpi með 4 bylgjum - LW/MW/SM og
FM stereo, equalizer og tveimur hátölurum.
VERÐ KR. 11.699.-
Ótrúlegt úrval af
römmum og
smellurömmum.
Keflavlk - Siml:
Tónlist
Ljósmyndavömr
Framköllun
Hafnargötu 28 - Keflavík
Ótrúlegt úrval af
römmum og
smellurömmum.