Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 24
Jólamarkaðir eru nú haldnir víðaum heim en þeir eiga upprunasinn í Þýskalandi, Austurríki, Suður-Týrol á Norður-Ítalíu og í Alsace, Lorraine og Savoy í Frakklandi. Markaðirnir eru jafn- an haldnir á aðventunni þótt nú- orðið teygi margir hverjir sig fram í nóvember. Aldagömul hefð er fyrir þess- um mörkuðum og hefur til dæmis Strietzelmarkt í Dresden verið haldinn frá árinu 1434 og mark- aðurinn í Augsburg frá 1498. Markaðir í Frankfurt og Münc- hen eru enn eldri og voru fyrst haldnir á fjórtándu öld. Markaðirnir lífga sannarlega upp á aðventuna en þeir eiga sér jafnan sinn stað á miðbæj- artorgum og nærliggjandi götum. Stórar jólaskreytingar, jafnvel með jesúbarninu í jötu og öllu tilheyrandi, eru algengar. Ýmis oftar en ekki handgerður sölu- varningur er til sölu í litlum hús- um. Svo má treysta því að ilm- urinn af brenndum möndlum berist um svæðið og hægt sé að ylja sér á heitu jólaglöggi eða eplavíni eftir því hvar maður er staddur. Meðfylgjandi myndir fanga þessa skemmtilegu stemningu og má sannarlega hafa markaðina í huga við skipulagningu næstu að- ventuferðar. Fólksfjöldi sækir jafnan jólamarkaðinn í Ágsborg í Bæjaralandi, en þangað tekur fólk að streyma að strax uppúr miðjum nóvember. Útskorna tréjólasveina má finna á markaðnum í München. Jólamarkaðir heilla á að- ventunni ÞAÐ FYLGIR EINSTÖK STEMNING ÞVÍ AÐ HEIMSÆKJA JÓLAMARKAÐI Á AÐVENTUNNI. ÞAR ER HÆGT AÐ KAUPA GJAFIR, SMAKKA GÓÐGÆTI OG DREKKA Í SIG SANNAN JÓLAANDA. ÞEIR NJÓTA SÍN HVAÐ BEST Í RÖKKRINU ÞEGAR LJÓSADÝRÐIN PRÝÐIR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.isNúrnberg býður gestum og gangandi upp á líflegan og litríkan jólamarkað. Handgerðir og glitrandi toppar á jólatré. Þýskir jólamarkaðir eru jafnan heillandi heimur. Í Erfurt er löng hefð fyrir markaði og ljósin fá að njóta sín. AFP Ljósadýrðin er í fyrirrúmi á jólamark- aðnum í Erfurt en borgin er stærsta borgin í Þýringalandi sem er eitt af sambandslöndum Þýskalands og stendur norðan við Bæjaraland. Ferðalög og flakk Að fyllast valkvíða AFP *Það er margt sem hugurinn girnist fyrir jólinog mögulega hefur þessi unga stúlka fyllst val-kvíða þegar hún nam staðar fyrir utan stór-verslunina Nordisk Kompaniet í Stokkhólmiá dögunum. Nógu margt eigulegt var að finnaí búðarglugganum, hvað þá þegar inn í búðinavar komið. Það er hefð í Stokkhólmi að skreyta búðarglugga með jólavarningi á að- ventunni og af mörgu að taka. Að vinna með okkur er krefjandi, skemmtilegt og árangursríkt. Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni og önnur persónuleg þróun ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.