Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 M argrét passar vel inn í vinnurýmið sem hún lóðsar mig um. Hún, líkt og Grýt- an, er uppfull af and- stæðum sem virðast ein- hvern veginn smellpassa saman. Ég er einmitt komin til að ræða þessar andstæður við Margréti, skilin milli doktorsnemans og harmonikkuleikarans. Við setjumst inn í hlýlega vinnustofu Mar- grétar þar sem ýmsir minjagripir blasa við. Á einum veggnum má sjá viðurkenningu frá haustnámskeiði Rokklingaskólans árið 1992, á öðrum hangir skírteini um grunnpróf í rythmískri tónlist. Vísindamaðurinn er hvergi sjáanlegur, en hvernig kom hann þá til? „Ætli ég geti ekki rakið þetta til þess þeg- ar ég var í grunnskóla og var að reyna að ákveða hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Á svipuðum tíma var deCODE skráð á hlutabréfamarkað og hinsvegar var nýbúið að stofna Listaháskólann í núverandi mynd. Ég var að æfa á harmonikku á þessum tíma og leit til Listaháskólans en mér fannst það svo ótrúlega fjarstæðukenndur raunveruleiki að fara í háskóla að læra á harmonikku,“ segir Margrét. „Mér fannst deCODE alveg geðveikt. Mig langaði að verða vísindamaður í hvítum slopp, þó ég vissi ekki alveg hvað þeir gerðu.“ Margrét nefnir sjónvarpsþættina CSI einnig sem áhrifavald þess tíma sem og þá möntru samfélagsins að á raunvísindabraut framhaldsskólanna liggi mestu möguleik- arnir. Hún lýsir því sem svo að hún hafi byrjað að móta kassann í Flensborgarskólanum og svo þrengt hann eftir því sem á leið. Hún komst að því að innan raunvísindanna hafði hún gaman af líffræði og að innan hennar heilluðu blóð og öreindir mest. Þannig rataði hún í lífeindafræðina. „Ég datt svo inn á skemmtilegt rannsókn- arverkefni, og allt í einu var ég bara komin í doktorsnám.“ Eins og að finna galdrasprotann Það væri auðvelt að áætla af lýsingum Mar- grétar að hún hefði dottið inn í lífeinda- fræðigeirann af götunni. Svo er þó auðvitað ekki enda liggja bæði mörg ár og gríðarleg vinna að baki. Sama má þó raunar segja um harmonikku- leik hennar og kannski er það þess vegna sem henni reyndist ekki erfitt að taka u- beygjuna inn í heim tónlistarinnar. „Ég byrjaði að læra þegar ég var sjö ára, fékk sem sagt harmonikku í jólagjöf. Ég hugsa oft til baka hvort foreldrar mínir hafi gert sér grein fyrir hvað þau væru að breyta miklu í lífi mínu með þessari gjöf,“ segir hún hugsi. Faðir hennar spilar einnig á harmonikku og kveðst hún hafa spurt hann nýlega af hverju henni, yngsta barninu af fjórum, hefði verið gefin nikkan. „Var ég síðasti séns?“ segir hún kímin. „En hann var voðalega einlægur og sagði að ég hefði bara haft svo mikinn áhuga. Ég var alltaf komin að fikta þegar hann var að spila og ég spilaði meira að segja fyrst opin- berlega þegar ég var fimm ára í pásu hjá Harmonikkufélagi Reykjavíkur. Þá vorum við pabbi með atriði þar sem hann sat með harmonikkuna, dró sundur og saman, og ég spilaði á píanóborðið.“ Margrét segist hafa verið heppin því ólíkt mörgum sem settir eru í tónlistarnám sem börn hafi hún strax fengið rétta hljóðfærið í hendurnar. Hún hlær að sjálfri sér þegar hún líkir því að para saman börn og hljóð- færi við ferð galdrastráksins Harry Potter í verslun Ollivander, þar sem hann þurfti að prófa ótal töfrasprota áður en hann fann þann eina rétta. Það virðist Margrét svo sannarlega hafa gert í fyrstu tilraun. „Ég hætti að læra á harmonikku þegar ég var 17 ára en hélt samt áfram að æfa mig. Ég vissi alltaf að ég myndi aldrei hætta að spila.“ Úr ástarsorg í FÍH Enda þótt hún hafi gripið í nikkuna heimavið hafði Margrét gert lítið af því að koma fram um nokkurt skeið þegar hún byrjaði í há- skólanum árið 2009. Segir hún það m.a. há- skólanum að þakka að hún hafi fengið fleiri tækifæri til að spila opinberlega enda hafi hún hellt sér í öll félagsstörf sem buðust. Hún segir opnun Stúdentakjallarans hafa verið vissan vendipunkt því árið 2013 kom hún á fót Húsbandi Stúdentakjallarans ásamt saxófónleikaranum Birki Blæ. „Hann hóaði í nokkra snillinga og þetta voru allt svo ofboðslega klárir strákar sem veittu mér svo mikinn innblástur að það fór að renna upp fyrir mér ljós. Ég áttaði mig á því að FÍH var samnefn- arinn með þeim öllum. Þeir gátu spilað hvað sem er og gert það svo safaríkt. Ég hlýddi á þessa safaríku tónlist þeirra, heyrði safann og hugsaði: „Ég verð að gera það sem þeir eru að gera!““ Tækifærin voru tekin að rúlla inn. Mar- grét byrjaði að spila með Brynhildi Guðjóns- dóttir leikkonu, Svavari Knúti, Bogomil Font og jafnvel í forkeppni Eurovision. Hún leit samt enn á tónlistina sem aukabúgrein, allt fram á fjórða mánuð doktorsnámsins. „Vorið 2013 lenti ég í svo brjálæðislegri ástarsorg. Það hljómar kannski voðalega dramatískt en ég var bara hrikalega væng- brotin. Ég var grenjandi í mánuð, og man eftir mér bókstaflega labbandi um í rigning- unni með tárin á kinnunum. Þetta var eins klisjukennt og það getur orðið. Ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað til að láta mér líða vel og var fljót að gera mér grein fyrir því sem veitir mér mesta gleði: að skrifa og spila.“ Í kjölfarið skráði Margrét sig í FÍH. Verkefnunum fjölgaði og fjölgaði en áfram hélt hún sig að mestu við námið. Það var ekki fyrr en vinkona hennar fékk drauma- starfið þeirra beggja hjá deCODE að á hana fóru að renna tvær grímur. „Þegar hún sagði mér frá starfslýsingunni gerði ég mér samstundis grein fyrir því ég var mjög líklega ekki að fylgja hjartanu hvað námið varðar.“ Margrét segir að það hafi verið stórt skref að hætta í námi. En að sama skapi komst hún smám saman að því að í rauninni var það harmonikkan sem hún vildi fyrst og fremst sinna á þessum tíma í lífinu. Og sinna henni af alúð og heilum hug, ekki sem áhugamáli. „Það er líka bara svo margt í lífinu sem mig langar að prófa. Ég fæ endalausar hug- myndir að verkefnum, innan tónlistar sem og utan, og ég bara gat ekki beðið í einhver ár Pönkaði harmonikku- leikarinn sem leit upp ÉG ER STIGIN INN Í BÓHEM-UNDRALAND, LEIDD ÁFRAM AF HARMONIKKULEIKARA MEÐ FJÓLUBLÁTT HÁR OG VIÐ BLASA VÖRUPALLETTUSTÚKUÐ RÝMI MEÐ SJÚSKUÐUM GÖMLUM OG ÞREYTTUM SÓFUM OG SKRIFBORÐUM, TEIKNIMYNDAFÍGÚRUR Á VEGGJUM OG POTTAPLANTA Í PISSUSKÁL. HÚSIÐ ER GRÝTAN, GAMLA ÞVOTTAHÚSIÐ VIÐ KEILUGRANDA, OG GESTGJAFINN ER MARGRÉT ARNARDÓTTIR SEM SAGÐI NÝVERIÐ SKILIÐ VIÐ DOKTORSNÁM Í LÍF- OG LÆKNAVÍSINDUM TIL AÐ LIFA Á LISTINNI. Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is Margrét uppgötvaði ung ástina á nikkunni. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.