Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Qupperneq 34

Víkurfréttir - 18.12.1986, Qupperneq 34
JÓLABLAÐ VlKUR-fréttir „Mér var ekki ætlað að verða sjómaður" - segir Jón Tómasson, fyrrum símstöðvarstjóri, nú ritstjóri Faxa og umboðsmaður, í jólaviðtali „Það eru ekki margir sem fara i sporin hans Jóns Tómassonar“ sagði ónefndur viðmælandi minn þegar ég sagði honum að ég ætlaði að fá Jón í jólaviðtal. Flestir Suðurnesjamenn kannast við manninn. Hann var símstöðvarstjóri í Keflavík í 37 ár, hefur komið víða við í félagsmálunum og verið bæjarfulltrúi svo eitthvað sé nefnt. Síðustu 10 árin hefur hann rekið umboðsskrifstofu, verið ritstjóri FAXA í 7 ár og í blaðstjórn meira og minna í 40 ár. Lífsferill mannsins er ótrúlegur ef hugsað er til þess að hann lenti í „tvö- földu“ slysi ungur að árum og var nálægt því að fara í aðra veröld. Og það fyrir lítið tilvik. Jón vildi ekki fara í aðra veröld. Hann átti lífið framundan. Jón er eins og járnkarl, brotn- ar ekki,- í mesta lagi bognar.... Við Jón höfðum mælt okkur mót síðdegis einn laugardag í nóvember. Hann býr ásamt konu sinni, Rögnu Eiríksdóttur, að Vatnsnes- vegi 11 í Keflavík. Ég kannaðist við húsið sem er gamalt steinhús, tveggja hæða. Eldri bróðir minn leigði nefnilega neðri hæðina hjá þeim hjónum fyrir 10-12 árum síðan og ég var oft barnapía hjá honum. Ég gekk inní húsið og Jón kom um leið niður stigann og bauð mig velkom- inn. Þegar ég gekk upp stigann varð mér hugsað um öll lífsspor Jóns sem er rétt tæpri hálfri öld eldri en ég. Munurinn gæti vel verið minni. Jón er svo eldhress. Hann lítur vel út; gráhærður og frekar lágur vexti. Jón brosir oft, og mikið. Það hlýtur að eiga einhvern þátt í þessu öllu saman hugsa ég. Við setjumst inn í stofu og Ragna kemur í þann mund og færir okkur kaffi og meðlæti. Ég spyr hana hvernig það sé að eiga svona atorkusaman eiginmann. Hún hlær að spurningunni en svarar svo sallarólega: „Það er bara ágætt.“ Fluttur í brauðkassa Ég spyr Jón fyrst hvar hann sé fæddur og uppalinn. „Það er nú svo merkilegt að ég er fæddur Keflvíkingur þó ég fæðist að Járngerðastöðum í Grindavík. Þannig vildi til að faðir minn, Tóm- as Snorrason, var skólastjóri Barnaskólans í Keflavík en hafði það að atvinnu á sumrin að ferðast með útlendinga upp á hálendið, sem leiðsögumaður og túlkur. Mamma, Jórunn Tómasdóttir, var þá mikið hjá ömmu í Grinda- vík og átti mig þar 26. ágúst 1914. Nákvæmlega mánaðargamall kem ég fyrst til Keflavíkur. Og er þá borinn í brauðkassa af tveimur körlum. Þá var enginn bílvegur kominn til Grindavíkur, einungis fært hestum og gangandi.“ Jón ólst upp fyrstu fjögur árin í Keflavík, þar til faðir hans hætti störfum sem skólastjóri og íjölskyldan flyst til Grindavíkur. Þegar ég spyr hann hvort hann muni eitthvað frá þessum árum þá situr í honum merkileg reynsla gagn- vart hestum. „Mér þótti þetta svo skemmtilegar skepnur að ég var alltaf á hælunum á þeim. Pabbi átti oft ágæta hesta og m.a. átti hann einn sem hét Sleipnir. Sá var frægur skeiðhestur og viljahest- ur, alveg sérstaklega gáfuð skepna vil ég meina. Því ef mig vantaði var alltaf farið þangað sem hesturinn hélt sig, hér í móanum við Vatnsnes. Þá var hér engin byggð. Og það var alveg sama hvar ég var settur á bak hestinum. Hann rölti fet fyrir fet, taumlaust heim að skóla. Þetta fannst mér mjög merkilegt sérstaklega eftir á þegar ég heyrði talað um skynlausar skepnur.“ Á mótorbát til Grindavíkur -Þið flytjið svo búferlum til Grindavíkur? j,Já, þá fór ég í mína fyrstu sjóferð með litlum mótorbát sem notaður var til flutninga á þess- um árum á milli byggðarlaganna. Hann var í eigu Einars kaupmanns í Garðhúsum í Grinda- vík en skipstjóri á honum var Einar nokkur Guðberg. Mín fyrsta reynsla af sjó var ekki beint í frásögur færandi því þegar við komum að legunni í Grindavík og fórum yfir í minni bát sem átti að flytja okkur til lands var mér bilt við þegar Einar kaupmaður kom út í bátinn. Hann var stór og mikill og ég minnist þess að ég varð skíthræddur þegar báturinn fór á fleygiferð þegar Einar steig á borðstokkinn.'1 Alvara lífsins tekur við I Grindavík gekk Jón svo hina hefðbundnu skólagöngu á þessum árum í barnaskóla. En haustið eftir fermingu tók alvara lífsins við. Jón fór í sína fyrstu róðra, 14 ára gamall og sem full- gildur sjómaður fór hann á sína fyrstu vertíð eftir áramótin, þá á 15. ári. -Þú hefur ætlað þér að verða sjómaður? „Það var ekki um annað að ræða. Strákar sem ólust upp á svona stöðum gátu varla orðið annað en sjómenn. Ég kunni ágætlega við mig á sjónum, var sjö vertíðir í Grindavík og þar af eina sem formaður á bátnum í veikindaforföll- um Eiríks móðurbróður míns, sem annars var með bátinn. Hann veiktist skömmu fyrir vertíð- ina og var frá svo til allan tímann. Þá var ég 18- 19 ára“. -Þetta voru auðvitað bara opnar litlar trillur? „Já, þetta var 4 tonna trilla en áhöfnin var 9 manns, 4 á sjó og 5 landamenn.“ -En var nokkur framtíð í því að vera á lítilli trillu fyrir stórhuga unga menn? „Lífið snerist um sjó og ekkert annað en sjó- mennsku. Og mér féll hún vel. Ég var nokkur vor og sumur á togurum eftir vertíðir í Grinda- vík en mína áttundu vertíð fór ég upp á Akra- nes. Ég ætlaði að komast í sjómannaskólann og þá varð ég að vera búrnn að vera skráður á þil- skip í marga mánuði. Ég réði mig því á 40 tonna bát sem vélamaður enda lærður mótoristi. En enginn veit sína ævi fyrir og þennan vetur lauk sjómannsferli mínum er ég lenti í slysi.“ Jón hvílir sig nú á frásögninni, drýpur á kaffinu og verður hugsi um þennan atburð, sem breytti lífsferli hans. Heldur svo áfram: „Það voru greinilega forlögin sem tóku þarna í taumana því þetta var ákaflega klaufalegt og vanhugsað allt saman. Þannig var að þetta var á laugardag fyrir páska 1936. Það var landlega og ekkert ró- ið yfir bænadagana. En það var samt venja að fara um borð og athuga hvort ekki væri allt í lagi. Eftir eina slíka ferð þegar ég er á leiðinni heim kem ég að nokkrum strákum í bænda- glímu upp á túni. Ég hafði ákaflega gaman af glímu og hafði glímt töluvert heima í Grinda- vík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.