Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Side 42

Víkurfréttir - 18.12.1986, Side 42
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Sérkennilegt byssusafn er í Byggðasafninu. Þaer voru eign Börge Sörensen, dóttursonar Ólafs Norðfjörð verslunarmanns í Keflavík. Börge var sjúklingur alla ævi, þjáðist af liðagigt og var meira og minna rúmfastur í 40 ár. Hann safnaði vopnum og „lá á“ vopnasafninu í réttri merkingu, því öll tólin voru undir rúmdýnu hans í 40 ár. I safninu er m.a. fágæt byssa frá 17. öld, fílabcinslögð, og þar má einnig sjá einvígispístólu. Alls eru byssurnar 18. Flest allar byssur sínar fékk Börge úr „Riffel Skot- mannfjelaji Hjeri Keflavík Kringumliggjandi hjeruðum". þetta félag var stofnað 1869. Byggði hús þar sem nú stendur Grófin 8a, síðan var það flutt að Vesturgötu 5 og það stækkað og hækkað. Fyrsta skot- keppnin fór fram 6. janúar 1860. Þátttakendur voru 30 og sigurvegari varð Gunnar Halldórsson frá Kirkjuvogi, með 34 stig, annar varð bókari úr Reykjavík, Th. Systen, með 23 stig og þriðji varð Jón Pétursson, Höskuldarkoti, með 15 stig. Eitthvað mun hittnin hafa verið misjöfn, því margir fengu ekkert stig þennan fyrsta keppnisdag hjá féiaginu. Vistmenn a Garðvangi senda öllum þeim sem sýnt hafa þeim uinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og farsældar á ngju ári. Guð blessi ykkur öll. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í tooár óskar Suðurnesjamönnum ölium gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg uiðskipti á iiðnu ár. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Keflavíkurflugvelli - Grindavík - Sandgerði Fágætar Ijósmyndir af Keflavfk Tvær af elstu Ijósmyndum sem til eru í dag, eru í Byggðasafni Suður- nesja, sem nú hefur verið opnað aftur Tvær af elstu ljósmynd- um sem til eru í dag, eru í Byggðasafni Suðurnesja, sem nú hefur verið opnað aftur. Myndirnar eru frá ár- inu 1850, teknar á vegum danska kaupmannsins Knudsen. Önnur er tekin fra Framnesi til vesturs og má sjá á henni undirstöður kornmyllunnar sem stóð á Myllubakka. Hin er tekin á Myllubakkanum til vesturs. Ljósmyndatæknin er talin vera fundin upp um 1842 og sagði Guðleifur Sigurjónsson, forstöðu- maður safnsins, að senni- lega væru ekki margar myndir til í heiminum frá þessum tíma. Byggðasafnið, sem er til húsa að Vatnsnesi, hefur nú verið opnað aftur eftir að hafa verið lokað sl. 2 ár vegna breytinga. I safninu kennir margra forvitni- legra hluta frá fyrri tímum. Fjöldinn allur er af ljós- myndum og teikningum er Guðleifur Sigurjónsson, forstöðumaður Byggðasafns Suðurnesja, með einn fágætra muna úr safninu. Er þetta söðull, sem konur riðu í og er hann frá Þórukoti í Ytri-Njarðvík.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.