Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 56
Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur fór strax á óskalistann. Pælingar Auðar um minnið og minningar finnst mér skemmtilegar. Titillinn er flottur og spennandi en ég veit að ég á eftir að njóta þess að gæða mér á bókinni með jólakonfektinu. Mig langar líka til að eign- ast Stúlku með höfuð eftir Þórunni Valdimarsdóttur en þá á ég allar bækurnar í þrí- leiknum hennar. Sjálfs- ævisögulegar bækur með sagnfræðilegu og skálduðu ívafi höfða sérlega vel til mín og því er úr nóg að velja þessi jólin og margar bækur sem ég gæti nefnt hér sem ég er ákveðin í að láta ekki framhjá mér fara. Litlar byltingar eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur höfðar líka til mín. Þetta er saga sem spannar heila öld um tíu mismunandi konur og eftir að hafa gluggað í bókina úti í búð finnst mér líklegt að bókin höfði til mín. Þóra Karítas Árnadóttir HVAÐ LANGAR HÖFUNDANA AÐ LESA? Bækur 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Margir eru sagðir ganga þá þekktupílagrímaleið, Jakobsveginn, til þessað finna sjálfan sig, eins og það er kallað. „Þetta er þekkt klisja, en ég komst reyndar að því að hún er sönn. Sá sem geng- ur veginn kemst ekki hjá því að fara í gegn- um einhvers konar sjálfsskoðun; það þarf bara að hugsa um að koma sér frá stað A til B og því hefur maður óeðlilega mikinn tíma til að hugsa, sem maður leyfir sér yfirleitt ekki hversdags. Margir sem ég hitti gengu veginn af trúarlegum ástæðum og ýmsir vegna einhverra þáttaskila; skilnaðar, ástvina- missis, veikinda eða einhverra annarra áfalla. Fólk fór stíginn til að endurhugsa líf sitt,“ segir rithöfundurinn Ása Marin sem sendi ný- verið frá sér skáldsöguna Vegur vindsins – Buen Camino. Vildi ekki segja mína sögu Í bókinni segir af Elísu sem gengur þessa kunnu pílagreimaleið á norður Spáni, af ástæðu sem ekki er ástæða til að geta um hér. „Auðvitað er mín reynsla hluti af upplifun Elísu, en ég vildi ekki segja mína sögu. Bak- saga hennar er til dæmis ekki mín og hennar þankagangur um þau mál því ekkert sem ég hef þurft að fara í gegnum, en ég kannast vel við það hvernig hún upplifir andrúmsloftið á stígnum. Trúarskoðanir hennar eru töluvert eins og mínar eigin en samskiptin við mömmu hennar og ömmu allt öðru vísi en ég átti að venjast. Ég reyndi einmitt oft markvisst að láta hana segja og gera hlutina mjög frá- brugðið því hvernig ég hefði sagt eða gert.“ Höfundurinn nefnir að Elísa er frekar pirr- uð út í lífið „enda fer hún út með bagga með sér en tilfinningasemin vex eftir því sem líður á bókina. Ég veit svo sem ekki hve mikið ég sæki í sjálfa mig, höfundar eru kannski meira uppteknir af sjálfum sér almennt í fyrstu bók en síðar, en ég vona að þetta sé hæfileg blanda.“ Ása Marin, sem er menntaður kennari og hefur mikið starfað sem fararstjóri, hefur áð- ur gefið út ljóð og smásögur en Vegur vinds- ins er fyrsta skáldsaga hennar „og fyrsta bók- in sem ég gef út hjá forlagi,“ segir hún. „Ég hef alltaf skrifað eitthvað; byrjaði á ljóðum, svo voru það smásögur og þetta er frum- raunin með skáldsögu. Ég held að ég gæti ekki ekki skrifað; ég skrifa eitthvað á hverjum degi til að losa mig við það sem er í hausnum á mér.“ Hún segist afar stolt af því að Björt skuli hafa gefið bókina hennar út, en það er undir- forlag Bókabeitunnar. „Ég var hrifin af metn- aði Mörtu og Birgittu, sem eiga útgáfuna. Þeirra markmið er að gefa út vandaðar barna- og unglingabækur en ég ákvað samt að senda handritið til þeirra þó ég vissi að það væri svolítið eins og að fara á Bæjarins beztu og panta sér pítsu! Það var ekki einu sinni sjálfgefið að þær læsu handritið en þeim líkaði það og þetta er þeirra fyrsta fullorð- insbók.“ VEGUR VINDSINS – BUEN CAMINO Gott að hugsa á Jakobsveginum ÁSA MARIN GEKK JAKOBSVEGINN Á NORÐUR-SPÁNI OG HEFUR SKRIFAÐ BÓK UM KONU SEM FER SÖMU LEIÐ. HÚN KVEÐST EKKI FJALLA UM SJÁLFA SIG EN LÁNI ÞÓ AÐAL-SÖGUPERSÓNUNNI ÝMISLEGT AF EIGIN REYNSLU. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Arnar Már Arngrímsson kennir íslensku við Menntaskólann áAkureyri. Umgengst því unglinga daglega og hefur nú sent frásér bók, Sölvasögu unglings, þar sem einn slíkur er í aðal- hlutverki; 15 ára strákur sem sendur er austur á land til ömmu sinnar. „Þótt bókin sé flokkuð sem ungmennabók held ég því fram að hún sé fyrir alla nema þá sem eru yngri en 15, nema þeir séu þeim mun sjóaðri. Þetta er raunsönn og dálítið harkaleg lýsing á því hvernig er að vera 15 ára strákur í dag. Lesendur fá að vita heilmikið um bak- grunn hans og hugrenningar, um lífið í klámheimum, sjálfsmynd- arflækjur og andlega erfiðleika,“ segir Arnar Már. Þú kennir unglingum og hefur skrifað töluvert um málefni þeirra og birt opinberlega. Er bókin framhald af þeim skrifum? „Já. Þetta eru ekki greinarnar mínar í skáldsagnaformi því ég pre- dika ekki í bókinni, en síðustu ár hef ég verið mjög upptekinn af þess- um aldurshópi og uppeldisskilyrðum sem við búum börnum. Ég reyni að setja mig í spor 15 ára stráks; mjög margir þeirra hata skólann, þeir lesa ekki, eru í tilvistarkreppu, við vitum um alvarlegt andlegt ástand margra, um sjálfsvígin; margir eru í raun algjörlega út úr korti í samfélaginu.“ Arnar segir marga vilja tóna niður áhrif sem tölvuleikir og klám hafa á unglinga „en áhrifin seytla inn og hafa áhrif á gildismat“. Strákurinn í bókinni hefur áhuga á því að skrifa, segir Arnar. „Hvort sem hann er verðandi rithöfundur eða textasmiður í rapp- hljómsveit skipta orð hann miklu máli þótt hann vilji varla gangast við því. Hann er hálfur í heimi nets og afþreyingar en vill losna. Hann er í raun leiksoppur afþreyingarinnar og ég er einmitt mjög efins um alls þessa afþreyingu … Fyrir austan er hann sviptur netinu og hent út í djúpu laugina; látinn bera ábyrgð og takast á við ýmsa hluti sem reyn- ist rosalega erfitt því í honum blundar sjálfshatur og minnimáttarkend. En hann neyðist til að taka ákveðin skref.“ Arnar Már segist hafa skrifað frá því hann var unglingur: „Ég hafði hugmyndir um snillinginn sem fæðist fullmótaður en þurfti allmörg ár til að skilja út á hvað þetta gengur, minnka stressið og losna við sjálfs- efa þegar kemur að því skrifa. Þegar ég hafði fengið eldskírnina og hætti að seta skrifin á stall, kom þessi strákur til mín fyrir þremur ár- um og heimtaði að um hann yrði skrifað. Það reyndist svo miklu auð- veldara og skemmtilegra en ég bjóst við; með fremur kæruleysislegu viðhorfi ákvað ég að prófa og þetta var ótrúlega skemmtilegt. Skrifin voru risastór, skemmtilegur kúrs.“ SÖLVASAGA UNGLINGS Raunsönn og harkaleg lýsing SÖLVASAGA UNGLINGS ER FYRSTA BÓK ARNARS MÁS ARNGRÍMSSONAR KENNARA. HENTAR ÖLLUM ELDRI EN FIMMTÁN ÁRA EN VARLA YNGRI, SEGIR HANN. HÚN ER TILNEFND TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Arnar Már Arngrímsson: Risastór, skemmtilegur kúrs að skrifa bókina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sú bók sem ég er hvað spenntastur fyrir er Stóri skjálftinn hennar Auðar Jónsdóttur. Hún hefur raunar átt einhvern dularfullan streng í mér síðan ég las Fólkið í kjall- aranum, og ég tek enn upp Ósjálfrátt þó að ég lesi hana aldrei línulega í dag, frekar en þegar ég horfi á sjónvarpið. Ætli maður verði ekki svo að lesa ljóðabókina Frelsi eftir Lindu Vil- hjálms- dóttur, þó að mér finnist póli- tískir rithöfundar óbærilega leiðinlegir – og Palenstínuljóð eru eig- inlega verst. Aftur á móti er Linda frábær rit- höfundur og mér skilst að stóra hneyksli íslensku bók- menntaverðlaunanna sé ein- mitt það að Linda hafi ekki verið tilnefnd. Menningar- pólitísk hneyksli eru allavega skemmtilegri en hugsjónir og dregur það mig því að bókinni. Svo verð ég eiginlega að lesa smelludólg fræðibók- anna; Þarma með sjarma eftir Giulia Enders. Valur Grettisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.