Víkurfréttir - 18.12.1986, Side 44
JÓLABLAÐ
VÍKUR-fréttir
Rollurnar
jafnmargar
og bátarnir
- Rætt við einn stærsta útgerðarmann Suðurnesja í dag, hinn
ramma Grindvíking og útvegsbónda, Dagbjart Einarsson
Ein stærsta verstöð
landsins undanfarin ár hef-
ur verið Grindavík. Og
stærstu útgerðaraðilarnir á
Suðurnesjum eru Fiskanes
h.f. og Þorbjörn h.f.
Grindavík ásamt Miðnes
/Keflavík h.f. Sá sem veitir
Fiskanesi h.f. forstöðu er
Dagbjartur Einarsson, en
fyrirtæki hans gerir út fimm
báta, auk þess sem það er
með saltfiskverkun sem að-
alvinnslustöð fyrirtækisins
og síðustu 10 árin hafa þeir
einnig rekið frystihús, eða
síðan þeir keyptu Arnarvík.
Síðan þá hefur frystingin
verið að aukast hjá fyrir-
tækinu svona hægt og síg-
andi.
Okkur hér á Víkurfrétt-
um lék hugur á að kynnast
Dagbjarti og þá ekki síður
hinni hliðinni á þessum at-
hafnamanni. Og eftir
nokkrar tilraunir tókst loks
að króa hann af eina morg-
unstund á heimili frétta-
manns Víkurfrétta í Grind-
avík, Gunnars Vilbergs-
sonar. Fyrsta spurningin
sem við lögðum fyrir hann
var: Hvernig er að gera út,
annars vegar dæmigerða
vertíðarbáta og síðan bát
eins og Grindvíking?
„Það getur verið mjög
gott að hafa svona bland-
aða útgerð, hjá okkur er
þetta ekki vandamál, enda
getur slíkt komið til góða ef
vel gengur í einu en öðru.
Nú, Grindvíkingur, sem er
okkar stærsti bátur, hefur
stundað fyrst og fremst
loðnu þangað til i ár að við
settum hann á rækju í fyrsta
skipti og frystum við hana
um borð. Við reyndum að
vísu kolmunnaveiðarfyrstu
árin, en þaðgaf heldurdap-
ran árangur, þá gerðum við
hann smávegis út á fiski-
troll, en það gekk ekki held-
ur. I þrjúárvarhannaðeins
notaður til loðnuveiða og lá
þá á milli veiðitímabila.“
-Hafið þið ekkert hugsað
út í skuttogara?
„Nei, við höfum ekki far-
ið út í þá og það held ég að
hafi verið okkar gæfa fram
að þessu. Við sjáum bara
hvernig farið hefur fyrir æði
mörgum hér um slóðir s.s.
þeim frystihúsum sem fóru
út í skuttogaraútgerð. Eg
held að það megi rekja erf-
iðleika þeirra að stórum
hluta til skuttogaranna."
-Heldur þú að það hafi
kannski verið lán Grind-
víkinga almennt að hafa
ekki tekið þátt í skuttogara-
ævintýrinu?
„Já, ég held það, þetta
voru dýr skip sem menn
voru að yfirfjárfesta, síðan
gekk þetta ekki nógu vel og
við þekkjum síðan hvernig
þetta hefur farið hjá æði
mörgum.“
Síldarsöltun
á Hornafirði
-Eruð þið ekki enn að
færa út kvíarnar og nú aust-
ur á Hornafjörð?
„Ja, það kom nú bara
svona upp á, en er ekki til
frambúðar, á ekki von á að
þetta verði nema í ár. Við
leigjum þetta af sýslumann-
inum á Hornafirði, því það
er verið að gera Stemmu
upp og því á ég ekki von á
að það verði til leigu næst.“
-Voruð þið ekki eignar-
aðilar að Stemmu?
„Jú, við áttum eitthvað í
fyrirtækinu, en það er nú
allt farið. Ég man ekki hvað
við lögðum í þetta á sínum
tíma, en það var gert til að
koma bát þar í viðskipti,
þegar reknetabátarnir voru
upp á sitt besta.
Þá var nánast ekki hægt
að vera með bát á reknetum
nema að hafa möguleika á
að leggja upp á Hornafirði,
því þar var síldin á þeim
tíma, en hvarf svo fljótlega
upp úr því af þessu veiði-
svæði. Þá fór að síga á ógæf-
uhliðina fyrir Stemmu.
Söltuðum við þarna í
tæpar 7000 tunnur, en hefð-
um saltað í helmingi meira
ef við hefðum verið tilbún-
ir viku áður eða þegar rúss-
inn kom inn. En þessi sölt-
un þarna fyrir austan var
ekki inn í myndinni, heldur
kom sú hugmynd allt í einu
upp á borðið.“
-En söltuðuð þið eitthvað
hér heima?
„Alltof lítið, ætli það
verði ekki rúmar 5000
tunnur."
Félagsmálastörf
-Hefur þú ekki þurft að
taka þátt í ýmsum félags-
málastörfum í tengslum við
atvinnu þína?
„Jú, ég hef nú ekki
sloppið alveg við þau. Það
er engin spurning að þessi
félagsmálastörf taka alltof
mikinn tíma. En það er nú
svo að einhverjir verða að
taka þetta að sér og að
mörgu leyti er gaman að
fást við þessi störf þó þau
vilji auðvitað rekast á önn-
ur.“
-Ert þú stjórnarformað-
ur nú hjá Sambandi ís-
lenskra fiskframleiðenda?
„Já, þetta er þriðja árið
sém ég er formaður og það
er allt annað en að vera
bara í stjórn."
-Tekur formaðurinn á sig
meiri störf?
„Já, það er meira og
minna alltaf eitthvað í
kringum þetta, auk allra
utanlandsferðanna. Finnst
manni það ekki alltaf nógu
sniðugt að vera að þvælast
lengi frá þessu.
I einni af minum fyrstu
ferðum (en sú ferð tók þrjár
vikur en þær taka sem betur
fer styttri tíma núna), þá
orðaði ég það við strákana
sem voru með mér, að ég
hefði eiginlega mestar
áhyggjur af því, að það
kæmi nú i ljós að þegar
maður kæmi heim aftur,
hefði engu máli skipt hvort
maður var heima eða ekki.
Það fer alveg ótrúlega
mikill tími í þetta, en þegar
maður hefur góða menn
með sér og góða starfsmenn
bjargast þetta.“
-Att þú þá nokkurn tíma
aukatíma fyrir sjálfan þig?
„Já, já, ég held það.“
r
Utvegsbóndinn
-Nú ert þú sannarlegur
útvegsbóndi, er það ekki?
„Það er nú kannski bara
mont að láta það heita það,
til þess á maður ekki nógu
margt fé. Þær þyrftu helst
að vera fleiri en bátarnir
svo maður geti talist út-
vegsbóndi. En ég held að
talan sé sú sama.“
-Margfaldast ekki sú tala
á vorin?
„Jú, jú, það má segja
það.“
-Tekur þú þátt í fleiri bú-
skapargreinum en varðandi
rollurnar?
„Nei, ekki þannig, ég á
náttúrulega hesta, það má
kannski segja að það sé aðal
tómstundargamanið, nú
eftir að maður er alveg
hættur að spila. Maður var
nú drjúgur við það hérna
einu sinni, en því miður er
það nú alveg búið, maður
hefur aldrei tíma í það
(Bridge).“
Lífeyrissjóður
verkalýðsfélaga
á Suðurnesjum
Sendum sjóðfélögum og ö
Suðurnesjamönnum hugheiíar jóla- og
ngársóskir. -Þökkum samstarfiðáárinu.
Sendum ölium þeim sem sgnt hafa
okkur uinarhug og glatt
með heimsóknum,
gleðilegra jóla og farsældar
á ngju ári. - Guð blessi gkkur öii.
Vistmenn á Hlévangi