Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 38
Tíska *Fataverslunin Sturla heldur spenn-andi fatamarkað á Kex hostel,Skúlagötu 28, laugardaginn 5. des-ember. Þar verður hægt að geragóð kaup á fáguðum fatnaði fyrirjólin. Sturla selur fatnað frá merkj- unum Scotch and Soda og Maison Scotch á allt frá 1500 krónum. Fatamarkaður Sturlu á Kex H vernig skilgreinir þú stíl? Ég sé stíl sem útfærslu persónulegrar fagurfræði þar sem miðillinn er klæðnaður. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Mér þykir mjög vænt um trefil sem Tanja Huld Levý vinkona mín gaf mér úr fyrstu línunni sinni Eitur í flösku og munstraður Mari- mekko skyrtukjóll sem ég fékk í afmælisgjöf. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Þar sem ég lærði textíl skoða ég mikið hvaða efni er í fötunum. Mér finnst gaman að velja saman mismunandi áferðir og efniseig- inleika, liti og munstur. Hvert er eftirlætistískutímabil þitt og hvers vegna? Mér finnst áhugavert að sjá hvernig ný tíska byggist á gömlum hugmyndum en er samt alltaf endurnýjuð. Ég fíla beatnik-tímabilið, mittisháar buxur og röndótta boli. Einfalt og grafískt. Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Skemmtilegur, litríkur og þægilegur, ein- faldur og „flöffí“. Ég er mikið í buxum, stórum „flöffí“ peysum, röndum og munstrum. Allt svo mér verði ekki kalt. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Nei, ég reyni að eiga sem minnst af flíkum sem ég nota ekki. Mér leiðast til dæmis spariföt, ég vil frek- ar eiga fín og skemmtileg hversdagsföt sem ég get klætt upp heldur en eitthvað sparispari sem ég nota einu sinni á ári. Hvert sækir þú innblástur? Ég fæ inn- blástur allsstaðar að. Mér finnst gaman að sjá hvernig annað fólk klæðir sig, sérstaklega konur. Ég hef mik- ið dálæti á eldri konum með skemmtilegan og kannski smá óhefðbund- inn stíl. Hvað heillar þig við tísku? Hvað allt er leyfilegt. Tíska er mjög öflugt tól til að skilgreina sjálfan sig. Áttu þér einhverja tísku- fyrirmynd? Nei, ég held að ég eigi mér ekki neina sérstaka tísku- fyrirmynd. En ég á margar fyrirmyndir sem veita mér innblástur í daglegt líf, til dæmis Matisse. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Svartar gallabuxur sem ná upp í mitti. Passa við allt og eru sjúklega þægilegar og flottar. En allra bestu kaupin eru brjóstahaldararnir mín- ir, það jafnast ekkert á við góð nærföt. NÝ TÍSKA BYGGIST Á GÖMLUM HUGMYNDUM Jóna Berglind er með fallegan, litríkan fatastíl en hún segist fá inn- blástur allsstaðar að. Morgunblaðið/Árni Sæberg Allt er leyfilegt JÓNA BERGLIND STEFÁNSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNN- UÐUR OG TEXTÍLHÖNNUÐUR, SEGIR FATASTÍL SINN SKEMMTILEGAN, LITRÍKAN OG ÞÆGILEGAN. JÓNA HEFUR ÁHUGA Á TÍSKU OG SEGIR HANA JAFNFRAMT ÖFLUGT TÓL TIL AÐ SKILGREINA SJÁLFAN SIG. Sigurborg Selma Karlsdóttir Sigurborg@mbl.is Eitur í flösku eftir Tönju Huld Levý. Jóna sækir meðal annars innblástur í verk listamannsins Matisse. Litrík og fögur hönnun Jónu Berglindar. Stórar peysur og rendur höfða mikið til Jónu. Jóna segir ekkert jafn- ast á við góð nærföt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.