Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Ferðalög og flakk Þ að er róleg og virðuleg stemning á Lýðveldistorginu í París réttri viku eftir voðaverkin í nóvember. Hópur fólks hefur komið saman við brons- styttuna af Marianne, persónugervingi lýð- veldisins, til að votta þeim sem féllu í hryðjuverkaárásunum virðingu sína. Blóm- sveigar hafa verið lagðir, minningarorð og myndir hengd á styttuna og það logar á kertum allt í kring. Heimspressan hefur slegið upp tjaldbúðum á torginu og fyrir dyrum stendur bein útsending í franska sjónvarpinu um kvöldið. Sorgin svífur yfir vötnum en samt er hugur í fólki. „Même pas peur!“ segir á borða sem hengdur hefur ver- ið á minnismerkið. „Við erum hvergi smeyk!“ Heldur betur. Parísarbúar eru ákveðnir í að láta ekki ill öfl komast upp með að breyta þessari einstöku borg ástar og lífs í kirkju- garð. Rignt hefur duglega á réttláta allan daginn en á Lýðveldistorginu er uppstytta. Vel fer á því. Annars staðar í miðborginni er ekki annað að sjá en að lífið gangi sinn vanagang. Göt- urnar iða af lífi, þrátt fyrir ausandi rigningu og ferðamenn eru á hverju strái. Þetta er fjórða heimsókn mín til Parísar og ef Lýð- veldistorgið er undanskilið hefur fátt breyst. Það eina sem er öðruvísi en venjulega er að hermenn eru hvarvetna – gráir fyrir járnum. Þrír eða fjórir saman í hóp. Með fingurinn á gikk vélbyssunnar. Svolítið yfirþyrmandi í fyrstu en venst furðu fljótt enda veitir nær- vera hersins manni óhjákvæmilega öryggi á þessum viðsjárverðu tímum. Öryggissveitir lögreglu eru einnig áberandi í miðborginni. Hvergi eins öruggur? Ef til vill var það óðs manns æði að stefna skónum til Parísar í vetrarfrí aðeins sex dög- um eftir árásirnar? Og þó? Margir höfðu á orði að í ljósi sögunnar væri maður hvergi á jarðkringlunni eins öruggur og einmitt í Par- ís svona skömmu eftir voðaverkin. Eldingu lýstur aldrei niður tvisvar. Ekki satt? Hin helgu vé eru vandlega varin, Notre Dame, Sigurboginn og Eiffel-turninn, svo dæmi séu tekin. Hermenn fylgjast með hverri hreyfingu. Athygli vekur hversu margir þeirra eru óvenjulágvaxnir. Fólk er lítið að gefa sig á tal við þá. Einn er þó með hressasta móti í jólaþorpinu á Champs-Élysées eitt kvöldið. Slær á létta strengi við vegfarendur og leyfir fólki að smella af sér myndum. Spéfuglar stilla sér jafnvel upp með honum. Veit ekki hvort það er endilega við hæfi. Mögulega til marks um að menn telji hættuna um garð gengna, alltént um sinn. Gætum þess þó að fljóta ekki sofandi að feigðarósi. Annars er jólaþorpið sem liggur frá Con- corde-torgi upp að Clemenceau-stöðinni á Champs-Élysées bráðskemmtilegt og fjöl- skylduvænt. Jólalög óma, skautasvell á staðnum og hægt að festa kaup á alls kyns varningi. Og svo eru það vöfflurnar, með gúmmelaði af öllu mögulegu tagi. Guð sé oss næstur! Hvet Rás 2 til að senda þáttinn „Arnar Eggert“ beint út þaðan nú á aðvent- unni. Langar raðir Öryggisgæsla við byggingar, söfn og versl- anir hefur verið hert til muna. Langar raðir eru á degi hverjum fyrir utan Notre Dame, sem er ekki endilega algengt seinni partinn í nóvember, en öryggisverðir leita vitaskuld af sér allan grun. Það tekur fólk úr mínu föru- neyti um sjötíu mínútur að komast inn í helgidóminn. Sumir eru þolinmóðari en aðrir. Kom bara einu sinni inn að Louvre-safninu í þessari ferð og þar virkuðu raðir síst lengri en endranær. Einum degi var varið í Versöl- um og það tók alls ekki langan tíma að kom- ast inn í konungshöllina. Farið var gegnum öryggishlið og gekk það ferli hratt og örugg- lega fyrir sig. Hermenn voru á stjákli fyrir utan. Allt er eins og það á að vera við Eiffel- turninn. Fullt af túristum á daginn og aðeins minna af túristum á kvöldin. Þá er sama og engin röð í lyfturnar upp á topp. Ef til vill er það bara eðlilegt á þessum árstíma. Flestar verslanir á Champs-Élysées eru með sérstakan viðbúnað, menn beðnir um að hneppa frá úlpum og jökkum og gægst í skjóður. Kemur það í hlut venjulegra örygg- isvarða. Eins og að koma til Asíu Kom við í verslunarmiðstöðinni 4 Temps í fjármálahverfinu La Défense og sami gangur er hafður þar á. Einn óvopnaður maður bið- ur mann að hneppa frá úlpunni og gægist í skjóður og innkaupapoka gesta. Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér til hvaða ráða hann komi til með að grípa mæti hryðju- verkamaður gyrtur sprengjum á svæðið. Fram hefur komið að Abdelhamid Abaaoud, höfuðpaurinn í hryðjuverkaárásunum í París, undirbjó sjálfsvígsárás á La Défense. Þegar hér er komið sögu hafði Abaaoud verið drep- inn ásamt frænku sinni og öðrum manni í áhlaupi lögreglu á íbúð sem þau héldu til í í borginni. Það er magnað að koma í La Défense, þar sem hver skýjakljúfurinn tekur við af öðrum. Það er engu líkara en maður sé kominn til Hong Kong eða Singapúr. Svo er það Stóri bogi (La Grande arche). Mikið furðuverk. Þeir eru allir í bogunum, Parísarbúar. Björk á ammæli Ósköp notalegt andrúmsloft er á öllum veit- ingastöðum sem ég sæki. Fólk glatt og ljúft á manninn. Eins og ekkert hafi í skorist. Á litlu brasseríi í Latínuhverfinu gefur vertinn sig á tal við okkur. „Nú, eruð þið frá Ís- landi? Þið eigið frábært handboltalandslið,“ hefur hann á orði. Og fótboltalandslið, bíð ég eftir að hann bæti við. Það kemur af einhverjum ástæðum ekki, þannig að ég bendi honum vinsamlega á að íslenska landsliðið verði meðal þátttak- enda á EM í Frakklandi næsta sumar. „Er það satt?“ segir hann, ofurlítið skeptískur á svipinn. „Gott hjá ykkur!“ Við leigðum íbúð í rólegri götu í 19. hverfi sem er beint norðaustur af 10. hverfi, þar sem manntjón varð mest í árásunum. Ekki er annað að sjá en lífið gangi þar sinn vana- gang. Á nálægri verslunar- og veitinga- húsagötu iðar allt af lífi fram á kvöld og kaffihús og knæpur eru þéttsetnar. Langar raðir myndast við bakaríin á morgnana og svo aftur um kvöldmat þegar gestgjafar vor- ir freista þess að ná sér í bakkelsi. Smjör- deigsbollur á morgnana og langbrauð ellegar bagettur á kvöldin. Og alltaf ein rauðvín með. Það er að segja á kvöldin. Enga hermenn er að sjá í 19. hverfi. Að- eins herramenn – og listaspírur. Mikið af listaspírum. Má til með að misnota aðstöðu mína og mæla með taílenskum veitingastað, Lao Si- am, á Belleville-götu í 19. hverfi. Gómsætari austurlenskan mat hef ég ekki bragðað í annan tíma. Og þjónustan er hreint fyrirtak. Þjónninn kallaði brunnvatnið aldrei annað en kampavín. Af einhverjum ástæðum. Á einni morgungöngunni í götunni minni leggur kunnuglega tóna út um glugga einnar íbúðarinnar. Ammæli með Sykurmolunum og húsráðandi syngur hástöfum með. Today’s is her birthday They’re sucking cigars He got a chain of flowers And sows a bird in her knickers Bíddu nú við. Hvaða dagur er? 22. nóv- ember. Einmitt það já, Björk varð fimmtug deginum áður. Okkar maður er sumsé enn að fagna. Gaman að geta tekið þátt í því með honum – um stund. Björk er allra meina bót. (Pa)rís á ný ÞRÁTT FYRIR ÞUNGT HÖGG 13. NÓVEMBER SÍÐASTLIÐINN GENG- UR LÍFIÐ SINN VANAGANG Í HEIMSBORGINNI PARÍS. ÍBÚARNIR ERU NEFNILEGA UPP TIL HÓPA STAÐRÁÐNIR Í AÐ LÁTA EKKI NÍÐINGA SKERÐA FRELSI SITT TIL ATHAFNA. FEGURÐIN MUN Á ENDANUM SIGRA! ÞUNGVOPNAÐIR HERMENN SETJA ÞÓ STERKAN SVIP Á UM- HVERFIÐ ÞESSA DAGANA, EINKUM Í MIÐBORGINNI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is * Það eina sem er öðru-vísi en venjulega er aðhermenn eru á hverju strái – gráir fyrir járnum. Eiffel-turninn er óvenjutilkomumik- ill í frönsku fánalit- unum á kvöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.