Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Fréttir af nýafstaðinni loftslagsráðstefnu íParís (já afsakið en ekki hætta að lesa)hófust flestar á frásögn af því að nýjum samningi um loftslagsmál hefði verið mjög vel tekið, „hampað“ var orðalagið í einni frétt. Hún var alveg fölskvalaus gleðin sem frétta- menn miðluðu af fundinum. Þeir bættu reyndar um betur því lotning íslensku fréttamannanna gagnvart ráðstefnunni og afurðum hennar var þvílík að jaðraði við geðshræringu. Fréttamenn kepptust við að segja, andstuttir, fréttir af sjálfum sér í biðröð eftir drögum að nýjum samningi. Það var spenna í loftinu. Minna fór fyrir fréttum af umræðum á fundinum eða um efni samkomulagsins sem náðist. Ekki ein rödd gagnrýni eða efasemda náði eyrum hlutlausra fréttamannanna. Markaðsdeild ráðstefnunnar tókst vel upp. Myndirnar af rúmlega miðaldra fundargestunum hoppandi, faðmandi hver ann- an og tárfellandi í gleðivímu voru hins vegar magnaðar. Er hippakynslóðin virkilega hætt að fara í almennileg partí? Árangurinn sem menn fögnuðu svo ákaft var markmið um að láta lofthjúpinn ekki hitna um meira en 2 gráður frá því sem var fyrir iðn- byltingu (eða var það miðað við daginn í dag?), helst ekki meira en 1,5 gráður. Nú, þegar allir 40 þúsund gestir ráðstefnunnar hafa flogið til síns heima, er að renna upp fyrir mönnum að til að ná þessu markmiði þarf allur heimurinn að hætta að nota jarðefnaeldsneyti strax, alfar- ið. Olía, kol og gas anna 85% orkunotkunar mannkyns og það hlutfall hefur lítið breyst undanfarna áratugi. Auðvitað vona allir að aðr- ir orkugjafar geti veitt jarðefnaeldsneytinu harðari keppni en þangað til það gerist er vandséð að fundahöld um málið vegi þungt. Það er hins vegar raunhæft fyrir Ísland að draga verulega úr losun CO2 þar sem 72% af losuninni stafa frá framræstu landi eins og kom fram í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn minni í haust. Aðeins um 14% af framræsta landinu eru í rækt svo þarna eru mikil tækifæri fyrir áhugamenn um minni los- un gróðurhúsalofttegunda. Þótt umhverfissinnar vilji ekki missa af al- þjóðlegum veislum og gera sig gildandi í um- ræðu um umhverfismál þá eru hvorki Ísland né Íslendingar vandamál í loftslagsmálum. Áætl- anir Íslendinga eru í raun ekki mjög áhuga- verðar í þessu stóra samhengi þótt við getum deilt reynslu okkar af nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Það eru hins vegar áform Kínverja og Indverja. Kínverjar bera þegar ábyrgð á drjúgum hluta losunar CO2 í heiminum en hafa kynnt áform um að ræsa 155 ný kolaknúin orkuver! Það hefði verið áhugavert að heyra sjónarmið Kínverja í París um þessi áform. Lof og loftslag í París * Það hlýtur að vera hægtað bjóða þessu fólki íbetra partí en þetta. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Á. Andersen sigga@sigridur.is Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Vodafone, er að íhuga forseta- framboð. Dag- skrárgerðar- maðurinn Bergsteinn Sigurðsson skrifaði á Face- book af þessu tilefni: „Hugmynd að slagorði: Hrannar - hver annar?“ Rithöfundurinn Illugi Jökuls- son bætir þar við í athugasemd: „Þetta er nokkuð gott. Slær samt ekki út slagorð Ara Edwalds þegar hann ætl- aði sér frama í pólitík. „Kjósið Ara - af því bara.““ Illugi bætir við að reyndar hafi það verið andstæðingar Ara sem hafi komið slagorðinu á kreik en það sé jafn- gott fyrir því. Svanhildur Hólm Vals- dóttir lögfræð- ingur birtir skjá- skot af manni að nafni Bob Burg sem hafði sent henni vinabeiðni á Facebook og skrifar: „Kæru vinir - nenniði að hætta að samþykkja fólk sem er ekki til eða fólk sem þykist vera annað fólk. Hér er vinabeiðni frá einum slíkum. Myndin er af ein- hverjum sérfræðingi sem kennir fólki að eignast pening með því að gefa og heitir Bob Burg og nafnið virðist fengið hjá einhverjum Mart- in sem býr í Suður-Afríku og líkist Bob ekki neitt. Við eigum 40 sam- eiginlega vini. Vona að þeim fari fækkandi.“ Rithöfund- urinn Birna Anna Björns- dóttir skrifar at- hugasemd við færsluna: „Besta vísbending um gervifólk sem ég kann er þegar allir sameiginlegu vinir manns og viðkomandi eru „frægir“ og Líf Magneudóttir, varaborg- arfulltrúi Vinstri grænna, segir: „Ég hugsaði bara þegar ég fékk vinabeiðni frá þessum: „Þarna kemur í ljós hverjir samþykkja alla!““ AF NETINU Á vefútgáfu hins geysivinsæla tímarits Wired birtist ítarleg umfjöllun í gærdag um Vestmanna- eyjar en útgangspunktur greinarinnar er sá að þótt flestir þekki söguna af Pompei, fornu borg- arinnar sem eyddist í eldgosi, viti færri af því að lítill bær á íslenskri eyju hafi hlotið sömu örlög árið 1973; að fara undir hraun í eldgosi þótt vissulega hafi hann síðar meir byggst upp. Í greininni er Vestmannaeyjabær kallaður „Pompei norðursins“ og er þar sagt frá heimsókn ljósmyndarans Peter Holliday til Vestmannaeyja þar sem hann myndaði eyjarnar og fólk sem bjó þar þegar gosið varð og býr þar enn en myndir hans eru nú til sýnis á Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Wired um Vestmannaeyjar Blaðamaður Wired kallar Vest- mannaeyjar „Pompei norðursins“. Ljósmynd/Peter Holliday Frábærir dómar erlendis Fufano fékk síðast dóm fyrir nýjustu plötu sína í Guardian í gær, fjórar stjörnur. Morgunblaðið/Eggert Hljómsveitin Fufano, sem gaf út sína fyrstu plötu á dögunum, Few More Days To Go, hef- ur fengið frábæra dóma í erlendum miðlum en One Little Indian gefur hana út í Evrópu og Smekkleysa er útgáfuaðilinn hér á landi. Ætlunin er að platan komi svo út í fleiri heimsálfum. Nú síðast birtist dómur um hana í Guardian en gagnrýnandi blaðsins gefur henni fjórar stjörnur. Ekki síður vekur það athygli blaðamanns- ins að annar af stofnmeðlimum sveitarinnar, Kaktus Einarsson, er sonur meðlims hljóm- sveitarinnar Sykurmolanna, Einars Arnar Benediktssonar. Platan er komin út víða en One Little Indi- an gefur hana út í Evrópu fyrst, svo fylgja aðrar heimsálfur á eftir, en Smekkleysa á Ís- landi. Auk dómsins í Guardian hefur birst dómur í breska tónlistartímaritinu NME sem gaf henni fjóra punkta af fimm og í The Line Of Best Fit fékk hún 8,5 í einkunn þar sem hæst er gefið 10. Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.