Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Qupperneq 16
EM 2016 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 hópinn. „Guðmundur er einfald- lega besti lýsandi þjóðarinnar og algjör himnasending fyrir okkur,“ segir hann en Síminn og Skjár- Einn leigja Guðmund af 365, þar sem hann er í föstu starfi. Fengum þann besta Spurður hvort ekki hafi verið flók- ið að fá Guðmund yfir af annarri stöð kveðst Þorsteinn líta svo á að um þjóðarútkall hafi verið að ræða. „Þessi viðburður er stærri en svo að við getum látið ein- hverja veggi eða fyrirtækja- samkeppni skemma hann fyrir þjóðinni. Við vildum fá þann besta og fengum hann. Það er mikil gæfa fyrir þjóðina að fá Guðmund til að lýsa frá mótinu en hann er orðinn hálfgerð þjóðareign, svolít- ið eins og Hemmi Gunn var á sín- um tíma. Það var auðvitað flókið mál en leysist sem betur fer far- sællega.“ Pétur er fyrrverandi atvinnu- maður í knattspyrnu og vanur sparkskýrandi en mun sýna á sér nýja hlið í sumar, það er taka við- H ópurinn lagði upp með að þessi dag- skrárgerð yrði ekki bara fótbolti. Heldur myndum við líka freista þess að fanga stemninguna í kringum þennan viðburð sem er óumdeilanlega einn stærsti íþróttaviðburður Ís- landssögunnar. Íslenska karla- landsliðið er komið inn á stóra sviðið og ef við færum þetta heim á tónlistina má líkja þessu við það að túra með U2.“ Þannig kemst fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. að orði en hann hefur verið ráðinn ritstjóri umfjöllunar Símans og SkjásEins um Evrópu- meistaramót karla í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí. Hlutverk Þor- steins verður að halda utan um verkefnið og stjórna umræðum í EM-svítunni, eins og hann hefur margoft gert við góðan orðstír. Aðrir sem mynda teymið, sem fjalla mun um mótið, eru Guð- mundur Benediktsson, sem verður aðallýsandi; Pétur Marteinsson, sem verður í senn sparkskýrandi og dagskrárgerðarmaður, og dagskrárgerðarkonurnar Hugrún Halldórsdóttir og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Að sögn Þorsteins mun Guð- mundur lýsa öllum leikjum Ís- lands beint frá Frakklandi og einnig öðrum helstu leikjum á mótinu. Fleiri lýsendur verða ráðnir síðar. Þorsteinn er hæstánægður með töl og fleira. „Pétur er fæddur sjónvarpsmaður og stútfullur af vitneskju um fótbolta,“ segir Þor- steinn. Þá segir hann Hugrúnu og Sig- ríði Þóru koma inn með aðrar hugmyndir og vinkla en karlarnir. „Ég hlakka til að sjá þeirra nálg- un og er sannfærður um að hún verði frábær og spennandi,“ segir hann. Þorsteinn leggur áherslu á að ná til sem flestra enda hafi fjöl- margir aðeins áhuga á knatt- spyrnu þegar stórmót eins og EM eða HM eru í gangi. „Samhengið er miklu stærra en leikirnir sjálfir og þess vegna er spennandi að vera með fjölbreytt- an hóp hæfileikafólks sem sér hlutina í ólíku ljósi. Síðan fáum við auðvitað til okkar gesti úr öllum áttum sem koma til með að bæta heilmiklu við þessa umfjöllun,“ segir Þorsteinn. Bækistöð umfjöllunarinnar verður Petersen-svítan og úti- svæðið á efstu hæð Gamla bíós í Reykjavík, sem Þorsteinn kallar raunar EM-svítuna og segir Gamla bíó flottasta sjónvarpssvið í gömlu góðu Reykjavík. Annars verður útsendingarsvæðið öll mið- borg Reykjavíkur og allsstaðar þar sem EM-stemningu er að finna á landinu. Mikil umfjöllun verður einnig frá Frakklandi, bæði unnið efni og beinar útsendingar. „Okkar hlut- verk er að halda boltanum á lofti allan þennan mánuð sem mótið stendur yfir og vera til þjónustu fyrir áhorfendur, heima og að heiman,“ segir Þorsteinn. Mæta Justin Bieber knattspyrnunnar Megináhersla verður vitaskuld á íslenska liðið sem mun mæta Portúgal, Austurríki og Ungverja- landi í F-riðli. „Það var ótrúlegt afrek hjá lið- inu að komast á þetta risamót og vonandi kemst það áfram í 16 liða úrslitin. Það er ekki amalegur andstæðingur sem bíður okkar strax í fyrsta leik, Portúgal, með sjálfan Cristiano Ronaldo í broddi fylkingar. Einn besta knatt- spyrnumann sögunnar. Getum við ekki kallað hann Justin Bieber knattspyrnunnar?“ spyr Þorsteinn sposkur. Ritstjórinn bíður að vonum spenntur eftir að flautað verði til leiks. „Það er mikil eftirvænting og gleði í loftinu og fyrir mig per- sónulega er þetta bara dásamleg vinna.“ Leikirnir sýndir á tveimur rásum Leikirnir á EM verða sýndir á tveimur rásum; SkjáEinum og Síminn Sport. Áskriftarverð er kr. 6.900 en allir leikir Íslands, opn- unarleikur mótsins og sjálfur úr- slitaleikurinn verða sýndir í opinni dagskrá. Áskriftarsalan hefst strax í næsta mánuði. EM-gengi Símans og SkjásEins: Pétur Marteinsson, Þorsteinn J., Guðmundur Benediktsson, Hugrún Halldórsdóttir og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Samhengið stærra en leikirnir Það kemur í hlut Símans og SkjásEins að miðla Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu til íslensku þjóðarinnar í sumar. Undirbúningur að metnaðarfullri dagskrárgerð er þegar hafinn undir forystu Þorsteins J. sem er eldri en tvævetur þegar kemur að því að fjalla um mót af þessu tagi. Guðmundur Benediktsson kemur til með að lýsa leikjum Íslands og öðrum helstu leikjum á mótinu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Leikmenn Íslands fagna farseðlinum á EM í fyrra. Morgunblaðið/Golli ’Okkar hlutverk erað halda boltanum álofti allan þennan mán-uð sem mótið stendur yfir og vera til þjónustu fyrir áhorfendur, heima og að heiman.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.