Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 53
sem virðist hafa verið hugfangin af syni hans sem hvarf fyrir þremur árum og fannst aldr- ei. Óskar segir veru unga fólksins í húsinu leggjast illa í drauginn sem níu ára hæfi- leikapiltur, Arnar Harðarson, leikur. Tökur á sögunni af lækninum, Frey, sem Jóhannes Haukur leikur, hefjast næsta vor. Óskar seg- ir að í sögunni sé Freyr enn í sárum eftir hvarf sonar síns og reyni að hefja nýtt líf á Ísafirði. Sögurnar tvær tengist smám saman er líði á myndina. Óskar hefur áður skrifað handrit og leik- stýrt kvikmynd eftir skáldsögu, Svartur á leik eftir Stefán Mána, og segir Óskar Yrsu hafa treyst þeim Ottó Geir Borg fullkomlega fyrir handritsskrifunum. „Hún var boðin og búin að lesa handritið yfir en sagði að það mætti alls ekki biðja hana að leika smáhlut- verk í myndinni,“ segir Óskar og hlær en Stefán Máni fór með lítið hlutverk í Svartur á leik. „Maður þarf alltaf að breyta ýmsu til að aðlaga bók að handriti og ég útskýrði fyr- ir henni í grófum dráttum hvaða hugmyndir ég hefði. Hún var hrifin af þeim og studdi þær. Svo las hún handritið og var mjög ánægð með það þannig að hennar aðkoma hefur eiginlega verið móralskur stuðningur.“ Harmsaga Óskar segir sögunaí Ég man þig að mörgu leyti óvenjulega. „Þetta eru tvær sögur sem lúta ólíkum frásagnarformum. Önnur þeirra er draugasaga þar sem allt byrjar í róleg- heitum og byggist hægt upp að einhverju agalegu. Hin sagan er meira eins og glæpa- saga í uppbyggingu og byrjar á einhverju agalegu, á dularfullu dauðsfalli og svo er verið að leysa þá gátu. Svo er þetta líka heil- mikið drama, sérstaklega sögurnar um þessa drengi sem hverfa en slíkt hefur öðru hverju gerst á Íslandi og er ólýsanlegur harmur fyrir aðstandendur. Mér finnst það eiginlega vera hjartað í sögunni. Einhvern tíma var sagt að spennutryllir væri góð leið til að segja dramatíska sögu og mér finnst það eiga við þessa mynd að einhverju leyti,“ seg- ir Óskar. Hann hafi leitað innblásturs í kvik- myndir á borð við Don’t Look Now með Donald Sutherland og Julie Christie í aðalhlutverkum. Hún sé í miklu uppáhaldi hjá honum, búi yfir mikilli dulúð og spennu en sé einnig mjög mannleg og hjartnæm. „Það er aldrei stefnan hjá okkur að gera hefðbundna „by the numbers“ hryllings- mynd. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig mynd þetta verður á endanum en stefnan er að þetta verði magnþrunginn og mannlegur þriller með draugaívafi. Ég held að hún verði mjög spennandi og fái hárin til að rísa á bakinu á fólki. Ég vil að spennan magnist hægt og bítandi og að þetta verði vefur sem spinnst smám saman. Maður fer á milli sagnanna tveggja og fer að sjá teng- ingar og þess háttar. Myndin verður ekki eins og bókin þar sem hver kafli endar með æsispennandi óvissu og klippir svo á milli sögusviða. Bíóformið hreinlega leyfir það ekki þannig að það verður meira flæði í myndinni og ekki þessir hörðu skellir.“ Nútímaklassík Óskar segir það mikla áskorun að fá að vera fyrstur til að leikstýra kvikmynd byggðri á bók eftir Yrsu. „Það er ofboðslegur heiður að fá að gera fyrstu aðlögun eftir hennar bók og maður nálgast hana af ákveðinni auð- mýkt því þetta er ein af þessum bókum sem mætti í raun flokka sem nútímaklassík. Þetta er sú bók Yrsu sem farið hefur víðast, sú mest selda, hefur verið mikið lesin á Íslandi og Yrsa og Arnaldur eru langvinsælustu höf- undar okkar. Það er oft talað um – og ég tek undir það – að við Íslendingar eigum eftir að gera stórvirkin okkar, kvikmyndir eftir merkustu bókunum okkar eins og aðrar þjóðir gera. Þá erum við að tala um helstu verk Laxness, Gunnars Gunnarssonar og svo Íslendingasögurnar, aðalbækurnar þar á borð við Njálu. Við eigum þetta eftir en þeg- ar kemur að nútímabókmenntum er þessi bók meðal þeirra merkilegustu að mínu mati,“ segir Óskar. Stefnt er að því að frum- sýna Ég man þig á jólunum á næsta ári. Ljósmyndir/Lilja Jónsdóttir Frá tökum á Ég man þig í Hvalfirði í síðasta mánuði. Stefnt er að því að frumsýna myndina um jólin 2016. Bergsteinn Björgúlfsson á B-Cam t.v. og Jakob Ingimundarson tökumaður. Fyrir aftan Goði Már Guðbjörnsson, fyrsti aðstoðartökumaður, Áslaug Dröfn Sigurðardóttir sminka og Óskar Þór. 6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Á sunnudag klukkan 14 munu hin alræmdu skötuhjú Grýla og Leppalúði mæta í Þjóðminjasafn og skemmta gestum í Myndasal safnsins ásamt söngkonunni Hafdísi Huld. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfi. 2 Á tónleikunum „Hundadag- ar að hausti“ í Grafarvogs- kirkju á sunnudag klukkan 17 mætast Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Karlakór Grafarvogs. Einar Már les úr bók sinni Hundadagar og kórinn flytur lög úr söngleiknum sívinsæla „Þið munið hann Jörund“. 4 Myndlistarkonan Gunnella verður með myndlistarsýn- ingu á aðventunni í Grósku- sal, Garðatorgi 1. Garðabæ. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 13 en opið er alla daga til 13. desem- ber milli klukkan 13 og 17. 5 Svokallaðir aðventulestrar rithöfunda í stofunni á Gljúfrasteini hafa notið sí- vaxandi vinsælda undanfarin ár. Á morgun, sunnudag, klukkan 16 lesa þar upp úr nýjum bókum sínum höfundarnir Þórunn Jarla Valdi- marsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Soffía Auður Birgisdóttir og Hall- grímur Helgason. 3 Nú er brostin á mikil kóratíð, með allrahanda og ólíkum að- ventutónleikum hinna ýmsu kóra landsins. Þeir syngja þjóðinni sönnum jólaanda í brjóst og hug, flytja mislétt jólalög sem mótettur, og sýna enn og sanna að þjóðin dáir kóratónlist. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.