Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Page 37
20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Mikið er í gangi á jólamarkaðinum við Elliðavatn um helgina, upplestrar, tónlist og fleira. Harmonikkuleikarar mæta á svæðið og jólasveinninn kemur við. Jólaskógurinn á Hólms- heiði er opinn kl. 11-16 báða dagana. Harmonikkuleikari og jólasveinn* Krakkar, þið gerðuð ykkar besta, og ykk-ur mistókst hrapallega. Lærdómurinn afþví er: Aldrei að reyna. Homer Simpson S telpan sem er í aðalhlutverki nýjustu bókar Gunnars Helgasonar, Mamma klikk, er öðruvísi en flest börn að ákveðnu leyti. Höfundurinn vill þó ekki fara nánar út í þá sálma, til að skemma ekki fyrir væntanlegum lesendum. „Pælingin var að fjalla um það hvernig er að ná ákveðnum aldri og finnast mamma sín allt í einu breytast,“ segir Gunnar. Til að sjónarhornið yrði ekki of einhliða ákvað hann að stelpan gæti ekki verið „venjuleg“ og það hvernig hún er öðruvísi skýrir einmitt hegðun móðurinnar, að hluta til. „Ég talaði meðal annars við for- eldra í Félagi einstakra barna, við stelpu sem er í svipuðum aðstæð- um og aðalpersónan í bókinni, og það breytti öllu fyrir mig.“ Tilkynnt var í vikunni að Þjóð- leikhúsið hefði tryggt sér sýning- arrétt á Mömmu klikk og hún yrði sett á svið næsta vetur. „Það kom mér á óvart en ég stefndi samt að því að koma bók- inni í leikhús,“ segir Gunnar. „Þeg- ar ég skrifaði umsókn um rithöf- undarlaun tók ég fram að sagan myndi rata í leikhúsið! Ég sýndi nokkrum bókina og Ari [Matthíasson, þjóðleikhússtjóri] sannfærði mig með frábærri hug- mynd. Ég sá þetta fyrir mér sem 25 manna sýningu á stóra sviðinu en hann er með aðrar pælingar sem kemur í ljós hvað verður úr.“ Gunnar hefur lengi unnið við að skemmta börnum sem leikari og nú eru barnabækurnar orðnar nokkr- ar. Hvers vegna allt þetta barna- efni? „Stutta svarið er þetta: Mér finnst ég eiga heima í barnaefni. Það felst einhver galdur í því; ég finn það sérstaklega þegar leikið er fyrir krakka og maður heyrir þá hlæja. Mér finnst heimurinn verða betri ef barn hlær. Ég get til dæm- is ekki ímyndað mér að sýrlensku börnin sem eru að koma hingað hafi hlegið mikið á síðustu fjórum árum. Ef við getum látið krakka hlæja þýðir það að eitthvað sé í lagi; þeim líður vel. Börn eiga að geta hlegið, það er eitthvað stór- kostlegt við það.“ Þegar Gunnar var 12 eða 13 ára skrifaði hann sögu í skólanum. „Hún var 10 blaðsíðum of löng mið- að við forskrift en kennarinn var svo ánægður að hann las hana í drekkutíma. Þá hugsaði ég um það í fyrsta sinn að ég gæti kannski skrifað!“ Á ritgerðarprófi í menntaskóla ákvað Gunnar svo að skrifa barna- sögu. „Ég fékk 9,5 fyrir ritgerðina; þetta lá einhvern veginn fyrir mér. Ég las rosalega mikið þegar ég var strákur, það var mikið talað um barnabækur og mamma var dugleg að koma með bækur, ræða þær og láta mann lesa. Það skilaði sér í þessum áhuga á bókunum og stuttu eftir útskrift úr leiklistarskólanum skrifaði ég fyrstu barnabókina.“ Árið 2008 hóf Gunnar störf hjá Latabæ og segir það hafa breytt lífi sínu. „Þetta var risafyrirtæki sem einbeitti sér að barnaefni, ég var í samskiptum við útlönd vegna leiksýninga sem byggðar eru á þáttunum og var meðal annars í því að hreinskrifa leikrit. Þá hugs- aði ég með mér: Af hverju hef ég ekki skrifað meira? Ég sá eftir þeim árunum sem ég hafði ekki verið að skrifa!“ Á meðan Gunnar vann hjá Lata- bæ fékk hann hugmynd að „risa- stórri, sagnfræðilegri skáldsögu fyrir börn en það var svo mikið verk að ég ákvað að best væri að æfa sig fyrst. Dustaði því rykið af nokkurra ára gamalli hugmynd og skrifaði fyrstu fótboltabókina.“ Þær urðu fjórar; Aukaspyrna á Akureyri, Víti í Vestmannaeyjum, Rangstæður í Reykjavík og Gula spjaldið í Gautaborg. Gunnar segist enn mikið spurður að því hvort hann ætli ekki að skrifa fleiri fót- boltabækur og veltir nú fyrir sér bók sem gerist á EM í Frakklandi og annarri um fótboltastelpur. „Svo er ég með framhald af Mömmu klikk á borðinu, þannig að það er nóg framundan.“ MAMMA KLIKK Ef barn hlær batnar heimurinn „Börn eiga að geta hlegið, það er eitthvað stórkostlegt við það,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/RAX GUNNAR HELGASON, LEIKARI OG RITHÖFUNDUR, HEFUR SKRIFAÐ ENN EINA BARNABÓKINA OG ER MEÐ NOKKRAR Í UNDIRBÚNINGI, TIL DÆMIS FLEIRI FÓTBOLTABÆKUR. KATHERYN WINNICK Deeply involved in the Arts since its early days, RAYMOND WEIL is thrilled to count acclaimed TV series Vikings’ leading star Katheryn Winnick as its new Brand ambassador. Her strong personality, natural beauty and undisputable charisma make her the perfect match for the independent Swiss matchmaker. Join the discussiong using #RWKatherynWinnick Söluaðilar: Gilbert úrsmiður Meba - Rhodium GÞ - skartgripir & úr Georg V. Hannah, Kef. Leonard Halldór Ólafsson, Ak. Meba Úr & Gull, Hafnarf. Collection noemia

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.