Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 38
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir „Hugsa fyrst um að ná titli alþjóðameistara' - segir Björgvin Jónsson, skákmaður, í viðtali við Víkur-fréttir „Ætli ég hugsi ekki fyrst um að ná titli alþjóðlegs meistara, áður en ég fer að gæla við stórmeistaratitilinn af alvöru“ sagði Björgvin Jónsson, skákmaðurinn geð- þekki, í samtali við jólablað Víkurfrétta. Björgvin er 22 ára og þó ungur sé að árum er hann nú þegar orðinn þekkt nafn í skákheiminum og þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða að hann nái markmiði sínu að verða alþjóðlegur meistari í skák. Björgvin Jónsson er fæddur í Reykjavík 17. mars 1964 og er hann á öðru ári í lögfræðinámi í Háskóla íslands. Hann býr í Ytri-Njarðvík ásamt for- eldrum sínum, Jóni Böð- varssyni fyrrv. skólameist- ara Fjölbrautaskóla Suður- nesja, Guðrúnu Erlu Björg- vinsdóttur og yngri bróður Böðvari Jónssyni. Til Njarðvíkur flutti Björgvin með foreldrum sínum 1976, þegar faðir hans varð skólameistari Fjölbrautaskólans. Hann hefur nú látið af því starfi og stundar ritstörf. „Okkur hefur líkað ákaflega vel að búa hér á Suðurnesjum og það er ekki á döfinni að flytja héðan þótt við pabbi þurfum mikið að sækja til Reykjavíkur, hann vegna ritstarfa og ég vegna náms- insv Á alþjóðlega Reykjavík- urskákmótinu fyrr á þessu ári var Björgvin mjög nálægt því að ná fyrsta áfanga að titli alþjóðlegs meistara. Hann hlaut 5 vinninga, en hefði þurft að fá 6 vinninga til að ná áfanganum. Til að ná áfanga að alþjóðlegum titli þarf að tefla t.d. 11 skákir við menn með stigameðal- tal 2427 Elo-stig og ná 6 vinningum. Af þessum 11 þurfa að vera a.m.k. 3 stór- meistarar. Eftir þrjárfyrstu umferðirnar hafði hann teflt við tvo stórmeistara og einn alþjóðlegan meistara og var stigameðaltal þess- ara þriggja skákmanna rúmlega 2500 Elo-stig. Var Björgvin kominn með þrjá vinninga eftir þessar skák- ir, en í lokin missti hann naumlega af lestinni. Samkvæmt alþjóðlega stigakerfinu hefur Björg- vin nú styrkleikann 2310 Elo-stig og 2295 stig sam- kvæmt íslenska kerfinu. Björgvin hefur nú nýlok- ið þátttöku í tveim skák- mótum, Haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur, þar sem hann sigraði með glæsi- brag og Islandsmótinu. „Þetta er búið að vera tveggja mánaða törn og ég ætla að hafa hægt um mig á næstunni og nota tímann til að endurskoða taflmennsk- una, því maður þarf að vera i stöðugri endurskoðun.“ Áhugi fyrir skák kvikn- aði fyrir alvöru hjá Björg- vin þegar hann var 8 ára. Þá fór fram í Reykjavík „ein- vígi aldarinnar“ á millj sovétmannsins Boris Spassky og Robert Fischer frá Bandaríkjunum. Þeirri viðureign lauk með sigri Fischer eins og menn ef- laust muna. „Eg tefldi við pabba og afa minn, Björg- vin Grímsson, til að byrja með, en fór fljótlega að tefía hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Þar voru þá einnig að byrja þeir Jóhann Hjartarson og Árni Ármann Árnason. Þeir eru árinu eldri. Eftir að við fluttum til Njarðvíkur gekk ég í Skák- félag Keflavíkur og fór upp úr því að tefla mun meira og síðan í kjölfarið á mót- um erlendis.“ Björgvin sagði að skák- Nýttfyrirtæki Skjölun sf. er fyrirtæki sem annast skipulagningu, uppsetningu, ráðgjöf og þjónustu við hvers konar gagnasöfnun. Stofnendur eru þær Jakobína Ólafsdótt- ir og Hulda Björk Þorkels- dóttir, báðar búsettar í Keflavík. - epj. lífið á Suðurnesjum hefði verið með daufara móti síð- ustu árin og taldi hann or- sökina sennilega vera óhentugan vinnutíma þeirra sem hefðu verið hvað virkastir í félaginu. Skák- félag Keflavíkur hefði t.d. fallið í 2. deild í Deilda- keppni Skáksambands ís- lands í síðasta deildarmóti. Þetta stæði vonandi til bóta, skáklífið hefði bragg- ast mikið í vetur undir stjórn formannsins, Gísla Isleifssonar. Væri mark- miðið að endurheimta 1. deildar sætið. „Við teflum einu sinni í viku hjá skák- félaginu, á þriðjudags- kvöldum kl. 20, í sal Verka- lýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur Hafnargötu 80. Vil ég hvetja alla þá sem hafa áhuga og langar til að tefla að koma.“ Fyrsta sterka skákmótið sem Björgvin tók þátt í á er- lendri grund, var heims- meistaramót unglinga 1979 í sveitakeppni 16 ára og yngri sem fram fór í Viborg í Danmörku. Þar tefldi hann þrjár skákir og vann þær allar. Keppendur í ís- lensku sveitinni auk Björg- vins voru: Jóhann Hjartar- son, Karl Þorsteins, Elvar Guðmundsson og Jóhann- es Gísli Jónsson. Fjórum árum síðar tók Björgvin þátt í Evrópumeistaramóti unglinga 20 ára og yngri sem fram fór í Gronningen í Hollandi og náði þar mjög athyglisverðum árangri, hlaut 7 vinninga af 13 mögulegum og hafnaði í 9- 14 sæti af 30 keppendum. Sigurvegari á mótinu varð Salov frá Sovétríkjunum með lOló vinning. Salov náði síðar sínum seinni áfanga að stórmeistaratitli í Reykjavík fyrr á þessu ári. Annar varð Simen Agde- stein frá Noregi með 10 vinninga, mjög sterkur skákmaður í dag og íslend- ingum góðkunnur. I fyrrasumar tók Björg- vin þátt í mótum í Noregi og Sviss, árangur hans á þeim mótum var ágætur og gefur tilefni til bjartsýni. Björgvin sagði að sér gæfist ekki mikill tími fyrir Bæjarstjórn Njarðvíkur sendir Njarðvíkingum og öðrum Suðurnesjamönnum hugheilar jóla- og ngársóskir. Sendum öllum íbúum Hafnahrepps svo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóía- og nýársóskir. Hreppsnefnd Hafnahrepps ..... ' ........... Brynjólfur hf. óskor starfsfólki sínu ogsjómönnum á uiðskiptabátum GLEÐILEGRA JÓLA og þakkar þeim uel unnin störf á liðnu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.