Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 15

Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 15
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli Slökkviliðið sjálfstæð stofnun Slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli er nú rekið sem sjálfstæð stofnun, í stað þess að vera deild innan Flug- rekstrarstofnunar sjóhers- ins. Var þetta kunngjört fyrir skömmu við hátíðlega athöfn í Slökkvistöðinni að viðstöddum helstu yfirmönn- um og gestum. Við það tæki- færi sagði Haraldur Stef- ánsson, slökkviliðsstjóri, að þetta væri mikill heiður og lýsti vel því trausti sem slökkviliðið hefði. Eingöngu íslendingar starfa í slökkviliðinu á Vell- inum og er því skipt í tvær deildir, slökkvilið og flug- þjónustudeild. Þar munu nú starfa um 200 manns. Við þetta sama tækifæri tók Alfreð Alfreðsson, varaformaður Landssam- bands hjartasjúklinga, við peningagjöf frá Norður- Atlantshafsdeild slökkvi- liðs sjóhersins, að upphæð 430 bandaríkjadala, til minningar um Svein Eiríksson, fyrrum slökkvi- liðsstjóra. Aður hafa þessir sömu aðilar safnað og gefið rúmlega 2000 dali. - bb. t Lovísa Guðmundsdóttir Loksins gat ég haft mig í að minnast þín, elskulega systir. Ég vona að fyrirgef- ið verði hvað ég er orðin sein með mitt stóra þakk- læti, fyrir allt sem þú gjörðir mér systir, gott. Einhver hafði á orði við mig: „því hefur enginn minnst Lúllu? Hún var þó bæði í kirkjukór og kvennakór. Furðulegt“. Já, Lúlla, þú gleymist aldrei, svo mikil ogstjórnsöm hús- móðir sem þú varst. Þú varst undursamlega flink í öllum þínum störfum. Þitt fallega heimili bar þess vott. Sorglegt að fá ekki að njóta þess lengur, þvílíka iðjusemi og dugnaðurgetur varla nokkurs staðar verið meiri, aldrei stoppað. Mun ég aldrei gleyma okkar góðu stundum, svo veit ég þig umfaðmaða af öllum ástvinum og bíð þess vegna róleg þangað til við mæt- umst í allri dýrðinni, sem ég sagði þér stundum frá hjá pabba okkar. Þvílíkri feg- urð þarf enginn að kviða. Svo óska ég að endingu að eiginmaður, öll börn og barnabörn verði gæfusöm og góð og kærleilcsrík við meðbræður sína. Ég bið al- góðan Guð allra ástvina að styrkja umfram alla, elsku frænku mína. Til allra ástvina, dýrlega jólahátíð. Systir Vertu töff í tauinu um jólin Munið gjafakortin vinsælu. Po/cMon ~ Hafnargötu 19 - Keflavík - Síml 2973

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.