Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 57
6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Eitthvað á stærð við al- heiminn bbbbn Eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Bjartur, 2015. Inn- bundin, 355 bls. Jón Kalman hefur sér- stakan stíl sem fyrir löngu hefur unnið sér sess í hjörtum landsmanna. Hann skrifar afskaplega fallega – en á stöku stað er eins og textinn missi fótfestu og hreinlega hefji sjálfan sig til skýjanna. Þeir staðir eru þó mun fleiri þar sem fegurð og mátt- ur orðanna njóta sín til fulls, þar sem málsgrein kristallar einhverja hugsun sem hefur áður ver- ið utan seilingar. Maríanna Clara Lúthersdóttir Barnið sem varð að harðstjóra – Saga helstu einræðisherra 20. aldar bbbbn Eftir Boga Arason. Al- menna bókafélagið, 2015. Innbundin, 286 bls. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta áhugaverð og góð bók. Bogi dregur þarna saman sögu níu harðstjóra og ein- ræðisherra á síðustu öld, sem stendur vel undir því nafni að kallast öld öfganna. … Bókin er vel skrifuð, textinn aðgengilegur og höfundur vinn- ur vel úr fjölbreyttum heimildum. Fléttað er saman gömlum og nýjum upplýsingum og greiningum og höfundurinn sjálfur kemur skoð- unum sínum og sjónarmiðum vel á framfæri. Það er gert án málalenginga og útúrdúra sem fellur vel að smekk þess sem hér ritar. Stefán Eiríksson Sigurgeir skar’ann - Endurminningar skurðlæknis á Landa- koti bbbmn Eftir Sigurgeir Kjartansson. Sæmundur, 2015. Inn- bundin, 339 bls. Ævisaga Sigurgeirs Kjart- anssonar skurðlæknis er skemmtileg bók. Er skrifuð af léttleika og textinn rennur ljúflega. Tungutak höfundar er persónulegt og honum eru töm ýmis óvenjuleg orð – jafnvel hans eigin nýyrði – sem hann er óhræddur að nota … Sig- urgeir læknir er húmoristi. Hefur auga fyrir hinu broslega í lífinu, undarlegu ferðalagi sem tekur oft óvænta stefnu … Lífið er gott og ævi- sagan ljómandi fín. Sigurður Bogi Sævarsson Lausnin bbbmn eftir Evu Magnúsdóttur. Mál og menning gefur út. 335 bls., kilja. Lausnin er ágæt afþreying, skemmtileg gagnrýni á yf- irborðskenndan gerviheim sýndarsamfélagsmiðla og sölumennsku. Lísa er vissu- lega ekki aðlaðandi persóna, algjör skinka og enginn töggur í henni, en dugar vel til að spegla yfirdrepsskap og innihaldsleysi. Hún er harla sátt við hlutskipti sitt í lok bókarinnar og hefur vissulega áttað sig á að til eru skuggahliðar á líf- inu, en manni finnst að sá þroski sé bara á yf- irborðinu. Árni Matthíasson Meistari allra meina bbbbn Eftir Siddhartha Mukherjee. Þýðing Ólöf Eldjárn. Forlag- ið, 2015. Innbundin, 610 bls. Meistari allra meina er snilldarlega skrifuð bók. Muk- herjee segir flókna sögu með skýrum hætti. Hann nálgast efnið frá öllum hliðum, heimspeki, sálfræði, sagnfræði, lækn- isfræði, eðlisfræði, efnafræði og náttúruvís- indum. Textinn er skýr og aðgengilegur þannig að flókin vísindi verða skýr þannig að jafnvel ólesinn leikmaður á ekki í vandræðum með að átta sig. Karl Blöndal Úr umsögnumÁsa Marin gekk hluta Jakobsvegarins íhittifyrra ásamt fimm konum. „Þá gengum við í fimm daga, alls 110 kílómetra; ég var að máta mig við stíginn. Í fyrrahaust gekk ég svo ein 640 kílómetra; samt er maður aldrei einn lengi nema vilja það, hvort sem er á göngu eða þegar borðað er á kvöldin. Mjög margir ganga einir eða tveir saman og oft býðst fólk til að ganga með þér án þess að segja það með orðum.“ Hún var rúmar fjórar vikur á göngu í seinna skiptið. „Ég kynntist ótrúlega mörgum en fannst ég samt ekki hafa rétt til þess að nota sögur þess fólks í bókina, jafnvel þó ekk- ert þeirra skilji íslensku og muni nokkurn tíma lesa bókina!“ Ekki handbók - samt fróðleg Ása segist ferðast frekar mikið. „Ég hef gam- an af því og var alin þannig upp; mamma og pabbi voru dugleg að ferðast með okkur krakkana þegar ég var yngri. Ég heillaðist fljótlega af Spáni og spænsku og sumrin tvö á milli vetranna í Kennaraháskólanum var ég í Malaga að læra spænsku.“ Helsta starf hennar hér heima síðustu ár hefur verið að skrifa námsefni en um alda- mótin tók hún í fyrsta skipti að sér far- arstjórn og sinnti hennar í nokkur ár. Var bæði á sólarströndu yfir sumarið og stýrði borgarferðum að haustlagi. „Svo byrjaði ég óvænt í fararstjórninni aftur fyrir tveimur ár- um og hef verið á Almeria á sumrin.“ Hún segist ánægð með síauknar vinsældir norðurhluta Spánar, þar sem Jakobsvegurinn er, en hann endar við dómkirkjuna í borginni Santiago de Compostela, nálægt Atlantshafs- ströndinni. „Norðurhluti landsins er frábrugð- inn þeim Spáni sem Íslendingar tala mikið um; Spánn er ekki bara sangría og Miðjarð- arhafið.“ Þótt Vegur vindsins sé ekki handbók fyrir Jakobsveginn segist Ása Marin hafa reynt að koma inn sem mestum fróðleik um stíginn og dýrlingana, borgina og bæina. „Kennarinn kom upp í mér og sennilega fararstjórinn líka,“ segir hún. „Matur og vín koma líka mik- ið við sögu. Þeir sem hafa áhuga á stígnum og ætla sér að ganga eftir honum, hjóla eða fara í rútuferð, ættu að geta fengið gagn og gam- an af sögunni.“Morgunblaðið/Eva Björk Þegar Hilmar Örn skrifaði fyrstu bókinaum Kamillu vindmyllu byggði hannpersónuna lauslega á átta ára dóttur sinni. „Hún var þá á blaðurtímabilinu; þurfti mikið að segja og aðrir komust lítið að,“ seg- ir hann og hlær. Hann segist ætíð skrifa út frá einhvers konar grundvallarhugmynd. „Í fyrstu bókinni var það hraðinn í nútímaþjóðfélagi og í þeirri næstu þar það fýlugirni eða fólk sem virðist vera sérstaklega flinkt í að láta sér leiðast!“ Í nýjustu bókinni koma tölvur og önnur skjátæki mikið við sögu. „Mig hefur lengi langað að gera létt grín að unglingum og læt það svolítið eftir mér núna.“ Hilmar Örn telur mikilvægt að bækur fyrir börn séu skemmtilegar í byrjun. „Það held ég sé besta leiðin til að vekja áhuga krakkanna. Þau hafa takmarkaðan áhuga á bók þar sem þeim er sagt, í fyrstu málsgrein, að bursta tennurnar og borða grænmeti … En eftir skemmtilega byrjun er oft pláss til að vera með einhverja djúpar pælingar.“ Bækurnar um Kamillu hafa fengið góðar viðtökur, að sögn Hilmars Arnar, og hann er staðráðinn í því að halda áfram að skrifa „á meðan krakkar nenna að lesa. „Mér finnst mjög ánægjulegt að bækurnar virðast höfða alveg jafn mikið til stráka og stelpna, ég held – án þess reyndar að hafa nokkuð fyrir mér í því – að margir álíti bækurnar aðallega vera ætlaðar stelpum en svo er alls ekki. Ég þekki einmitt marga stráka sem eru sjúkir í Kamillu sína.“ Kamilla vindmylla og fullorðna fólkið var fyrsta alvöru saga höfundarins; „alvöru, inn- an akademískra gæsalappa,“ segir hann. „Áður var ég búinn að fá silfur og brons í smásagnakeppni.“ Hilmar er í fullri vinnu jafnhliða því að skrifa. „Ég lagði ekkert upp með það, þegar ég byrjaði að skrifa, að ætla að verða ríkur á því að skrifa fyrir börn á Íslandi! Mér fannst bara gaman að þessu, sá að ég var pínu flinkur og ákvað að láta það eftir mér. Ef fjárhagurinn batnar eitthvað við þetta verður það bara bónus. Það er ekki svo gott að ég geti hangsað heima og verið listrænn … En það er aldrei að vita; ég veit að glefsur úr bókunum eru í skoðun hjá forlögum í Frakk- landi og Þýskalandi. Það verður spennandi að sjá hvort eitthvað kemur út úr því.“ KAMILLA VINDMYLLA OG UNGLINGARNIR Í IÐUNNI Gaman og alvara HILMAR ÖRN ÓSKARSSON HEFUR SENT FRÁ SÉR FJÓRÐU BÓKINA UM KAMILLU VINDMYLLU. FRÖNSK OG ÞÝSK FORLÖG VELTA FYRIR SÉR AÐ KOMA KAMILLU Á FRAMFÆRI YTRA. Hilmar Örn Óskarsson: Ánægjulegt að Kamilla höfðar bæði til stelpna og stráka. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.