Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 24
Jólamarkaðir eru nú haldnir víðaum heim en þeir eiga upprunasinn í Þýskalandi, Austurríki, Suður-Týrol á Norður-Ítalíu og í Alsace, Lorraine og Savoy í Frakklandi. Markaðirnir eru jafn- an haldnir á aðventunni þótt nú- orðið teygi margir hverjir sig fram í nóvember. Aldagömul hefð er fyrir þess- um mörkuðum og hefur til dæmis Strietzelmarkt í Dresden verið haldinn frá árinu 1434 og mark- aðurinn í Augsburg frá 1498. Markaðir í Frankfurt og Münc- hen eru enn eldri og voru fyrst haldnir á fjórtándu öld. Markaðirnir lífga sannarlega upp á aðventuna en þeir eiga sér jafnan sinn stað á miðbæj- artorgum og nærliggjandi götum. Stórar jólaskreytingar, jafnvel með jesúbarninu í jötu og öllu tilheyrandi, eru algengar. Ýmis oftar en ekki handgerður sölu- varningur er til sölu í litlum hús- um. Svo má treysta því að ilm- urinn af brenndum möndlum berist um svæðið og hægt sé að ylja sér á heitu jólaglöggi eða eplavíni eftir því hvar maður er staddur. Meðfylgjandi myndir fanga þessa skemmtilegu stemningu og má sannarlega hafa markaðina í huga við skipulagningu næstu að- ventuferðar. Fólksfjöldi sækir jafnan jólamarkaðinn í Ágsborg í Bæjaralandi, en þangað tekur fólk að streyma að strax uppúr miðjum nóvember. Útskorna tréjólasveina má finna á markaðnum í München. Jólamarkaðir heilla á að- ventunni ÞAÐ FYLGIR EINSTÖK STEMNING ÞVÍ AÐ HEIMSÆKJA JÓLAMARKAÐI Á AÐVENTUNNI. ÞAR ER HÆGT AÐ KAUPA GJAFIR, SMAKKA GÓÐGÆTI OG DREKKA Í SIG SANNAN JÓLAANDA. ÞEIR NJÓTA SÍN HVAÐ BEST Í RÖKKRINU ÞEGAR LJÓSADÝRÐIN PRÝÐIR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.isNúrnberg býður gestum og gangandi upp á líflegan og litríkan jólamarkað. Handgerðir og glitrandi toppar á jólatré. Þýskir jólamarkaðir eru jafnan heillandi heimur. Í Erfurt er löng hefð fyrir markaði og ljósin fá að njóta sín. AFP Ljósadýrðin er í fyrirrúmi á jólamark- aðnum í Erfurt en borgin er stærsta borgin í Þýringalandi sem er eitt af sambandslöndum Þýskalands og stendur norðan við Bæjaraland. Ferðalög og flakk Að fyllast valkvíða AFP *Það er margt sem hugurinn girnist fyrir jólinog mögulega hefur þessi unga stúlka fyllst val-kvíða þegar hún nam staðar fyrir utan stór-verslunina Nordisk Kompaniet í Stokkhólmiá dögunum. Nógu margt eigulegt var að finnaí búðarglugganum, hvað þá þegar inn í búðinavar komið. Það er hefð í Stokkhólmi að skreyta búðarglugga með jólavarningi á að- ventunni og af mörgu að taka. Að vinna með okkur er krefjandi, skemmtilegt og árangursríkt. Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni og önnur persónuleg þróun ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.