Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Page 31

Víkurfréttir - 18.12.1986, Page 31
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir leigt í Edinborg og setti þar niður verkstæði. Hafði hann strax mikið að gera, en varð að flýja úr húsinu vegna kulda. Flutti hann þá vestur á Vallargötu í kjall- ara hússins sem nú hefur númerið 24. Þar var hann til 1937 að hann keypti húsið að Hafnargötu 35 og hafði hann íbúðina niðri, en verkstæðið uppi ágötuhæð. Við Hafnargötuna var verkstæðið þar til 1951-52 að það flutti í bakhús við sömu götu, þar sem áður var fyrsta hárgreiðslustof- an í Keflavík. Og þar er það til 1980, að það flutti upp á Skólaveg. Þegar verkstæðið hóf starfsemi sína voru fyrir tveir skósmiðir í Keflavík, en þar sem þeir voru orðnir aldraðir varð að senda mikið af skótaui til Reykja- víkur í viðgerð. Var því fljótt mikið að gera. Á þessum árum var einnig notað leður til viðgerða, en nú er notað mikið nylon, auk þess sem límið sem nú er allsráðandi þekktist þá vart, heldur voru allir skór negldir“. Á skömmtunarárunum tók verkstæðið að sér að nota auða tímann til að smíða skó. Mest voru það kvensandalar og þetta gekk það vel að þeir voru jafnvel seldir út á land. Á árunum eftir að Matti hætti störfum var Sigurberg að jafnaði með einhvern með sér við vinnuna og hafa margir nafnfrægir komið þar við sögu. 1960 hóf Jón Stefáns- son, tengdasonur Sigur- bergs, starf hjá honum og tók hann síðan við rekstrin- um 1973 er Sigurberg lést. - En Matti, hvenær var skóbúðin stofnsett? „Það var í desember 1944, að við Sigurberg og Jón Tómasson stofnuðum hana“. - Nú man ég eftir skóverk- stæðinu sem eins konar mið- stöð þar sem ýmsir menn komu saman til að spjalla, hefur þetta alltaf fylgt verk- stæðinu? „Já, það hefur alltaf verið mikið um það og er mér sérstaklega minnis- stætt þegar Helgi Hjörvar las Bör Börsson í útvarpið. Ef við vorum að vinna á kvöldin fylltist verkstæðið af fólki sem kom til að hlusta á Helga, af því að það vildi ekki missa af neinu“. - En, Jón, hefur orðið mikil breyting á þessum 25 árum síðan þú hófst starf hérna? „Já, skótískan er búin að fara hringinn á þessum 25 árum. Þegar ég kom hing- að voru það mjóu hælarnir, siðan komu þeir breiðu og nú eru aftur komnir mjóir“. - Er nóg að gera í þessu? „Það er miklu meira að gera þegar mjóu hælarnir eru, því þeir duga svo stutt, en þetta er sveiflukennt eins og tískan“. - Hvernig var þetta í gamla daga, Matti? „Þá var mikið að gera, t.d. var það einu sinni í vik- unni fyrir hvítasunnu, að við sóluðum 90 pör af kvenskóm, fyrir utan karl- mannaskó". „Já, þá fóru þeir aldrei í jólaköttinn, eins og ég geri“ skaut Jón inn í og hélt svo áfram: „Nú fá allir sér nýja skó, fyrir jól, en þá keyptu menn sér aðeins eina til tvenna skó yfir ævina og notuðu gúmmiskó allt árið“. Þar með ljúkum viðspjall- inu við fólkið á Skóvinnu- stofu Sigurbergs, þeirrar einu sinnar tegundar á Suðurnesjum í dag, með ósk um að þessi nauðsyn- legi þáttur hversdagsamst- ursins eigi eftir að halda áfram sem lengst. - epj. Sigurberg Ásbjörnsson að störf- um á skóvinnustofu sinni. Hann kom hingað frá Ólafsvík til að vinna við hrognatöku, en það fór á annan veg og þess í stað opnaði hann skóvinnustofu. Á myndinni má sjá hluta af fram- leiðslunni á hillunni fvrir ofan. Verka kvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur sendir félagsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjabúum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár, og þakkar samstarfið á árinu sem er að Jíða. K ö K // Sendum starfsmönn- um okkar, suo og öðrurr Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að iíða. DVERGHAMRAR KEFLAVÍKURFLUGVELLI

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.