Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 8
Nýjasta listaverk Ólafs Elíassonar, Ice Watch, var frumsýnt í París í vikunni í tilefni af lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Verkið hefur vakið mikla athygli þar sem fjallað er um það í fjölmiðlum um allan heim en það samanstendur af tólf brotum úr ísjök- um en þeim hefur verið stillt upp á Panthéon- torginu í borginni. Ólafur hefur lýst því yfir að tilgangur verks- ins sé að vekja athygli á hlýnun jarðar og bráðnun pólanna og hefur hann nú þegar náð athygli málsmetandi aðila. Listakonan og bítilsekkjan Yoko Ono er mikill aðdáandi Ólafs og bað þá sem fylgja sér á Twitter að dreifa boðskap Ólafs sem víðast. „Ólafur Elíasson er vinur. Íslenskur snill- ingur. Dreifið því sem hann er að gera í París sem víðast,“ skrifaði hún. Yoko Ono hefur Ólaf Elíasson í hávegum og vekur athygli á verki hans í París á Twitter. „Ólafur Elíasson er vinur“ 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Alþjóðadegi fatlaðs fólks var fagnað í lið-inni viku. Af því tilefni bauð Sjálfsbjörg,í samvinnu við bandaríska sendiráðið, upp á sýningu á heimildarmyndinni Lives Worth Living. Myndin segir frá áratuga rétt- indabaráttu fatlaðs fólks í Bandaríkjunum sem leiddi til setningar laga um málefni fatlaðs fólks. Lögin eiga 25 ára afmæli um þessar mundir. Í myndinni er því ágætlega lýst að það var vissulega þörf á ýmsum lagabreytingum til þess að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Til dæmis var lögfest að allar byggingar og mann- virki sem fjármögnuð væru með fé almennings, fatlaðs fólks þar á meðal, þyrfti að vera að- gengilegt öllum mönnum. Að sjálfsögðu. En hvernig ætli þessu sé háttað í dag hér á landi? Hreyfihamlaðir eiga að mér skilst enn erfitt með að nálgast þjónustu sumra stofnana ríkis og sveitarfélaga. Það er sjálfsagt að taka tillit til þess að erfitt getur verið að breyta gömlu húsnæði svo uppfylla megi kröfu um aðgengi fyrir alla. Svigrúm hefur enda verið veitt til þess arna en fráleitt er þó að fallast á að slíkt taki mörg ár, jafnvel áratugi. Nýleg eru svo dæmin um verulega heft aðgengi fatlaðra að al- menningssamgöngum, en með þeim tel ég ferðaþjónustu fatlaðra. Ef hið opinbera ætlar að bjóða upp á samgöngur hljóta þarfir hreyfi- hamlaðra að koma til sérstakrar skoðunar, skyldi maður ætla. Og göturnar í miðborginni sem verið er að loka fyrir bílum. Skyldu menn hafa leitt hugann að hagsmunum hreyfihaml- aðra? Þeir eins og aðrir kunna að vilja búa og starfa í miðborginni. Hvað um aðgengi að byggingum einkaaðila, íbúðarhúsnæði og þjónustubyggingum? Önnur sjónarmið geta átt við um það. Nýlega tóku gildi reglur um svokallaða algilda hönnun, sem þýðir að öll ný mannvirki (ekki bara hús) þurfa að vera aðgengileg öllum. Eðli máls samkvæmt takmarka þessar reglur nokkuð svigrúm til þess að byggja ódýrt húsnæði eða redda í snarhasti lágmárksaðbúnaði við vinsælan áningarstað. Allt krefst nú hönnunar með það að markmiði að all- ir geti notið. Ég tek heilshugar undir markmið reglnanna og auðvitað er það þannig að það er ekki bara fámennur hópur fólks í hjólastól sem „nýtur góðs af“ markmiðinu. Öll verðum við vonandi gömul og mörg okkar missa þá því mið- ur einhverja hreyfigetu. Ung erum við jafnvel með skerta hreyfigetu við ákveðnar aðstæður sem við kjósum þó að búa við, á hælaháum skóm um hávetur. Upphitaðar gangstéttir eru jú einmitt hluti af algildri hönnun. Ég er þó ekki viss um að strangar reglur skili mestum árangri í þessum efnum. heldur miklu frekar fræðsla og „lobbýismi“ sem getur hjálpað réttindabaráttu fatlaðs fólks og um leið okkur öllum. Þegar löggjöf dugar ekki * Borgarstjóri óskar eftirundanþágu frá reglumum aðgengi fatlaðra í nýrri verslun sinni, – og fær hana líklega. Kannski eru reglur ekki málið. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Umferðin hefur gengið alla vega síðustu daga en Steinunn Ól- ína Þorsteins- dóttir, leikkona og ritstjóri, skrif- ar á Facebook- síðu sína: „Mér finnst pínu ótraustvekjandi þegar bílstjórar hrjóta.“ Rithöfundurinn og kvikmynda- gerðarmaðurinn Þráinn Bert- elsson skrifar við færslu hennar: „Þvert á móti er það mikil kurteisi að láta farþega vita að þeir séu sofandi við stýr- ið. Flugmenn ferðast yfirleitt sofandi milli landa. Flugfreyjurnar eru til að vekja þá og færa þeim kaffi þegar sést til lands.“ Þá voru margir að velta fyrir sér bestu aðferðunum við að skafa snjóinn af bílunum og Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrif- aði á Facebook: „Ég lærði kústa- trikkið af mömmu. Notaði kúst til að skafa af bílnum í gær og nágranni sem gekk framhjá var frá sér numinn af hrifningu: „Já, þetta er eina vitið!““ Guðmundur Andri Thors- son þakkar góða bókagagnrýni Kiljunnar á Facebook-síðu sinni og segir að þegar Kolbrún Berg- þórsdóttir hafi farið að tala um draugaganginn í bókinni hafi sjón- varpið á nákvæmlega sama tíma frosið. Þá sagði rithöfundurinn frá því þegar hann var að hlusta á Rás 1 á dögunum: „Ég sver og sárt við legg: Í tilkynningalestri útvarpsins í morgun heyrði ég auglýstar nýjar græjur frá Dóna- stöðinni Skipholti.“ Kunningi hans kom þá með þessa at- hugasemd: „Mig grunar að sumar villur langi menn að gera. Leit- aðu að þorskaþjálfi á timarit.is og þú færð ótal tilfelli. Minnir samt að „að höfðu samræði“ komi bara þrisvar upp.“ AF NETINU Jólamarkaðir hafa sjaldan verið jafn margir og nú í ár. Einn þeirra er Jólagleði STUDIOs sem fer fram í Rangárseli 8 nú um helgina, laugardag og sunnudag frá kl. 12-20 og svo alla aðventuna frá 13-17. Ellefu lista- og handverksmenn selja þar vörur sínar og listaverk sem hafa mörg hver skírskotun til þess sem íslenskt er; laufa- brauðs, íslensku jólasveinanna og íslenska fjárhundsins. Meðal hönnuða og listamanna á Jólagleðinni eru Ragnar Hólm, Elín Pálsdóttir, Birna Jóhannsdóttir, Erna Marín Baldursdóttir, Sóley Einars- dóttir, Gerður Eðvarðsdóttir, með myndlist, fatnað, heim- ilisvörur og fleira til. Jólastemning í Rangárseli Erna Marín Baldursdóttir hannar vörur undir heitinu Snjóber og þennan skemmtilega púða prýðir íslenski fjárhundurinn. Vörur Elínar og fleiri hönnuða og listamanna verða til sölu á jólamarkaðinum um helgina. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.