Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 62

Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 62
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Hvað fannst þér eftir- minnilegast á árinu? - Nokkrir ágætir borgarar og Suðurnesjamenn svara þessari spurningu „Við erum friðsöm þjóð“ - segir séra Þorvaldur Karl Helgason í Njarðvík „Það sem mér er efst í huga frá þessu ári er fundur Reagans og Gorbachev í Reykjavík í haust“, sagði Þorvaldur Karl Helgason, sóknarprestur í Njarðvík. „Athygli heimsins beindist að íslandi og tókst okkur bara vel til, að mér finnst. Það hlýtur að liggja eitt- hvað að baki því, að báðir leiðtogarnir samþykkja það að hafa fundinn hér á landi. Eg held að þar komi til að við erum friðsöm þjóð og tiltölulega lítil áhætta sem því fylgir. Þarna kemur skýrt í ljós, að það getur stundum verið gott að vera einangruð. Einnig má segja að þeir hafi mæst á miðri leið. Persónulega skoða ég þetta eins og hjónabandið, ekkert gengur án þess að talað sé saman. Það er hægt að kalla þetta heimshjóna- band, reynt að koma á sátt- um milli stóru hjónanna. Sumir urðu fyrir vonbrigð- um með árangurinn, en það er ekki hægt að ætlast til að skyndiúrlausnir fáist, til þess er þetta alltof flókið, óheyrilega flókið". Að lokum sagði Þor- valdurKarl: „Þettaermjög táknrænt fyrir allt lífið“. „Leið- toga- fundur- inn“ - segir Ölína Ragnars- dóttir, Grindavík „Af stórviðburðum innan- lands nefni ég fyrst leiðtoga- fundinn í Reykjavík“, sagði Ólína Ragnarsdóttir hús- móðir í Grindavík. „Það var þó nokkuð að fá þessa menn í heimsókn og við fengum ómetanlega landkynningu í heimspressunni. Ekki fengust þær niðurstöður sem ég vonaðist eftir, en þær koma kannski í ljós seinna. Það er alltaf jákvætt þegar menn tala saman“. „Nú, þá vil ég nefna ný- gerða kjarasamninga. Menn hafa alltaf verið að tala um að bæta laun þeirra lægst launuðu, en það hefur aðeins verið í orði en ekki á borði, fyrr en nú. Ef það stenst að þessir samningar verði ekki verðbólgumynd- andi, þá er þetta stórt skref‘. „Hjá okkur í Grindavík var mikið og gott mál að fá hingað lækni. Hér hefur ekki verið starfandi læknir síðan Sigvaldi Kaldalóns var hér. Að lokum vil ég nefna mikinn uppgang í fiskeldi hér á staðnum, því nú rís hver fiskeldistöðin á eftir annarri", sagði Ólína að lokum. Ólína Ragnarsdóttir Guðmundur Sigurðsson ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Ingadóttur „Heimsókn leið- toganna hingað" - segir Guðmundur Sigurðsson í Vogum „Leiðtogafundurinn i Reykjavík fannst mér mesti stórviðburðurinn innanlands á árinu“, sagði Guðmundur Sigurðsson, Vogabæ. „En niðurstöður fundarins urðu mér mikil vonbrigði og olli of mikilli spennu miðað við útkomu. Þetta var ekkert nema sjónarspil, leikþáttur, þar sem spurningin yrði hvor leiðtoganna kæmi betur fyrir í sýningunni um að vera betri maðurinn. Fyrir mig persónulega var það matvælasýningin í maí sl., sem er mér efst í huga, þyí hún breytti svo miklu. Ég sýndi þar fram- leiðslu mína, Voga-ídýf- urnar, og er nú svo komið að framleiðslan hefur auk- ist um helming. Voga-ídýf- ur eru seldar um allt land í dag“, sagði Guðmundur ennfremur. „lOára afmæli F.S.“ - segir Hjálmar Árnason „Ef við byrjum á fjöl- skyldulífinu, þá eru það ýmsir notalegir hlutir sem ekki verða bornip upp“, sagði Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. „Nú, úr starfinu ber hæst afmæli FS og undirritun samnings um viðbyggingu við skólann, sem leysir brýnasta vanda hans. Á öðrum vettvangi ber langhæst leiðtogafund- urinn og ekki hvað síst hvernig þjóðin sameinaðist í einlægum friðarvilja. Von- brigði með árangur urðu í samræmi við það“, sagði Hjálmar að lokum. „Febrúar- samning- arnir lélegir" - segir Magnús Gíslason „Það sem helst situr í mér er þrennt", sagði Magnús Gíslason í Garði. „I fyrsta lagi eru það febrúarsamn- ingarnir, að því leyti að þeir voru svo lélegir. Nú, nýju samningarnir voru mun betri og geta allir verið ánægðir í garð láglauna- fólksins, þó að semja hefði mátt um 30.000 kr. lág- markslaun, eins og gert var í Dalvíkursamningunum. Síðast en ekki síst ber að nefna leiðtogafundinn, sem tókst mjög vel, þó árangur- inn hefði ekki verið eins mikill og búist var við“.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.