Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016
Ef marka má veðmangara í Bret-landi eru aðeins um 30% líkurá að að Bretar samþykki í júní
að ganga úr Evrópusambandinu.
Nokkrar kannanir hafa reyndar sýnt
meirihluta með útgöngu en þá er oft
um að ræða ótraustar netkannanir.
En margir minna á að stóru kannana-
fyrirtækin stóðu bókstaflega með
brækurnar á hælunum eftir þing-
kosningar í fyrra: ekkert þeirra hafði
spáð því að Íhaldsflokkur Davids
Camerons forsætisráðherra myndi
hreppa þingmeirihluta.
Meira en helmingur Breta segir í
skoðanakönnunum að aðildarsinnar
beiti hræðsluáróðri gegn útgöngu,
spái allt að því heimsendi. En það
sem flestir álitsgjafar segja að gæti
snúið meirihlutanum gegn aðild er að
flótta- og farandmannavandinn í álf-
unni verði óviðráðanlegur. Ráðleysi
æðstu manna ESB í því máli er með
slíkum ólíkindum að jafnvel dyggustu
stuðningsmenn fórna höndum.
Fleira veldur því að margir efast
um að Cameron geti strax byrjað að
fagna sigri í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni 23. júní. ESB hefur orðið fyrir
miklum álitshnekki síðustu árin. Víð-
ast hvar í sambandinu er enginn eða
sáralítill hagvöxtur, atvinnuleysið er
mikið, einkum hjá ungu fólki.
Efnahagsvandi Grikkja er óleyst-
ur, vinstristjórnin þar í landi hefur í
örvæntingu stórhækkað skatta á fyr-
irtæki. Þetta veldur því að þúsundir
fyrirtækja hafa nú flutt sig um set til
grannlanda og borga því ekki lengur
skatta í gríska ríkiskassann.
Niðurstaðan af margra mánaða til-
raunum Camerons til að fá aukin sér-
réttindi handa Bretum í ESB minnti
á dæmisöguna um fjallið sem tók jóð-
sótt og fæddi litla mús. Um það voru
bresku blöðin sammála. Cameron,
sem bar sig vel, hlýtur að hafa hugsað
François Hollande Frakklands-
forseta þegjandi þörfina þegar hann
sagði á fundi með fréttamönnum að
staða Breta í ESB væri óbreytt. Þeir
hefðu haft ákveðnar undanþágur og
hefðu þær enn!
Nokkrir ráðherrar Camerons
styðja útgöngu og ekki fer milli mála
að heiftin í innbyrðis átökum íhalds-
manna vegna málsins er orðin mikil.
Önnur þjóðaratkvæða-
greiðsla?
Boris Johnson, hinn vinsæli borgar-
stjóri Lundúna, ákvað eftir heim-
komu forsætisráðherrans frá samn-
ingafundum í Brussel að styðja
útgöngu. Fyrst í stað virtist hann
eiga við að fella bæri samninginn í
von um annan betri. En Johnson tal-
ar nú skýrt og segir að markmiðið sé
að ganga út.
Það flækir málin að einnig vilja út-
göngusinnar að önnur þjóðaratkvæða-
greiðsla verði haldin um þá skilmála
sem menn sættast á við ESB ef sam-
þykkt verður að ganga út. Hvað gerist
ef Bretar fella skilmálana?
Ráðandi menn í atvinnu- og fjár-
málalífi Bretlands eru yfirleitt ein-
dregnir andstæðingar útgöngu, leið-
togi Verkamannaflokksins, Jeremy
Corbyn, sem áratugum saman var á
móti aðild, er nú í þeirra hópi. En
hvarvetna í vestrænum löndum er
nú vaxandi andúð á hefðbundnum,
ráðandi öflum. Nóg er að fylgjast
með uppgangi pópúlistaflokks Mar-
ine Le Pen í Frakklandi og sigrum
Donalds Trumps í Bandaríkjunum.
Þessi samstaða flestra valdamanna í
Bretlandi gæti því haft öfug áhrif,
aukið áhugann á útgöngu.
Til eru íhaldsþingmenn sem segja
óþarfa að Bretar reyni að grafa und-
an sambandi sem muni hvort sem er
ekki standast tímans tönn. ESB sé
dauðadæmt. Kannski eru þeir tæki-
færissinnar sem aðeins eru að finna
þægilega leið til að komast hjá því að
svíkja leiðtoga sinn í júní. Aðrir ótt-
ast að útganga Breta geti ýtt undir
misklíð og upplausn í álfunni allri,
yrði slæmt fordæmi.
Sagnfræðingurinn Timothy Garton
Ash varð þekktur fyrir skrif sín sem
blaðamaður um Austur-Evrópu þeg-
ar kommúnisminn hrundi. Hann
gagnrýnir skrifræði í ESB, segir líka
að að evrusamstarfið hafi verið fá-
dæma illa hönnuð umskipti. Evran
hafi sundrað fremur en að sameina.
Valdið fátækt þar sem markmiðið
hafi verið hagsæld. En Garton Ash
segist fyrst og fremst óttast illa upp-
vakninga: átökin milli Evrópuþjóð-
anna síðustu þúsund ár.
„Ég held að þörf sé á öllum þessum
þráðum margvíslegrar samvinnu til
að koma í veg fyrir að þær taki aftur
upp gömlu óknyttina,“ segir Garton
Ash. Hann geti ekki ímyndað sér að
ef ófullkomið samband eins og ESB
leysist upp muni Evrópa breytast í
svæði þar sem lýðræðisleg, auðug
þjóðríki eigi með sér frjálst og frið-
samlegt samstarf. Það sé óraunhæf
bjartsýni. Þess vegna eigi fólk að
styðja veruna í ESB.
Hrakspár
takast á í
Bretlandi
Bretland verður áfram til, hvernig sem þjóð-
aratkvæðið um ESB fer. En flestir ráðamenn í
efnahagslífinu segja úrsögn þýða eymd og vesöld.
Gömul og
grá eyja?
Síðasta uppákoman í ESB-
slagnum í Bretlandi er frétt
blaðsins Sun um að drottn-
ingin sé á móti aðild. Hirðin
vísar öllu slíku á bug.
Leikkonan Emma Thomp-
son, aðdáandi Jeremy Cor-
byns, hneykslaði nýlega marga
þjóðrækna landa sína þegar
hún sagði það „brjálæði“ að
yfirgefa ESB, Bretland væri
bara „pínulítill þoku- og rign-
ingarafkimi … gömul, grá
eyja“ og varla í Evr-
ópu. Hún sjálf væri
fyrst og fremst
Evrópubúi.
AFP
Boris Johnson, hinn vinsæli borgarstjóri í London, með reiðhjólið við heimili sitt.
’
Við höfum ekki minnkað opinber afskipti í
Bretlandi til þess að sjá evrópskt risaveldi
koma þeim aftur á í Evrópusamstarfinu.
Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
ERLENT
KRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is
EVRÓPUSAMBANDIÐ
BRUSSEL Óvíst er hvort
eining næst í Evópusamband
um samning við Tyrki sem
miðar að því að minnka
straum flótta- og farandmanna
til Evrópu.Tyrkir vilja m.a. að tyrkneskir borgarar
geti ferðast án áritunar til Evrópulanda.
BANDARÍKIN
WASHINGTON
Barack Obama
Bandaríkjaforseti
gagnrýndi harkalega
Breta og Frakka í viðtali
við tímaritið Atlantic
í vikunni. Sagði hann
leiðtoga þeirra ekki hafa
beitt sér í Líbýu til að
hindra ringulreið eftir
fall Gadaffis.
BÚRMA
AYPUYDAWN
Leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í Búrma,
Aung San Suu Kyi,
verður ekki forseti.
Henni tókst ekki að fá
herforingjastjórnina til að
breyta lagaákvæði sem
segir að forseti landsins
megi ekki eiga börn utan
heimalandsins. Fullvíst
er talið
að þingið
kjósi náinn
samstarfs-
mann
hennar í
embætti
forseta.
Sérfræðingar fara nú yfir tugþúsundir skjala
um liðsmenn Ríkis íslams, IS, sem fyrrverandi liðsmaður
samtakanna lak í Sky-sjónvarpsstöðina. Um er að ræða
upplýsingar um 22.000 manns.
Reynist skjölin traust er um að
ræða mikið áfall fyrir IS sem einnig
hefur farið halloka á vígvellinum.