Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Qupperneq 54

Víkurfréttir - 18.12.1986, Qupperneq 54
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Dvalarheimilin 10 ára: „Enginn aðstöðumunur á þjónustu heimilanna" - segir Finnbogi Björnsson, framkvæmdastjóri Garðvangs og Hlévangs, í Víkur-fréttaviðtali í síðasta mánuði áttu Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum 10 ára afmæli og var af því tilefni haft opið hús fyrir almenna borgara. Þrátt fyrir það var aðsókn lítil, en einn gesta var blaðamaður Víkur-frétta, og voru þá teknar myndir þœr sem hér fylgja á eftir. Eitt af því sem kom blaðamanni hvað mest á óvart voru aðstœður á Hlé- vangi. Var aðbúnaður allt annar og mun vistlegri en sá tónn sem heyrist gjarnan þegar rætt er um Hlévang, og blaðamaður hafði gert sér í hugarlund. Af þessu tilefni tókum við tali framkvæmdastjóra heimilanna, Finnboga Björnsson, og báðum hann að lýsa heimilunum, bæði frá rekstrarsjónarmiði og þjónustu þeirra. „í dag dvelja á hjúkrunar- deild Garðvangs 28 vistmenn og 14 á öldrunardeild. Þá dvelja á Hlévangi í Keflavík 13 vistmenn. Garðvangur er í öllu tilliti fullnýttur, en verr hefur gengið að manna Hlévang. Fyrir því er sú orsök helst, að þetta hús, Hlévangur, er erfitt nema mjög vel frísku fólki, þar sem húsið er á þremur hæðum og stigagangur þar af leiðandi mikill, þannig að það hefur miklar takmarkanir í för með Vistmenn á Garðvangi. - F.v.: Kristinn Árnason, Hjörtur Þorkelsson og Aðalsteinn Sigurjónsson. sér. Jafnframt hefur mér fundist viss tregða á vistun á Hlévangi, ég á nú kannski erfitt með að skýra hana. I því sambandi við þennan 10 ára áfanga auglýstum við að dval- arheimilin væru opin öllum til skoðunar. Því miður var þátt- takanm eða sá fjöldi sem sá ástæðu til að mætá og skoða dvalarheimilin, ekki nægur að mínum dómi, því þá hefðu aðilar m.a. sannfærst um það að allur aðbúnaður á Hlévangi er í dag eins góður og hann getur orðið, miðað við þá ann- marka sem ég var að lýsa ásamt því að þetta hús var alls ekki í upphafi byggt til slíkrar starfsemi. Það má bæta því við, að á Garðvangi hefur verið, ætíð síðan hann komst í gagnið, langur biðlisti. Þessi biðlisti er sérlega langur fyrir sjúka aldr- aða. Sú þróun hefur orðið á umliðnum árum að með vax- andi heimilisþjónustu sveitar- félaganna og hjúkrunarþjón- ustu Heilsugæslustöðvarinn- ar, að sem betur fer getur fólk verið mun lengur heima, heldur en áður var. En þetta þýðir það jafnframt, að það fólk sem mesta þörfina hefur, er fólk sem á orðið heima á hjúkrunardeild. Umsóknir hafa legið fyrir frá því að hjúkrunardeildin var stofnuð, þetta 30-40. Þó er það þannig, að mér er kunn- ugt um aðila sem ekki hafa sótt um, einfaldlega vegna þess að þeir telja það þýðingarlaust, biðin sé svo löng. Nú eru í Finnbogi Björnsson gangi umræður um byggingu svokallaðrar D-álmu við Sjúkrahúsið. Mín skoðun er sú, að bygging D-álmu leysir vissulega töluverðan vanda, en ég held að þegar hún verður fullbyggð, eftir svona 3^1 ár, verður sú staða uppi að ég efast um að það verði hægt að rýma sjúkrahúsið og því síður að það verði hægt að rýma hjúkrunar- deild Garðvangs. Sveitarfélögin hafa sýpt þessu máli ágætan skilnng. Ég hygg að það sé ekki hægt að segja að þau hafi ekki haft full- an áhuga á því að gera vel í þessum málaflokki. Ég minni á það, að á sl. 5 árum þá hafa þau fjármagnað alla bygging- una sem Garðvangur er, bæði með nýbyggingu upp á 520 fer- metra og kaupum á eldra húsnæði upp á 560 fermetra, ásamt þeim búnaði sem því fylgir". Rekstrarform dvalarheimilanna „Heimilin eru rekin þannig að ákveðin skipting er milli sveitarfélaganna um rekstur öldrunardeildanna á Garð- vangi og Hlévangi. Eru þær gerðar upp sem sérstakar ein- ingar. Svo aftur hjúkrunar- deild sem rekin er af daggjöld- um frá Tryggingastofnun rík- isins. Sveitarfélögin greiða stofnkostnað og annað þess háttar í sambandi við deild- irnar. Ef um halla er að ræða þá bera sveitarfélögin það, en halla á hjúkrunardeild á Trygg- ingastofnun ríkisins, í sam- bandi við áðurnefnd daggjöld, að bera. Finnst manni oft á tíð- um að skilningur þeirra sé tak- markaður, en staðreynd er að hjúkrunarþyngd er mikil á Garðvangi og vinnum við nú að því að fá þessa hjúkrunar- þyngd metna og viðurkennda af daggjaldanefnd". Gleðileg jól, farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Netaverkstæði Suðurnesja sf. Hraðfrystihús Grindavíkur hf. Rafþjónusta Þorsteins, Iðavöllum 3 Hárgreiðslustofan Lilja Braga, Hafnargötu 35 Ferðamiðstöðin hf, Bjarni Valtýsson, Umboðsm., Heiðarbrún 17 Ný-Ung og Gallinn Rafbær sf, Hafnargötu 18 „Flottustu tækin í dag“ - segja krakkarnir um þessi frábæru ferðatæki. Ekki spillir verðið fyrir - frá kr. 5.900.- Hefurður heyrt í JVC-hljómtækjum? Komdu og heyrðu tæran tón!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.