Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 19
Í Bandaríkjunum deyja árlega í kringum hundrað manns á ári úr hjartaslagi við snjómokstur. Hjartasérfræðingurinn Barry Franklin, sem vinnur á spítala í Michigan-ríki, telur að þær tölur geti verið töluvert hærri. Rann- sóknir sýndu að þegar ungir menn stunduðu snjómokstur þá varð hjartslátturinn hærri en þegar þeir hlupu á hlaupabretti. „Ef þú sam- einar það við kalda loftið, sem veldur þrengingum á æðum og minnkandi blóðrennsli, ertu kom- inn með kjöraðstæður fyrir hjarta- áfall,“ segir hann. Franklin leggur til að fólk yfir 55 ára sleppi alveg snjómokstri vegna hættunnar á hjartaáfalli. Fólk með undirliggjandi hjartasjúkdóma er í mestri hættu og fólk sem reykir og er í yf- irþyngd er í aukinni hættu. Ef þú verður að moka snjó skaltu klæða þig vel, ýta snjónum í stað þess að lyfta honum, taka þér mörg hlé og fara inn að hvíla þig og ekki borða né reykja rétt áður. Best er að nota snjóblásara eða einfaldlega að biðja unga fólkið í næsta húsi að moka frá bílastæð- inu þínu í leiðinni. Samkvæmt læknisráði. Þeir sem eru 55 ára og eldri eiga að fá frí frá snjómokstri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjómokstur og hjartaáföll Allt er best í hófi stendur einhvers staðar og gildir það jafnvel um heilsumat. Margir vilja minnka hitaeiningaskammtinn og passa upp á línurnar. Sumir hafa heilsusamlegt nasl til taks þegar garnirnar byrja að gaula. En það er vandlifað í þessu sem öðru því sumt af því sem við teljum mein- hollt er einnig mjög hitaeiningaríkt. Margir mæla með hnetum, jógúrt, múslí og þurrkuðum ávöxtum sem hentugu nasli á milli mála. En galdurinn er að neyta þess í hófi. Oft getur nefnilega verið erfitt að hætta að seilast í skál- ina með hnetum og rús- ínum og fólk skilur ekki af hverju það léttist ekki, þrátt fyrir allan þennan heilsumat. Hér er listi yfir fimm matarteg- undir sem geta verið mjög hollar í hófi. Að sama skapi mjög óhollar eða fitandi í ófhófi. 1. Hnetur Þær eru stútfullar af prótínum, trefjum og vítamínum. En þær eru gríðarlega hitaein- ingaríkar. Í tveimur mat- skeiðum af salthnetum eru 100 kalóríur þannig að þú ættir að fara var- lega í hnetuskálina. 2. Þurrkaðir ávextir Ljúffengt og hollt milli- málasnakk en magnið þarf að varast. Sjaldnast er nefnilega nóg að borða bara einn bita. En hafðu í huga að þú ert að borða heilan ávöxt í einum munnbita, ávöxt sem búið er að fjar- lægja allan vökva úr. Í einum bolla af þurrk- uðum apríkósum er 381 kalóría. Í einum bolla af ferskum aprískósusneiðum eru bara 79 kalóríur. 3. Jógúrt Margir telja að jógúrt sé bæði hollt og hitaeiningasnautt, en oftar en ekki inniheldur það mikið magn af sykri. Jafnvel lífrænt jógúrt inniheldur oft sykur. Jógúrt getur verið hollt og gott en all- ir ættu að lesa á dolluna og fræðast fyrst um sykurmagnið. 4. Orkustangir Það getur verið freistandi að grípa í eina orkustöng þegar hungrið sverfur að en staðreyndin er sú að þær eru oft stút- fullar af sykri, ávaxta- sykri og aukaefnum ýmis konar. Kannski betra að grípa í ávöxt í staðinn. 5. Múslí Oft talið vera ímynd hollustufæðis en er mjög hitaein- ingaríkt. Til að mynda eru í einum bolla af granola- múslí 600 kalóríur sem er ívið meira en flestir vilja láta ofan í sig á morgnana. Að auki eru 25 g af sykri í einum bolla þannig að þú ert kominn með upp- skriftina að mjög óhollum morgunverði. Helltu þessu út á sykrað jógúrtið og þú mátt ekki borða mikið meira þann daginn. HEILSUMATUR REYNIST OFT HITAEININGARÍKUR Heilsumatur óhollur í óhófi 6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Í rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Kaupmannahöfn kom í ljós að allir jarðarbúar sem hafa blá augu eiga einn sameiginlegan for- föður. Sá bláeygði var uppi fyrir 6 -10.000 árum en stökkbreyting olli þessum breytingum á augnlit. Áður voru allir brúneygðir. Bláeygðir eiga einn forföður* Það er ekki nóg að vera meðfallegan líkama. Hjartalagiðog sálin þurfa að passa við hann. Epictetus Flest viljum við líta vel út og not- um spegillinn óspart til að skoða okkur. Er í lagi með hárið? Er maskarinn á sínum stað? Sést í bóluna á kinninni? Ef við erum sátt sendum við speglinum lítið bros og drífum okkur út. Kannski smellum við einni mynd á símann, einni „sjálfu“ til að eiga til minn- inga um þennan morgun. En þá kemur sjokkið. Þú skoðar mynd- ina og hvað gerist? Þú ert bara ekki eins sæt/ur og þér fannst í speglinum! Í alvöru, er nefið svona stórt? Er brosið svona skakkt? Hvað er málið? Jú, við erum svo vön að sjá spegilmynd okkar að við verðum flest óánægð með ljósmyndir af okkur. Á meðan aðrir segja hversu fín myndin af þér er, finnst þér hún eitthvað skrítin. Já, spegillinn lýgur því mið- ur! Það er ljósmyndin sem segir sannleikann. Lausnin er að taka snapchat „sjálfu“. Þar sérðu þig eins og þú sérð þig í spegli og getur þá lifað sátt/ur í „lyginni“. Spegillinn lýgur, ljósmyndin ekki Morgunblaðið/Sverrir RÚGBRAUÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.