Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 34
22. desember Gáttaþefur Hann elskar allt sem ilmar vel og er því gjarn á að gefa piparkökur í skóinn og lætur glassúr fylgja með. Allir krakkar eru komnir í jólafrí og hann veit að þeir hafa tíma til að skreyta pip- arkökurnar á fallegan hátt. 23. desember Ketkrókur Nú styttist í árlega jólabaðið. Flestum krökkum finnst nú gaman að fara í bað en það verður ennþá skemmtilegra með baðlitunum og/ eða freyðibaðinu sem Ketkrókur gaf í skóinn. Fyrir yngri börn er gaman að setja tvo liti í baðið og fylgjast með hvernig blár og gulur blandast saman og verða að græn- um lit. Þetta eru miklir töfrar. Svo er rautt bað líka mjög jólalegt. Fyrir öllu er að spara ekki mixt- úruna í freyðibaðið, mikil froða er nauðsynleg í leikinn. Baðsalt með lavenderilmkjarnaolíu er líka ró- andi og gott og auðvelt er að búa það til heima. 24. desember Kertasníkir Hann er yfirleitt rausnarlegasti jólasveinninn og gefur alltaf eitt- hvað skemmtilegt og jafnvel nyt- samlegt. Hann hefur verið þekktur fyrir að gefa bók, náttföt eða nær- föt en líka getur verið gaman að fá DVD-mynd sem styttir börnum stundir fram að jólamatnum. Kertasníkir er gjafmildur en líka hagsýnn og búinn að versla þegar tilboð eru í gangi og veit allt um mynddiskaútsölumarkaði. Það getur verið heilmikillhausverkur fyrir jólasveinaað ákveða hvað eigi að enda í skónum sem fara brátt út í glugga. Það er því ekki seinna vænna að fara að huga að skógjöf- um en fyrsti jólasveinninn mætir í bæinn næsta laugardag en skórinn þarf að fara út í glugga á föstu- dagskvöldið því jólasveinar koma í bæinn á nóttunni. Góðir jólasveinar eru skipulagðir og koma ekki við á bensínstöðvum undir miðnættið heldur eru löngu búnir að fylla sekk sinn og klárir í slaginn þegar þeir koma í byggð. Þeir eru hættir að hrekkja eins mikið og þeir gerðu og eru í staðinn uppteknir við að gleðja öll góðu börnin. 12. desember Stekkjarstaur Stekkjarstaur er fyrstur og hann vill láta taka eftir sér. Það getur verið að hann gefi bíl í skóinn eða eitthvert annað lítið leikfang. Þetta gæti verið Playmo-jólasveinn eða fallegt plastdýr. Eldri börn hafa líka þroskað með sér maga til að geta borðað súkkulaðidýr í morg- unsárið. 13. desember Giljagaur Hann er svo mikill gaur að hann vill helst valda gauragangi og gef- ur nammi í skóinn. Hann er einn af þessum óskipulögðu og gefur jafnvel happaþrennur þrátt fyrir að fjárhættuspil sé stranglega bannað börnum. Giljagaur spáir þó í aldur barnanna sem fá í skóinn og gefur þeim yngri mandarínur eða vínber. fara vel með tennurnar því þær þurfa að duga að minnsta kosti fram á næsta ár, ef ekki áratug. Hann gleymir því ekki að það eru til flottir tannburstar með myndum af helstu ofurhetjum eða velur að minnsta kosti tannbursta í uppá- haldslit barnsins. 18. desember Hurðaskellir Hann er stríðnispúki svo það er ekkert víst að krakkarnir fái eitt- hvað flott í skóinn. Kannski kart- öflu? Hvað er annars svona slæmt við það? Kartöflur eru góðar og hollar. Það er hægt að búa til franskar úr kartöflum. Nú eða skera út í kartöfluna og búa til stimpil til að skreyta jólakortin og jólagjafamiðana. 19. desember Skyrgámur Það er komin helgi! Skyrgámur tekur tillit til þess og gefur nammi í skóinn. Það þarf ekki að vera mikið en sleikjó er alltaf vinsæll og svo er gaman að fá jólasveina- súkkulaði, nú eða popp eða snakk í poka. Nú kemur tann- þráðurinn frá Askasleiki sér vel. 20. desember Bjúgnakrækir Hann er sjúkur í bjúgu og ef hann á eitthvað aukalega þá gefur hann bjúgu í kvöldmatinn, ef hann er í góðu skapi. Það er ekki víst að hann tími bjúgunum og þá getur verið að hann gefi skyr sem hann nappaði frá Skyrgámi. Bjúgnakrækir hef- ur þó í huga að það er sunnudagur. Börnin hafa tímann fyrir sér og föndur er kjörin skógjöf á þessum degi. Vatnslitir, trélitir, blöð, glimmer, lím og leir eru sniðug skógjöf. Bjúgnakrækir er stundum búinn að búa sjálfur til leir. Leik- skólinn Sólborg á Ísafirði á þessa uppskrift: „Hvítt föndurdeig: 2 bollar fínt salt, 2⁄3 bolli vatn hitað að suðu, 1 bolli maizenamjöl, ½ bolli kalt vatn, hrært saman og sett út í pottinn – hnoðað.“ Hægt er að búa til jólaskraut úr þessum leir, láta glimmer saman við hann eða mála. 21. desember Gluggagægir Hann er mikill fagurkeri og gefur gjarnan kertastjaka og kerti (þó hann sé dauðhræddur um að Kertasníkir steli þeim þremur dög- um síðar). Þannig sér hann líka betur inn í húsin þegar hann er á ferðinni. Lítil næturljós sem ganga fyrir batteríi finnast honum líka góð uppfinning. HVAÐ GEFA JÓLASVEINARNIR Í SKÓINN? Hugmyndir og hollráð JÓLASVEINARNIR ÞRETTÁN ERU VÆNTANLEGIR TIL BYGGÐA INNAN TÍÐAR. ÞEIR ERU JAFNAN SKIPULAGÐIR OG BÚNIR AÐ SAFNA GJÖFUM Í STÓRAN SEKK EN ÞEIR, SEM VANTAR ENNÞÁ NOKKRAR GJAFIR, GETA LESIÐ ÞETTA TIL AÐ FÁ HUGMYNDIR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 14. desember Stúfur Stúfur er svo skemmtilegur og vill að allir krakkar skemmti sér á að- ventunni. Þar sem það er svo mikið myrkur í desember hefur hann verið þekktur fyrir að gefa vasa- ljós. Börn hafa virkilega gaman af því að eiga sitt eigið vasaljós og vasaljósið frá því í fyrra er örugg- lega týnt eða ónýtt. Síðustu ár hef- ur hann stundum gefið litla led- lampa sem hægt er að tengja við usb-tengi í tölvu. Þeir eru sniðugir. 15. desember Þvörusleikir Hann er sælkeri eins og svo marg- ir jólasveinar og gefur gjarnan gotterí. Hann gefur stundum gjöf sem gefur því honum er umhugað um smáfuglana og lætur því eina og eina fuglakúlu slæðast með. Hann veit að góð börn bera hag fuglanna fyrir brjósti og eru til í að hengja góðgæti fyrir smáfuglana upp í næsta tré. 16. desember Pottaskefill Hann er einstaklega sparsamur að eðlisfari og líka listrænn (eitthvað sem fáir vita) og sameinar þetta tvennt með því að gefa útprentaða mynd til að lita. Hann hefur í huga hugðarefni barnanna og fá sumir myndir af bílum á meðan aðrir lita prinsessur eða skrímsli. 17. desember Askasleikir Það er svo mikið borðað af sætind- um um jólin að Askasleiki finnst sniðugt að gefa tannbursta og tannkrem í skóinn. Og jafnvel tannþráð líka. Ekki veitir af í öllu jólasukkinu. Hinir jólasveinarnir eru búnir að dæla sætindum í börnin og sum börn eiga jafnvel líka súkkulaðidagatal. Það þarf að G et ty Im ag es /iS to ck ph ot o 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Fjölskyldan Jólamarkaðurinn við Elliðavatn er mjög skemmtilegur og hátíðlegt að fara þang-að í öllum snjónum. Sunnudaginn 6. desember verður Lilja Sigurðardóttir rit- höfundur á kaffistofunni kl.13, Gerður Kristný sér um barnastundina í Rjóðrinu kl. 14 og tónlistarkonan Ólöf Arnalds verður á kaffistofunni klukkan 15. Jólastemning á markaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.