Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 21
6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Árlega tekur Lonely Planet saman lista yfir þá áfangastaði sem talið er að njóti mestra vinsælda. Á listanum yfir þau lönd sem áætlað er að verði heitustu reitirnir hjá ferðamönnum á komandi ári kennir ýmissa grasa. 1. Botswana Íbúar Botswana fagna fimmtíu ára af sjálfstæði á árinu 2016 og það er full ástæða til að fagna með. Ríkið býr við stöðugleika í efnahagslífi, ólíkt mörgum öðrum Afríkuríkjum, menntunarstig er hátt og tekist hef- ur að standa vörð um náttúru- auðlindir. 2. Japan Hvergi annars staðar á jörðinni mætast nútíminn og aldagamlar hefðir á jafn áberandi og glæsilegan hátt. Ferðamenn eiga kost á því að upplifa ótrúlegar andstæður. 3. Bandaríkin Þjóðgarðar í Bandaríkjunum eru 59 talsins og á árinu 2016 verða ýmsir viðburðir á þessum mikilfenglegu stöðum í tilefni af því að það er heil öld liðin frá því þeir voru formlega stofnaðir. 4. Palau Eyjaklasi í Kyrrahafinu sem sagður er vera paradís kafarans. 5. Lettland Þetta fyrrverandi kommúnistaríki laðar að marga ferðamenn árlega. Mikil uppbygging hefur farið fram undanfarin ár, sérstaklega í borgum landsins. Mörg hús í Riga hafa verið uppgerð og gamlir kastalar og stór- býli víða um landið hafa einnig geng- ið í endurnýjun lífdaga. 6. Ástralía Mögnuð kóralrif og einstakt dýralíf eru meðal þess sem dregur ferða- menn til Ástralíu. Fyrir okkur sem erum akkúrat hinum megin á hnett- inum gæti ferðin þó reynst ansi dýr. 7. Pólland Sífellt fleiri ferðamenn sækja í að komast til Póllands, enda hefur farið fram uppbygging þar síðustu ár í því skyni að laða að fleiri gesti. 8. Úrúgvæ Áætlað er að þrjár milljónir heim- sæki Úrúgvæ á næsta ári. Landið liggur milli Brasilíu og Argentínu og höfuðborgin Montevideo nýtur vin- sælda sem ferðamannastaður. 9. Grænland Dreifbýlasta land veraldar er vel þess virði að heimsækja. Norðurljós og miðnætursól heilla margan ferða- manninn. 10. Fijieyjar Dýfingar, siglingar og alls kyns sport- ferðir eru meðal þess sem dregur fólk til Fijieyja. Náttúrufeg- urðin og tær sjórinn eru ómótstæðileg. Topp 10 áfanga- staðir ársins 2016 Botswana er litríkt land með mikla sögu. Það fékk sjálfstæði fyrir hálfri öld og íbúar búa við stöðugleika og uppbygging þar er hröð. Landið er talið verða áfangastaður ársins 2016. Jólatilboðsverð kr. 159.615,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Með fylgir uppskriftarbók og DVD diskur. Lífstíðareign! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.