Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 29
6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. • rafkaup.is • Ármúla 24 • S: 585 2800 Úrval af ljósum frá BELID BOTN 200 g Lu Bastogne duo kex 70 g smjör, brætt 1 msk. hunang OSTAKAKA 400 g Philadelphia-rjómaostur 2 egg 1 dós eða 180 g sýrður rjómi (36%) ½ dl sykur 200 g dökkt Dumle (ca. 20 mol- ar) 2 msk. rjómi (+ þeyttur rjómi til að bera fram með kökunni) Hindber eða önnur ber til skreytingar Hitið ofn í 175 gráður við undir- og yfirhita. Bræðið smjör og myljið kex smátt og blandið því saman við smjörið ásamt hunanginu. Setjið í smurt bökunarform með lausum botni, blöndunni þrýst ofan í botn- inn. Setjið í kæli á meðan ostaköku- blandan er útbúin. Bræðið Dumle-molana yfir vatnsbaði ásamt rjómanum og kæl- ið lítillega. Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og sykur í skál og þeytið þar til blandan verður kremkennd. Bætið eggjum við, einu í senn, þeyt- ið vel á milli en þó ekki mjög lengi. Í lokin er bræddu Dumle bætt út í og blandað vel saman við rjómaosts- blönduna með sleikju. Hellið því næst blöndunni yfir botninn og bakið við 175 gráður í um það bil 30-35 mínútur Látið kökuna kólna og setjið svo í ísskáp í nokkra tíma, helst yfir nótt, áður en hún er bor- in fram. Skreytið með hindberjum og sigtuðum flórsykri og berið fram með þeyttum rjóma. Uppskrift frá eldhussogur.is. Dumle-ostakaka 5 dl rjómi 5 eggjarauður + 1 msk. sykur 5 eggjahvítur + 1 msk. sykur 400 g heslihnetu- og súkku- laðismjör (t.d. frá Nusica) 200 g Toblerone 1 hvítur marengsbotn 1 banani ca. 60 g heslihnetur Þeytið rjómann. Stífþeytið eggja- hvítur ásamt 1 msk. af sykri. Þeytið eggjarauður ásamt 1 msk. af sykri þar til þær verða léttar og ljósar. Brjótið marengsbotninn niður og saxið Toblerone-súkkulaðið. Um það bil 2 msk. af heslihnetu- og súkkulaðismjöri er tekið frá til að nota síðar og restin hituð í ör- bylgjuofni í 10-20 sek. eða þar til það verður nægilega fljótandi til að hægt sé að hella því, en þó ekki heitt. Blandið því næst varlega sam- an með sleikju þeytta rjómanum, stífþeyttum eggjahvítum, eggja- rauðum, marengs, heslihnetu- og súkkulaðismjöri og Toblerone. Hráefnunum er blandað gróflega saman, það er fallegt að sjá rákir eftir heslihnetu- og súkkulaði- smjörið í ísnum. Setjið í ísform eða ca. 24 cm smelluform og í frysti í minnst 5 tíma. Áður en ísinn er borinn fram eru heslineturnar grófsaxaðar og ristaðar á þurri pönnu. Ísinn er tekinn út ca. 10 mín. áður en hann er borinn fram og skreyttur með niðursneiddum banönum og ristuðum heslihnetum auk þess sem heslihnetu- og súkku- laðismjör sem tekið var frá er hit- að örsutt í örbylgjuofni og dreift yf- ir ísinn. Uppskrift frá eldhussogur.is. Toblerone-jóla- ís með hnetum og banönum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.